Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 9
F R ETT I R Fimmtudagurinn 6. maí1993 PRESSAN 9 sem í umþrættri bók var ætlun- in að rekja æviatriði úr lífi aðal- stefhdu [Maríu], er snerti per- sónu hennar sjálfrar, verður að fallast á það sjónarmið hennar, að frásagnarmáti bókarinnar skipti verulegu mál, einkum í ffásögnum af örlagaríkum eða viðkvæmum atburðum úr lífi hennar, en ff am hefur komið að um grundvallarskoðanamun málsaðila var að ræða í þessu efni. Því bar henni að fá nokkru ráðið um með hvaða hætti sagt væri ffá. Verður að telja, að ffá- sagnarmáti geti oft verið það samofinn efnisfrásögninni og persónuleika viðmælanda, að vart verði sundur skilið. Segja má því, að þar sem tveir voru höfundar, hafi báðir aðilar orð- ið að vera sammála um ffásagn- armáta.“ Höfuðágreiningur- inn um frásögn af nauðguninnií New York Það blasir við að höfuð- ágreiningur þeirra virðist hafa staðið um með hvaða hætti ætti að segja frá árás þeirri og nauðgun sem María varð fyrir í New York í september árið 1976. Um þessa skelfilegu lífs- reynslu tjáði María sig í hrein- skrlnu viðtali við Heimsmynd í september árið 1986. Taldi Gullveig að þær hefðu orðið sammála um ffásögn af þessum atburði, en í málflutningi Maríu kom ffam að hún taldi ffásögn- inna allt annars eðlis en viðtalið sem hún gaf á sínum tíma í Heimsmynd, eins og kemur ffam annars staðar á síðunni. Umritaði sex sinnum bréf til föður Maríu En þetta var ekki það eina sem orsakaði ágreining. Þau Gullveig og Steinar báru því við Þráinn Bertelsson formaður Rithöfundasambandsins „Ég kann ekki að tjá mig um þetta einstaka mál vegna vanþekkingar minnar á því. Að auki finnst mér það held- ur ekki í mínum verkahring að tjá mig um lögfræðileg málefni. Ég hef hins vegar sjálfur töluverðan áhuga á stöðu þeirra sem taka að sér að skrifa ævisögu, því mér finnst hún heldur bágborin. Yfirleitt er gengið á hlut skrá- setjara ævisagna þegar kem- ur að því að greiða ritlaun. Þeir fá ekki greitt samkvæmt töxtum rithöfundafélagsins, heldur eiga að skipta þessum peningum með sögumanni eða viðfangsefhi sínu. Þessu er allt öðruvísi farið en hjá myndhöggvurum sem fengnir eru til að gera brjóst- mynd af mikilmenni. Fyrir það fær myndhöggvarinn ákveðna upphæð. Þar þekk- ist ekki svo ég viti að sá sem brjóstmyndin er af og mynd- höggvarinn skipti peningun- um sín á milli.“ að íslenskukunnáttu Maríu hefði verið mjög ábótavant og því hefði þurft að hafa mikil inngrip í ritun bókarinnar. Þessu hafnaði reyndar lögmað- ur Maríu, Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður. I málflutningi Maríu kemur hins vegar fram að hún hafi fljótlega orðið vör við að til stóð að breyta mjög frásagnarstíl hennar. Tók hún sem dæmi að Gullveig hefði umritað bréf Maríu til föður síns einum sex sinnum. Þetta bréf skrifaði Mar- ía þegar hún var ung og var eitt af fyrstu atriðunum sem tekin voru fyrir í ævisögunni. Segir María að þegar á ævi- söguna leið hafi komið æ betur í ljós að Gullveig hafði allt aðrar hugmyndir um hana en María, „...fyrst og fremst vegna þess að aðalstefnandi hafi lagt ríka áherslu á að fjaila ítarlega um viðkvæm persónuleg mál aðal- stefndu [Maríu] með þeim hætti sem hún gat alls ekki sætt sig við“. Guiiveig kallaði Maríu óllum illum nöfnum Það er ljóst að þær gátu ekki unnið saman að bókinni og þegar fór að nálgast skil slitnaði endanlega upp úr því. Kom fram að þegar Marfa kom til landsins í águst 1991 hefði allt verið komið í óefni milli hennar og Gullveigar. Kom fram í mál- flutningnum að Gullveig hefði komið heim til Maríu „...og í stað þess að bjóða hana vel- komna til landsins hafi