Pressan - 06.05.1993, Side 4
4 PRESSAN
ÞESSI ÞUNGU
H Ö G G
Fimmtudagurinn 6. maíl993
þarna væri eðlilegs öryggis
gætt og það færi betur um bát-
ana þar en úti á berangri þar
sem þeir voru áður. Það er
álitamál hvort það mat var rétt
eftir á að hyggja. Hér var alls
ekki um vanrækslu að ræða.
Þess vegna fmnst mér þessi
krafa ekki eiga rétt á sér.“
Hermönnsson
fyrir afspyrnulélegan
þátt sem þó fékk
sagnfræðinga til að
tala opinberlega um
íslandssöguna.
veðurffegnirnar skammast ég
mín ekkert íyrir að læra af Stöð
2, en í þessu tilfelli er það nú
svo að Sjónvarpið hafði verð-
urfregnirnar í þessu formi fyrir
mörgum árum, raunar held ég
áður en Stöð 2 hóf útsending-
ar. Á þeim sama tíma höfðum
við tvo fféttaþuli, ef við tækj-
um nú upp á því að hafa þá tvo
að nýju yrðum við sjálfsagt
sakaðir um að herma eftir
Stöðinni.
Eitt munum við taka upp eftir
Stöð 2 í sumar, við hyggjumst
senda hljóð fféttanna út á Rás
2, eins og hljóð frétta Stöðvar 2
er sent út á Bylgjunni. Margir
hafa óskað eftir þessari þjón-
ustu og því verðum við við
þeim óskum án þess að
skammast okkar hætishót þó
að keppinautar okkarog koll-
egar hafi gert það á undan."
debet
VILHIÁLMUR EGILSSON
kredit
„Það er mjög gott að eiga samstarf við Vilhjálm og
það er sérstaídega áberandi hve auðvelt hann á með að
setja hlutina ffam á skiljanlegan hátt. Það er allt greinar-
gott sem frá honum kemur, enda er hann mjög skýr
maður,“ segir Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna, sem starfað hefur
náið með Vilhjálmi að verslunarmálum. „Vilhjálm-
ur er mjög hæfur maður með mikla félagsmálareynslu.
Hann hefúr einnig góða nrenntun, sem nýtist honum
vel, og hann er séður. Þá er Vilhjálmur effirminnilegur
persónuleiki," segir Birgir Rafn Jónsson, formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna. „Vilhjálmur er
hörkuduglegur, einlægur og hreinn og beinn,“ segir
Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra og náinn samverkamaður Vilhjálms.
„Hann er drengilegur og ábyrgðarfullur þingmaður sem
vill landi sínu og þjóð vel,“ segir Þórhallur Ásmunds-
son, ritstjóri Feykis og gamall félagi Vilhjálms úr
fótboltanum með UMSS. „Vilhjálmur er ve! mennt-
aður maður og dugmikill, enda gegnir hann fúllu starfi
ásamt starfi þingmannsins," segir flokksbróðir hans
úr sama kjördæmi, Pálmi Jónsson. „Hann er dreng-
ur góður,“ segir Stefán Guðmundsson þingmaður,
sem þekkt hefúr Vilhjálm frá blautu bamsbeini.
Skýr og drengilegur
þingmaður — eða
ósamkvœmur þjónn
þriggja herra?
Vilhjálmur Egilsson, þingmaðurog fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, hefur verið
mikið í sviðsljósinu að undanförnu vegna
sjávarútvegsstefnu stjórnvalda, en hann
er annar tveggja i hinni svokölluðu Tví-
höfðanefnd.
