Pressan - 06.05.1993, Side 10

Pressan - 06.05.1993, Side 10
10 PRESSAN Skrautlegt bókhald aflagðrar heildsölu dregið upp úr skúffu SÖLUFÚLK KRAFIB UM GAMLAR OG UPPGERDAR SKULDIR Um tuttugu einstaklingar, sem íyrir tveimur til þremur árum tóku að sér farandsölu á Gold Star-símsvörum og - símtækjum íyrir heildsöluna Kristal hf. í Reykjavík, hafa að undanförnu fengið á sig inn- heimtukröfur frá Lögþingi vegna meintra óuppgerðra skila. Innheimtutilraunir þess- ar hafa mætt hörðum við- brögðum, enda telur fólkið sig skuldlaust og geta í mörgum tilvikum sannað það með kvittunum. Ákveðið hefur ver- ið að hætta öllum innheimtu- tilraunum í ljósi þessa, en ljóst er að um nokkrar milljónir króna var að tefla. Lögþing: Stöndum ekkií neinu Þjóð- lífsmáli Hlutafélagið Kristall var stofnað í mars 1990 af Ágústi Kristmanns stórkaupmanni og fleiri einstaklingum og gerði út hátt í fimmtíu farand- sölumenn, sem buðu upp á símsvara og símtæki. Fyrir- tækið var síðan selt í október síðastliðnum og fékk nýtt nafn, I.Á.-Hönnun hf., með aðsetur á Akranesi. Hins vegar varð eftir í gamla fyrirtækinu bókhald, sem illa gekk að henda reiður á. Eigendur Kristals fengu Lárus Val- bergsson til að reyna að koma þessum málum á hreint og var það hann sem fól Lögþingi að annast innheimtuna. Inn- heimtan fór síðan fram í nafni Kristals, þótt fyrirtæki með því nafni væri ekki lengur til. „Okkur var einfaldlega falið að innheimta útistandandi kröfúr, sem samkvæmt gögn- um virtust fyllilega réttmætar. Ekkert í bókhaldinu benti til þess að viðkomandi einstak- lingar hefðu gert skil á sínum málum, en í ljósi harðra við- bragða við innheimtubréfum okkar höfum við ákveðið að hætta öllum innheimtutil- raunum. Við ætlum ekki að standa í neinu Þjóðlífsmáli,“ sagði Jón Ingvar Pálsson, full- trúi hjá Lögþingi, aðspurður um málið. Hann sagði ennfremur að það fólk, sem hefði getað sýnt fram á uppgjör með kvittun- um, hefði verið beðið afsök- unar og að þeir sem hefðu ekki slík gögn þyrftu ekki að óttast frekari innheimtutil- raunir af Lögþings hálfu. „Við sendum þessi mál nú til baka til kröfueigenda, höfúm engan áhuga á kröfúm sem eiga ekki rétt á sér.“ Innheimtu hætt en engin skil á hundr- uðum simsvara Ágúst Kristmanns vildi lítið tjá sig um mál þetta í samtali við PRESSUNA, sagði ein- faldlega að fyrirtækið væri löngu selt og að ábyggilega hefði verið eitthvað um úti- standandi kröfur. Hann vísaði á Ólaf Garðarsson lögfræðing í því sambandi, en ekkert kom fram um að Ólafúr ætti hlut að umræddum innheimtutil- raunum. Lárus Valbergsson sagði á hinn bóginn að undir lok rekstrar Kristals hefði sér verið falið að reyna að koma rugl- ingslegu bókhaldi fyrirtækis- ins á hreint. „Eftir að hafa hreinsað til eins og hægt var voru um tuttugu mál eftir þar sem bókhaldið benti ekki til fúllra skila. Ég fór til Lögþings og okkur samdist um að þeir mundu athuga stöðu þessara mála og fá fólkið til að gera grein fyrir sínum málum,“ sagði hann. Síðar í gærdag til- kynnti hann PRESSUNNI að eftir samtal við eigendur Krist- als hefðu menn orðið ásáttir um að láta innheimtumál þessi