Pressan


Pressan - 06.05.1993, Qupperneq 11

Pressan - 06.05.1993, Qupperneq 11
F R E TT I R Fimmtudagurinn 6. maí 1993 PRESSAN 1 1 Kaupendur dvalarréttarsamninga suður í Portúgal Fá ekki afsal og hótað Qártapl ef þeir greiða ekki upp ERIK JENSEN Voru að íhuga að hætta að selja á Domino Do Solog selja þess ístað á Flórída. Svo virðist sem brögð séu að því að einstaklingar sem fjárfest hafa í portúgalska íbúðahótel- inu Domino Do Sol fái ekki afsal fyrir eignum sínum þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni. Auk þess stendur fólk nú frammi fyrir því að halda áfram að borga eða tapa ella þeim peningum sem það hefur lagt til verkefnisins. í síðustu PRESSU var um- fjöllun um Framtíðarferðir hf. og sölustarfsemi tengda dvalar- réttaríbúðum í Portúgal. f fram- haldi af því hefur mikill fjöldi fólks haft samband við blaðið og lýst aðstæðum sínum og skoðunum. Borgaði upp í fyrra- sumar en nefur ekki fengið afsal ennþá „Það er ljóst að það eru margir hlutir sem ekki passa inn í þessa mynd,“ sagði Sævar Lúðvíksson, sem keypti hlut í Domino Do Sol í júní síðasta sumar. Hann keypti eina viku á 330.000 krónur. Hann sagðist hafa lokið við að greiða þetta síðar um sumarið en ekki feng- ið neitt afsal í hendurnar þrátt fyrir að í samningnum segði að hann ætti að fá slíkt afsal þrem- ur mánuðum eftir lokagreiðslu. „Ég verð að játa það að ég varð hissa þegar ég sá að þetta var leiga til 99 ára. Eg sá hvergi á pappírunum að þetta væri leiga þegar ég skrifaði undir,“ sagði Sævar. Hann sagðist einnig hafa rekið sig á að ekki væri einfald- ur hlutur að leigja réttinn ef hann gæti ekki notað hann, eins og væri reyndin hjá sér nú. Hann væri þúinn að komast að því að nánast ómögulegt væri að nota skiptiréttinn í Banda- ríkjunum. „Ég vil þó taka ffarn að Domino Do Sol er glæsilegt hótel með ofboðslega skemmti- legum íbúðum." Mundirðu borga þetta verð i dag efþújjárfestir þarna? „Ég væri til í að greiða helrn- inginn af verðinu en ég vona að tiikoma EES lækki fargjöld," sagði Sævar. Hann sagðist helst vilja selja hlut sinn nú en sæi öll tormerki á því, þar sem fram- boðið væri mikið. I svipaðan streng tekur Ámi Bergmann, búsettur á Akur- eyri. Hann sagðist hafa beðið eftir afsali síðan í janúar og ný- lega ítrekað þessa kröfu sína. „Þegar þetta gekk í gegn úti stóð maður í þeirri trú að verið væri að kaupa fasteign. Nú les maður að þetta hafi bara verið dvalar- réttur,“ sagði Ami. Einn ánægður viðskiptavinur hafði þó samband. Var það Már Elísson verslunarmaður, sem keypti dvalarrétt í janúar úti á Kanaríeyjum. Þar keypti hann tvær vikur á 650 þúsund krónur og sagði að um væri að ræða fimm stjörnu „klassastað“ sem hann hefði grandskoðað. Fékk bréffrá Dom- ino Do Sol um að borga eða tapa ella því sem hann hefur greitt til þessa Þá hefur.blaðamaður upplýs- ingar frá öðrum kaupanda frá síðasta sumri, sem hætti að greiða í nóvember þegar að- stæður hans breyttust. Síðan hefur hann gert ítrekaðar til- raunir til að fá endurgreitt. „I póstinum í gær [þriðju- dag] kom bréf frá Portúgal sem reyndar var á íslensku,“ sagði þessi kaupandi, sem baðst und- an því að nafn hans kæmi fram. „Þar segir að ef ég greiði ekki innan fimmtán daga verði samningnum við Domino Do Sol rift og þeir haldi eftir öllum greiðslum sem þegar hafa bor- ist.“ Viðkomandi sagðist frekar eiga von á að hann mundi sætta sig við skellinn nú en að halda áfram að borga og reyna að selja síðar. Þá er rétt að geta þess að enn og aftur er kominn upp ágrein- ingur um hvort verið sé að selja fasteignir eða ekki. Viðskipta- vinirnir halda því ffarn að þeim hafi verið sagt það en Framtíð- arferðamenn neita því í dag. í' ljósi þess eru forvitnileg um- mæli sem höfð eru eftir Brynj- ólfi Sigurðssyni, sölustjóra Framtíðarferða, í Morgunblað- inu 23. mars síðastliðinn. Um- mælin voru í tengslum við ffétt um að samgönguráðuneytið væri að skoða Framtíðarferðir: „Við seljum fasteignir í Portú- gal. Málið snýst um það að fólk fjárfestir í hóteli í Portúgal og hefur búseturétt þar í ákveðnar vikur. Það fær afsal og er síðan þinglýstur íbúðareigandi með búseturétti. Þetta tiltekna hótel er innan RCI þannig að íbúðar- eigandinn verður sjálfkrafa fé- lagi í RCl, sem er alþjóðlegur fé- lagsskapur með höfuðstöðvar í London. Við sjáum ekki um að skipuleggja neinar ferðir eða panta gistingu eða neitt slíkt. Við rekum því ekki ferðaskrif- stofu.