„Hann hlýtur oft að eiga í erfiðleikum með að greina á milli
starfsins sem hann situr annars vegar í sem framkvæmdastjóri
og hins vegar að vera þingmaður. Þetta hlýtur að skarast og
hann þarf því að hafa samkomulagsleiðinar vísar,“ segir Magnús
Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna og samstarfs-
maður Vilhjálms í hagsmunagæslu verslunarinnar. „Vilhjálmur er
mjög ósamlcvæmur sjálfum sér í störfum sínum. Þetta er staða
sem aldrei myndi h'ðast annars staðar. Annars vegar að veita
hagsmunasamtökum forstöðu og hins vegar þurfa að lúta pólit-
ískum vilja. Þú getur ekki þjónað tveimur herrum samtímis og
því síður þremur,“ segir Birgir Rafn Jónsson, formaður Félags ís-
lenskra stórkaupmanna. „Hann á það til að ætla sér um of, það er
hans stærsti galli,“ segir Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, sem unnið hefur náið með Vilhjálmi. „Hann er
fullhallur undir markaðshyggjuna fyrir minn smekk,“ segir Þór-
hallur Ásmundsson, ritstjóri Feykis, sem lék knattspyrnu með Vil-
hjálmi á Króknum á yngri árum. „Hann mætti helst þroska betur
dómgreind sína, en það á reyndar við um fleiri þingmenn,“ segir
Pálmi Jónsson, þingmaður og flokksbróðir Vilhjálms. „Þær erlendu
fræðikenningar sem hann hefur lært vill hann, eins og fleiri fé-
lagar hans, heimfæra upp á íslenskt þjóðfélag. Eins og nú háttar
í þjóðfélaginu sýnir það sig að þær standast einfaldlega ekki.
Menn verða að þekkja sérstöðu Islands,“ segir Stefán Guðmunds-
son Framsóknarþingmaður.
Hvala-
markaður
minnsta
mál
„/umrœðunni um vœntanleg-
ar hvalveiðar Islendinga hefur
lítið verið rœtt um markaðs-
setningu þessara afurða. Ég
tel ekki miklar líkur á að
margir verði til að kaupa hval
— ekki einu sinni Japanir sem
eiga nóg með sig íþessum efn-
um.“
Jóhann Þorsteinsson DV
Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Hvals hf.:
„Það verður að reyna á það
þegar þar að kemur en ég á
ekki von á því að markaðs-
setning hvalkjöts verði vand-
kvæðum bundin. Það kemur
ekki í ljós hvernig muni ganga
fyrr en við höfum vöruna und-
ir höndum og ég vil leyfa mér
að segja eins og Daninn: Den
tid, den sorg.“
Þjóðminja-
vörður
fastur í
sessi
„Ég, Helgi Hjörvar, krefstþess
að þjóðminjavörður segi taf-
arlaust af sér. Ástœðan er
hverju tnamsbarni augljós:
vítaverð vanrœksla Þjóð-
minjasafits hefur kostað
menningarsögulegt slys, sem
aldrei verður bœtt. Báta-
minjasafn íslendinga er
brunnið, mikilsverðurþáttur
minjasögu glataður.“
Helgi Hjörvar í Morg^inblaðinu
Guðmundur Magnússon
þjóðminjavörður: „Við-
brögð mfn em þessi. Ef for-
stöðumaður opinberrar stofn-
unar gerist sekur um vítaverða
vanrækslu í starfi þá tel ég að
hann eigi að víkja úr embætti.
Ég held hinsvegar að það væri
mjög ósanngjarnt að halda því
fram að bygging bátaskýlis
Þjóðminjasafhsins í Kópavogi
haustið 1991, rúmu hálfú ári
áður en ég kom hér til starfa,
hafi verið dæmi um slíka víta-
verða vanrækslu. Það var mat
þeirra sem að henni stóðu að
Ekki verð-
ur aftur
snúið
„Þarfnú endilega að herma
eftir strákunum á Stöð 2 í
sambandi við veðurfréttimar?
Þetta er ömurlegt. Og setja svo
einn einmanafréttamann í
fréttalesturinn með grafalvar-
legum sovéskum svip ogjarð-
kúluna á bakinu? Maður
verður hreinlega örþreytturaf
þvíað horfa á manninn bera
þessi ósköp á bakinu útallan
fréttatímann. —Égóskaein-
dregið eftir því aðfá aftur
andlitin þrjú brosandi eins og
áður var háttur á hjá þeim á
RÚV. Áþetta berað líta sem
ábendingu til einkavinastjóra
Sjónvarpsins.“
Sólveig (DV
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Ríkissjónvarpsins: „De
gustibus non est disputand-
um. Smekkur fólks er misjafn
og það verður sjálfsagt seint
gert svo öllum líki. Þetta eru
þó fyrstu neikvæðu ummælin
um nýju sviðsmyndina sem ég
heyri, ég hef heyrt í mörgum
sem hafa lýst ánægju með
hana og þannig virðist sem
fólki líki hún vel. Hvað várðar
Uppreisn kjötiðnaðarmannsins
Hvernig verkmennt
getursannað
sannleiksgildi
íslendingasagna
„Bókin er um þessa hluti sem
menn hafa verið að hæðast að
sem ýkjum í íslendingasögum,
sum sé mannvígalýsingar, og
leitast svona heldur við að rétta
hlut fornmanna í vígfimi. Það
sem rak mig til að skrifa bókina
var að í samræðum við þokka-
lega menntað fólk barst Gísla
saga Súrssonar eitt sinn í tal og
þessi vinsæla tískukenning um
að íslendingasögur séu skáld-
skapur. Fólk tók sem dærni
þessi högg í lokabardaga Gísla,
að þau væru fáránlegar ýkjur.