niður falla. „Hitt er ann- að mál að þetta voru engan veginn tilhæfulausar inn- heimtutilraunir. Það liggur fyrir að aldrei voru gerð skil á hundruðum símsvara. Það er á hreinu að eitthvað af þessu fólki nýtur góðs af því að það var óráðsía í bókhaldi fýrir- tækisins." Friðrik Þór Guðmundsson ÁGÚST Kristmanns stórkaupmaður Einn stofnenda og skráður framkvæmdastjóri Kristals hf., sem bauð upp á Gold Star- símsvara og -simtæki. Fyrirtækið var í fyrra selt upp á Akranes og hlaut nýtt nafn, en út frá götóttu bókhaldi gamla fyrirtækisins hafa um tuttugu fyrrum sölumenn fengið há- ar kröfur á sig. Þeim verður nú kastað út í hafsauga. Sýslumaðurinn í Reykjavík herðir aðgerðir gegn skuldurum sem hunsað hafa boðun ■ ■ r LOGMENN FÆRBIR MEB VALDITIL SYSLUMANNS Sýslumannsembættið í Reykjavík ákvað nýlega, í ljósi ört fjölgandi fjárnámsmála í aðfarardeild þess, að herða aðgerðir gegn þeim aðilum sem hafa fengið á sig fjölda krafna en hunsað tilkynning- ar um að mæta og gera grein fyrir málum sfnum. Þessar hertu aðgerðir fela í sér að í æ ríkari mæli hefur embættið beðið boðunardeild lögregl- unnar að finna viðkomandi aðila og færa þá með lögreglu- valdi til sýslumanns. Sýslumaður: Þetta er mikið vandamál Jón Skaftason, sýslumaður í Reykjavík, staðfesti í samtali við PRESSUNA að í aðfarar- deild embættisins væru mörg tilvik um fjárnámsþola, sem fengið hefðu löglegar tilkynn- ingar og ættu ekki eignir sem vitað væri um og mættu ekki þegar til hefur staðið að taka mál þeirra fyrir. „Þetta er mikið vandamál og það má tala um hertar aðgerðir. Sam- kvæmt lögum getum við æskt aðstoðar lögreglunnar til að finna þessa aðila og færa þá hingað. Heimildin var til, en sannleikurinn er sá að beiðn- unum hefur fjölgað gífurlega eftir dómsvaldsbreytingarnar á síðasta ári, en þá stækkaði umdæmi okkar talsvert um leið og málum hefur fjölgað að öðru leyti,“ sagði Jón. Einn viðmælandi blaðsins benti á að þegar menn létu ekki sjá sig væri það gjarnan til að koma í veg fyrir árang- urslaust fjárnám, en effir slíka niðurstöðu er hægt að krefjast gjaldþrotaskipta yfir viðkom- andi. PRESSAN hefur áreiðan- legar heimildir fyrir því að ákveðið hafi verið að hefjast handa með þá sem hafa fjölda beiðna á sig og um leið að líta sérstaklega til „svörtu sauð- anna“ í lögfræðingastéttinni. PRESSAN hefúr þannig vitn- eskju um að á síðustu vikum hafi ekki færri en þrír lög- fræðingar verið færðir til sýslumanns með lögreglu- valdi. Gísli:21 beiðniá aðeins sjö mánuð- um Einn þessara lögfræðinga er Helgi Rúnar Magnússon, GÍSU GÍSLASON LÖGFRÆÐING- UR Færður með lögreglu- valdi til sýslumanns og krafinn svara um fjölda skulda upp á samtals 9 til Wmilljónir. en um hans mál hefur PRESSAN áður fjallað ítar- lega. Annar er Gísli Gíslason, sem var færður til sýslumanns með lögregluvaldi síðasta föstudag og fékk þá vikuffest til að ganga ffá sínum málum. Blaðið hefur fengið það skjalfest að ffá því í september síðastliðnum hafi sýslu- mannsembættinu borist 21 fjárnámsbeiðni á Gísla. Nokkrar þeirra eru tvíteknar, þar sem þær eigur sem áður hafði verið bent á reyndust