Pressan - 06.05.1993, Side 7
F R ETT I R
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
PRESSAN 7
Kristín er fjögurra bama móðirsem reynthefur tilþrautarað fá föðuryngsta barnsins síns tilað sinnaþví án þess að tilraunir
hennarhafi borið árangur. Móðirin telurafskiptaleysi föðurins hafa haftsýnileg áhrifá drenginn; hann dregursig gjarnan í
Mé, er uppreisnargjarn og situr lengi miður sín þegar faðir hans kemur ekki á umsömdumtíma. Dæmi Kristínar mun síst vera
einstakt en hún segist tilbúin að berjastlengi fyrir sjálfsögðum umgengnisrétti barnsins við föðursinn.
PRESSAN/JIM SMART
Fjögurra ára drengur nýtur ekki umgengni við föður sinn
Af hverju vill pabbi
ekki hitta mig?
Þegar barn fæðist óskilgetið
eða foreldrar þess slíta samvistir
er það í allflestum tilfellum und-
ir forsjá annars aðilans. Börn
sem alast upp hjá einstæðu for-
eldri eiga þó skýlausan rétt,
samkvæmt íslenskum lögum, til
að umgangast forsjárlausa for-
eldrið en stundum vilja verða
meinbugir á framkvæmd þess.
Fjölmörg dæmi eru um að barn
fái ekki að hitta foreldri sitt
vegna þess að forsjáraðilinn
reynir með einhverjum leiðum
að koma í veg fýrir það og sætir
viðkomandi þá dagsektum. Það
sem minna er talað um, en er
síst sjaldgæfara, er þegar for-
sjárlausa foreldrið tregðast við
að umgangast barn sitt þrátt
fýrir tilraunir forsjárforeldris til
að koma á samskiptum. Engar
sektir eru viðhafðar og engin
leið er til að koma á þeim eðli-
legu samskiptum sem barn á
rétt til samkvæmt íslenskri laga-
setningu. Einhverjir gætu haldið
því fram að barni sé varla gerð-
ur greiði með því að láta það til
einstaklings sem ekkert vill með
það hafa, en séu slík mál
ígrunduð frekar vaknar sú
spurning hver réttur barnsins
sjálfs er til eðlilegrar umgengni
við foreldra sína.
Umgengnisréttur
sjáfísagður
Kristín er íslenskur ríkisborg-
ari en hafði búið erlendis um
nokkurra ára skeið þegar hún
flutti til íslands árið 1984. Fimm
árum eftir heimkomuna eign-
aðist hún fjórða barn sitt með
manni sem verið hafði vinnu-
veitandi hennar um skeið. Mað-
urinn var kvæntur og tveggja
barna faðir, sem kom þó ekki í
veg fyrir loforð af hans hálfu
þess efnis að ófædda barnið
mundi hvorki líða efnahagsleg-
an né félagslegan skort af hans
hálfu þegar þar að kæmi. Hann
stóð við fátt eitt af því sem lofað
var — staðreynd sem margir
einstæðir foreldrar kannast við.
„Ég vissi frá upphafi að full-
komin samskipti milli feðganna
væru óraunhæf þar sem maður-
inn átti aðra fjölskyldu. Mér var
því ljóst að drengurinn fengi
minni athygli frá föður sínum
en þau börn sem hann átti fyrir,
en grunaði ekki að hann gengi
með öllu á bak orða sinna,“ seg-
ir Kristín. „Loforðin sem hann
gaf syni okkar ófæddum stóðust
ekki raunveruleikann og mað-
urinn hafði ekkert samband við
drenginn fýstu æviár hans, þrátt
fýrir tilraunir af minni hálfu. Ég
taldi það rétt drengsins að eiga
lágmarkssamskipti við föður
sinn og tel það algert siðleysi
gagnvart barni að það fái ekki
að umgangast foreldri sitt. Á
stundum hef ég meira að segja
velt því fyrir mér hvort enginn
faðir sé ekki betri en hálfur!“
Kristín segir aðstæður í
kringum barnsburðinn hafa
verið erfiðar en mikið gekk á
þegar drengurinn fæddist og
maðurinn krafðist sönnunar
faðernis með blóðprufu. Álagið
var af þeim sökum mikið á fjöl-
skyldu hans og slitnaði upp úr
hjónabandinu nokkru síðar.
Aframhaldandi samband milli
Kristínar og barnsföður hennar
var þó aldrei til umræðu.