Ég áttaði mig hins vegar á því,
bæði af vist minni í sveit og
vinnu minni við kjötskurð, að
það væri bara tepruskapur að
halda að þetta væri ekki hægt.
Líkaminn er ekkert stál, hann er
deigur,“ segir Snorri Freyr
Hilmarsson, höfundur bókar-
fyrstu sýn færast brosviprur yfir
andlit þegar bókin er skoðuð en
við nánari athugun kemur í Ijós
að hér er háalvarleg bók á ferð.
Það dugir enginn tepruskapur
þegar þessi bók er lesin. Snorri
Freyr nýtir sér innsæi verka-
innar Um sannleiksgildi íslend-
ingasagna frá sjónarhóli kjöt-
iðnaðarmannsins. „Ég byggi
þessa bók ffekar á reynslu kjöt-
iðnaðarmannsins en skurð-
læknisins," segir Snorri, sem
vinnur á leikmyndadeild Sjón-
varpsins þegar hann er ekld að
hugsa um kjötskurð.
Og það eru orð að sönnu. Við
fólks á faglega hluti.
„Hefði Sigurður Nordal haft
vit á því að hlusta á staðkunn-
uga bændur í Hrafnkelsdal
hefði hann getað sparað sér
mikil mistök, sem voru að
dæma dalinn eyðidal frá upp-
hafi vega. Síðan sannaðist að
bændur hefðu haft rétt fyrir sér,
en hann rangt. Þar með féll svo
sem skáldsagnarkenningin. En
út frá sjónarhóli kjötiðnaðar-
mannsins held ég að niðurstað-
an sé sú að íslendingasögur séu
ekki skáldsögur, sama hvað
annað þær eru.“
Lítum á stutt dæmi úr bók-
inni:
Fyrsturfellur sporh undurinn
Njósna-Helgi ogfellur hann í
tvennt... um miðjuna ofan við
mjaðmarhöfuð, og um háls-
inn... þar er hryggurinn einn
veruleg fyrirstaða. Utan um
kviðarholið liggja til þess að
gera frekar þunnir en breiðir
vöðvar. Þykkastir bak- og
magavöðvar, lítið um stífar sin-
ar og liðbönd nema næst
hryggnum. Inni í holinu eru svo
innyflin og fer þar mest fyrir
meltingarveginum, þörmunum,
sem lítt eru festir... Lag sem
gengur inn frá síðunni á því
greiða leið eftir þunnum vöðv-
unum... Þessi staður, hryggur-
inn milli brjóstkassa og
mjaðmagrindar, er sá sami í
raun og veru og kjötiðnaðar-
menn hafa löngum valið sér fyr-
ir upphafsskurð þegar hluta
skal sundur kindarskrokk og
hakka, vegna þess hve hnífur
gengur þar skjótt í gegn.“
Nauðsynlegar upplýsingar
fyrir þá er vilja öðlast réttan
skilning á vígaarfleifð okkar.
En er nauðsyn á þessari bók í
dag?
„Já, ég held að hún eigi brýnt
erindi á þeirri forsendu að
menntir og öll svona umræða í
dag er að verða sérffæði og sér-
hæfingu að bráð. Þetta á að sýna
að það eiga allir erindi inn í
bókmenntir og heimspeki, —
hvort sem þú ert kjötiðnaðar-
maður eða rektor.“
Tímabær bók um allt sem þú
vildir vita um hvernig höggva á
mann og annan. Bókin er hand-
innbundin í 110 eintökum og
fæst hjá höfúndi.
Einar Ben