yfirveðsettar og því gagns- lausar. Hér með talið eru tvær bifreiðir sem Gísli benti á, fjögur tölvuauglýsingaskilti og tveir „gufusjóðarar“. Tvær minniháttar beiðnir voru að auki affurkallaðar. Eftir standa fimmtán ófrá- gengnar fjárnámsbeiðnir upp á nærri 9 milljónir króna. Megnið af þessum kröfum mun vera vegna persónulegra ábyrgða hans í tengslum við rekstur hlutafélaganna Berlín- ar hf. og Rómar hf., sem voru í eigu hans og Sveins E. Úlf- arssonar veitingamanns. Þessi félög, ásamt Bikar hf., sem Gísli átti aðild að, ráku á tímabili veitingastaðina Berlín og Pisa. Þá var Gísli annar stofnenda og skráður pró- kúruhafi fyrir hlutafélagið Reykvískar veitingar hf., sem varð gjaldþrota og eignalaust gagnvart kröfum upp á 23 mílljónir króna. Friðrik Þór Guðmundsson Fimmtudagurinn 6. maí 1993 SlGURÐUR HELGASON forstjóri Flug- leiða. Fyrirtækið „á" uppsafnað og yfirfæranlegt skattalegt tap upp á 2,8 milljarða króna. Á síðustu fimm árum hafa þrjú ár komið út með samtals um 2 milljarða hagnaði en tvö ár hafa komið út með alls um 400 milljóna króna tapi. Hið upp- safnaða tap er því að stofni til margra ára gamalt. Uppsafnað og yfirfær- anlegt skattalegttap Sex millj- arðar hjá tólf fyrir- tækjum Við skoðun PRESSUNNAR á afkomu yfir tuttugu fyrirtækja á verðbréfaþingi eða opnum tilboðsmarkaði með hlutabréf kom í ljós að tólf þeirra eiga yfirfæranlegt og uppsafnað skattalegt tap upp á tæplega 6 milljarða króna. Sömu fyrirtæki hafa á hinn bóginn komið út með yfir tveggja milljarða hagnað alls á síðustu fjórum ár- um. Skattalög heimila fyrirtækjum að yfir- færa tap eins árs yfir á næsta ár til að draga úr skattgreiðslum. Ljóst er að hið yfirfær- anlega tap getur dregið úr og jafnvel stöðv- að tekjuskattsgreiðslur margra fyrirtækja mörg ár fram í tímann. Þau tólf fyrirtæki sem um ræðir eru Eimskip, Flugleiðir, íslandsbanki, Islenska útvarpsfélagið (Stöð 2/Bylgjan), Vátrygg- ingarfélagið, Grandi, KEA, Marel, Eignar- haldsfélag Alþýðubankans, Jarðboranir, Tollvörugeymslan og Sæplast. Uppsafnað tap þessara fyrirtækja nem- ur alls 5,7 milljörðum, en þá er þess að gæta að uppsöfnunin er langmest hjá Flug- leiðum eða 2,8 milljarðar. Næst koma fs- landsbanki með rúman milljarð, KEA með 550 milljónir, Grandi með 530 milljónir og íslenska útvarpsfélagið með 440 milljónir. Eimskipafélagið er með yfirfæranlegt skattalegt tap upp á 130 milljónir, en Eim- skip tapaði í ár 41 milljón eftir að hafa sýnt að meðaltali 360 milljóna króna hagnað að núvirði sex undanfarandi ár. Afkoma sömu fyrirtækja síðustu fjögur ár sýnir enda að gamalt tap er lengi að af- mást í skattalegu tilliti. Ef litið er til ann- arra en Flugleiða kemur í ljós að sömu fyr- irtæki og „eiga“ yfirfæranlegt skattalegt tap upp á 3,0 milljarða högnuðust um 1,8 milljarða á síðustu fjórum árum. HörðurSigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins. Fyrir- tækið „á" yfirfæranlegt skattatap upp á 130 milljónir. Tapaði 40 milljónum í fyrra en sex árin þar á undan varð hreinn hagnaður upp á um 2,2 milljarða alls, að núvirði.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.