Svik í kjölfar loforða
Um skeið gekk foreldrunum
brösulega að eiga samskipti og
dregur Kristín ekki dul á að
áfengisvandamáli, sem hún átti
við að stríða, hafí að einhverju
leyti verið um að kenna. Víð-
tækur stuðningur frá félags-
málayfirvöldum hjálpaði henni
þó að yfirstíga versta hjallann
og var henni þá ráðlagt að hafa
ekki samband við barnsföður
sinn um nokkurt skeið þar sem
þau hefðu átt í vondum erjum. I
framhaldi af því var henni boð-
in stuðningsfjölskylda, sem
veitti henni ómælda aðstoð.
„Slík lausn er þó aðeins tíma-
bundin og kemur aldrei í stað
samskipta við föður.“
Kristín og barnsfaðir hennar
náðu síðar sáttum en hann hélt
uppteknum hætti gagnvart
drengnum; hringdi sjaldan,
heimsótti hann stopult og sveik
hann þegar samið hafði verið
um að hann tæki hann til sín á
tilteknum tíma. Ástæðurnar
sagði faðirinn meðal annars
húsnæðisleysi, mikið vinnuálag
og tímaskort. „Ég hef reynt allar
leiðir; verið skilningsrík og gos-
ið eins og eldfjall en allt til
einskis. Það sem ég hef farið
ffam á fyrir hönd barnsins er að
hann heyri í föður sínum stöku
sinnum og fái að sjá hann eða
heimsækja af og til. Það hefur
ekki gengið eftir. Svik hafa
komið í kjölfar loforða og höf-
um við mæðginin beðið
klukkustundum saman eftir
föðurnum án þess að hann léti
sjá sig. Drengurinn hlakkar ætíð
til og verður fýrir djúpstæðum
vonbrigðum þegar faðir hans
birtist ekki á tilsettum tíma. Sú
spurning verður sífellt áleitnari
hvernig einstaklingur það verð-
ur sem svikinn er og logið er
að.“
Áhrif alls þessa á drenginn
telur Kristín þegar hafa komið í
ljós. Hann dregur sig gjarnan í
hlé, verður þungur í kringum
framangreindar uppákomur,
gerist uppreisnargjarn og er far-
inn að pissa undir á ný. Að auki
talar hann um að „pabbi sinn sé
vondur“ og „mamma sín ljót“.
Til að auka ekki á vanlíðan
barnsins reynir Kristín, gegn
eigin sannfæringu, að bera í
bætifláka fýrir barnsföður sinn
og réttlæta gjörðir hans með
einhverjum hætti. „Mig langar
síst af öllu til að verja trúnaðar-
brot föður hans, en get lítið
annað gert til verndar barninu.
Hann finnur nú þegar mikið
fýrir ástleysi föður síns, rétt orð-
inn fjögurra ára, en ekki má
vanmeta mikilvægi föður-
ímyndarinnar. Það er ekki hægt
að bæta fýrir missinn að nokkr-
um árum liðnum. Skaðinn er
þegar skeður.“
Ekki hægt að skikka
foreldri til umgengni
Svo virðist sem torvelt sé að
fá foreldri til að umgangast barn
sitt hafi það ekki vilja til þess. Þó
segir í barnalögum: „Nú er for-
sjá barns aðeins í höndum ann-
ars foreldris, og á barnið þá rétt
á umgengni við hitt foreldra
sinna, enda er foreldri skylt að
rækja umgengni og samneyti
við barn og hlíta nánari skilmál-
um, er að því lúta. Ef sérstök at-
vik valda því að mati dóms-
málaráðuneytisins, að um-
gengni barns við foreldri sé
andstæð hag þess og þörfum,
getur ráðuneytið kveðið svo á,
að umgengnisréttar njóti ekki
við.“ Framkvæmd þessarar
lagasetningar virðist hins vegar
erfið. „Sýslumannsembættið
veitti mér þær upplýsingar að
engin leið væri að fá forsjárlausa
foreldrið til að umgangast barn
sitt gegn eigin vilja. Eini mögu-
leikinn er að senda inn bréf með
ósk um æskilega umgengni og
einnig hafa þjóðkirkjan og fjöl-
skyldudeild Félagsmálastofnun-
ar einhverja milligöngu í mál-
um sem þessu. Réttur barnsins
virðist þó ekki jafhafdráttarlaus
og að er látið liggja í lögum
landsins."