aðal- stefnandi [Gullveig] byrjað á því að atyrða hana með ærumeið- andi ummælum sem ekki séu eftir hafandi. Inntakið í um- mælunum hafi þó verið það að vinna við bókina væri komin í eindaga og hér eftir væri það hún, þ.e. aðalstefnandi [Gull- veig], sem réði ferðinni“. Ann- ars staðar í málflutningnum kom frarn að eftir þetta hefði öU „kurteisi“ verið úr sögunni. Málsaðila greinir reyndar mjög á um hvað mikið af bók- inni var búið þegar upp úr sUtn- aði. Á þessum tíma taldi María að einngis tveir kaflar hefðu verið frágengnir milli þeirra. Það var bréfið til föður Maríu, frásögn af æskuárum hennar í Djúpuvík og síðan hafi María með semingi lagt blessun sína yfir þátt um Fegurðarsam- keppni Islands árið 1961, en þann kafla skrifaði Gullveig í þriðju persónu. Mótmælti því María þeim fullyrðingum Gull- veigar að sjö af átta stærstu köfl- um bókarinnar hefðu verið samþykktir af báðum málsaðU- um. Krafa Maríu byggð- ist á því að hún hefði 90.000 krónur á dag Þær Gullveig og María lögðu fram háar skaðabótakröfur hvor á aðra. Gullveig byggði sína kröfu á því að hún hefði hætt vinnu sem ritstjóri Nýs lífs, en þar hafði hún 278.440 krón- ur fyrir hvert tölublað sem verk- taki. Gerðu hún og Fróði hf. kröfu upp á tæplega eina og hálfa milljón króna, meðal ann- ars vegna kostnaðar við ferða- lög Maríu til íslands og ff á. María gerði á móti háa skaðabótalaöfu, sem var reikn- uð út frá því að hún hefði mjög háar tekjur sem tískuljósmynd- ari. Kemur ffam í rökstuðningi að María ætlar sér um 8.000 franska franka á dag í laun eða um 90.000 krónur. Samtals var skaðabótakrafa hennar upp á 720 þúsund franka og þrjár milljónir að auki eða upp á um ellefu milljónir króna. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur „Ég þekki ekki málsaðila eða tildrög nema úr blöðunum, en svona utan ff á séð virðist þetta mál alveg fáránlegt og hvorki Fróða né Gullveigu til sæmdar. Það snýst í rauninni um það hvort lff Maríu Guð- mundsdóttur sé í eigu Fróða og Gullveigar eða hennar sjálfrar! Þótt Gullveigu hafi mistekist að lýsa dramatísk- um atburðum úr lífi Maríu Guðmundsdóttur með þeim efnistökum sem María gat sætt sig við er ekki þar með sagt að hún eigi eitthvað inni hjá Maríu. Ekki fer ég að rukka neinn þótt mér mis- takist að skrifa bók. Hafi María fengið einhveria fyrir- framgreiðslu hjá Fróða er sjálfsagt að hún borgi það. Én þetta fólk á ekki krónu meira hjá henni. Frekar að það væri öfugt miðað við þá armæðu sem hún hlýtur að hafa haft af þessu öllu. Blaða- mannafélagið og rithöfunda- sambandið ættu að huga að ieiðum til að vernda fólk fyrir svona ævisöguriturum.11 Lögmaður Gullveigar, Viðar Már Matthíasson hæstaréttar- lögmaður, hafhaði þessari kröfu fyrir dómi og benti Gullveig á að María hefði haft litlar tekjur sem ljósmyndari og tekjur hennar af því hverfandi. í raun kvað dómarinn aldrei upp úr um réttmæti þessara atriða því hann hafnaði bótakröfum kvennanna beggja alfarið, enda taldi hann beggja sök hvernig málin hefðu þróast. f niður- stöðu sinni segir dómarinn að þó að augljóst sé að Gullveig hafi verið ráðrík um efni og efn- istök blasi einnig við að María hafi verið fullfljót að gefa sam- starfið og sáttaumleitanir upp á bátinn. Auk þess synjaði dómarinn Gullveigu um staðfestingu á kyrrsetningarbeiðni hennar á eignum Maríu hér á landi. Sömuleiðis hafnaði hann skaða- bótakröfu Maríu vegna meints skaða af völdum þessarar sömu kyrrsetningar. Á Barrokk í afmæli Brynju Nordquist um páskana. Brynja Nordquist, María Guðmundsdóttir, Guðrún Möller ogJóna Lárusdóttir. Sigurður MárJónsson og Guðrún Kristjánsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.