Af þeim sökum telur Kristín
að almennt ábyrgðarleysi gagn-
vart börnum sé jafnalgengt og
raun ber vitni og réttur barna
liggi oftlega milli hluta í forsjár-
deilum og erjum foreldra.
„Vanræksla í þjóðfélaginu er
stórkostleg og allt of algengt að
börn séu notuð á vígvelli hjóna-
skilnaðar og í deilumálum.
Fjöldi barna hefur orðið illa úti
af þeim sökum, en það er þagað
um þetta og látið að því liggja að
þetta sé ekki til. Ég óska barni
mínu betri tilveru og tel mig
þurfa að vernda hann gegn
skakkaföllum sem vanræksla af
þessu tagi veldur. Fyrst og
ffemst vil ég þó að réttur barns-
ins nái fram að ganga og fyrir-
byggja að þessi barátta haldi
endalaust áfram. Ég hyggst ekki
gefast upp, barnsins vegna, og
hvað sem öllu öðru líður verður
einnig að gera ráð fyrir þeim
möguleika í lífinu að maður geti
fallið frá og að eðlilegt sé við
slíkar kringumstæður að barnið
eigi tilkall til föður. Kjarni máls-
ins snýst um rétt barnsins sjálfs
til umgengni við foreldra sína
og það verður að segjast eins og
er að afar erfitt er að svara
spurningu fjögurra ára barns
sem segir: „Áf hverju vill pabbi
ekki hitta mig?“
Telma L. Tómasson
Þuríður Árnadóttir,
deildarstjóri sifja-
deildarsýslumanns-
embættisins
Umgengni
í þágu
hagsmuna
barns
„í lögum er kveðið á um rétt
barna til umgengni við það for-
eldri sem ekki fer með forsjá
þess og skal ákvarða umgengni
eftir því sem hentar best hags-
munum barns. Jafnvel þótt barn
hafi rétt á að umgangast foreldra
sína getur það tæplega verið í
þágu þess að þvinga foreldri til
samskipta við það ef foreldrið
vill það ekki og mér vitanlega
hefur ekki verið kveðinn upp
slíkur úrskurður. Væntanlega
yrði slíkt mál rannsakað gaum-
gæfilega, jafnvel með umsögn
frá barnaverndarnefnd, ef upp
kæmi sú staða að barn vildi hitta
foreldri sitt en það sinnti því í
engu.“
Þuríður segir það ekki óal-
gengt að foreldri sem fer með
forsjá barns setji af stað um-
gengnismál og krefjist þess að
hinu foreldrinu verði ^ert að
sinna skyldu sinni. „I öllum
þeim tilfellum sem ég þekki til
hefur fundist lausn á málum og
ósjaldan er eitthvað annað sem
veldur því að foreldri sinnir ekki
barni sínu, til dæmis samskipta-
erfiðleikar við hitt foreldrið. í
öllum tilfellum sem um um-
gengnismál er að ræða hefur
embættið samband við það for-
eldri sem óskað er eftir að eigi að
umgangast barn, við skrifum því
eða boðum það til okkar og
bendum á skyldur þess til að
rækja umgengni við barn. í
framhaldi af því komumst við
að afstöðu þess til umgengn-
istillagna forsjáraðilans og fallist
viðkomandi ekki á tillöguna fá-
um við aðrar á móti. Ef ekki
næst samkomulag er málinu
ráðið til lykta á þann veg að úr-
skurðað er í því, stundum að
undangenginni umsögn barna-
verndarnefndar. f úrskurði er
nákvæmlega tiltekin tilhögun
umgengninnar og ef foreldri
sætir því ekki getur það skotið
úrskurði sýslumanns til dóms-
málaráðuneytisins.“
Ef forsjárlausa foreldrið held-
ur uppteknum hætti gagnvart
barninu bendir það til þess að
það vilji ekki umgangast það.
Engin úrræði eru til að þvinga
það til umgengni á grundvelli
þess sjónarmiðs sem að ffaman
greinir, að slíkt geti ekki verið í
þágu hagsmuna barns.
Þuríður Árnadóttir
DEILDARSTJÓRI
Ekki óalgengt að foreldri
sem fer með forsjá barns
setji afstað umgengnismál
og krefjist þess að hinu for-
eldrinu verði gert að sinna
skyldu sinni.