“ Nokkru síðar sóttu Framtíðarferðir um ferðaskrif- stofuleyfi. Sigurður Már Jónsson Fréttatilkynning norska neyt- endaráðsins. Norska neytendaráðið Gaf út viðvör- un vegna sölu á dvalarréttar- íbúðum PRESSAN hefur undir hönd- um fréttabréf frá norsku Neyt- endasamtökunum eða Neyt- endaráðinu sem gefið var út fyrr á árinu. Þar er beint mjög sterkri viðvörun til neytenda vegna „Time-share“-samninga, sem þeir segja varasama. Segir í tilkynningunni að fólk eigi ekki að skrifa undir slíka samninga fyrr en það viti nákvæmlega um réttindi og skyldur. Neytendaráðið hafi á síðustu mánuðum fengið marga slíka samninga í hendurnar frá von- sviknu fólki sem sér eftir því að hafa undirgengist vafasama samninga um dvalarrétt fyrir sunnan. Viðvörunin er sett fram í fjórum liðum: 1. Vondir samningar. Samningarnir nýta sér van- þekkingu kaupenda. Samning- arnir fela í sér margvíslegar fjár- hagslegar skyldur fyrir kaup- endur en fá réttindi. Það eru svo mörg vafaatriði þeim samfara að Neytendaráðið getur ekki annað en varað við þeim. 2. Óprúttin sölustarfsemi. Það er ljóst að þessi sölustarf- semi er mjög ýtin og gengur eins langt og unnt er í því að nýta sér ókunnugleika fólks. Margir láta undan söluáróðrin- um vegna þeirrar sálfræði sem þar er beitt. Hefur Neytenda- ráðið sterklega á tilfinningunni að margir skrifi undir án þess að vita hvað þeir eru að gera. 3. Ekki hagkvæmt. Neytendaráðið hefur fengið dæmi um hagkvæmni þessara kaupa. Það hefur dæmi um konu sem keypti tvær vikur fyr- ir fjórum árum. Hún borgaði fyrir það 900.000 krónur. Hún þurfti að borga um 45.000 krón- ur á ári í ýmsan kostnað. Auk þess þurfti hún að kaupa ferð fram og til baka á hverju ári á ákveðnum tíma. Þessi kona tel- ur að hún væri mun betur sett ef hún hefði keypt sér árlega ferð suður á hefðbundinn máta. 4. Óspennandi vara. Neytendaráðið telur að „Time Share“ sé ekki spennandi valkostur. Það sé í raun mun skynsamara að leggja peninga í banka en að „fjárfesta“ í þessum íbúðum. Að lokum ráðleggur Neyt- endaráðið fólki sem skrifað hef- ur undir samninga að greiða ekki meira inn á þá fyrr en það hafi fengið nánari upplýsingar. Fjórirfyrrverandi sölumenn með harðarásakanir Tllbúnir samningar notaðir til að lokka viðskiptavini I síðustu viku röktu tveir fyrrverandi sölumenn hjá Domino Do Sol hvernig sölu- starfsemin kæmi þeim fyrir sjónir. Það voru þeir Friðrik Brekkan og Ólafur Ragnars- son. Sögðu þeir að söluaðferð- irnar byggðust á margvíslegum blekkingum. Nú liggur fyrir framburður tveggja sölumanna í viðbót sem snúið hafa baki við þess- um söluaðferðum. Er hann í flestum atriðum samhljóða framburði Friðriks og Ólafs. Jón Pálsson starfaði suður í Portúgal frá 1. júní til 28. októ- ber á síðasta ári. Þá kom hann heim og var ætlunin að hann hæfi störf hér heima. Sagðist hann hafa hætt við það þegar hann sannfærðist um að vinnu- brögðin væru ekki í lagi. Sagð- ist hann í öllum atriðum styðja frásaghirTfiðriks óg ólafs’3 Gretar Harðarson Hugmyndin sniðug en virkar ekki sem skyldi. „Ég veit hvernig þetta fór í Vale Navio en þar var allt í kaldakoli eftir að yfirmaðurinn "s'takk af með alla peningana. Friðrik Brekkan Hætti vegna óánægju með söluaðferðir Síðar kom í Ijós að sumar íbúð- irnar á samningunum voru ekki til,“ sagði Jón. Hann sagð- ist einnig hafa orðið vár við áð ÓLAFUR RAGNARSS0N Segist hafa staðið lengi í þeirri trú að þeir væru að selja fast- eignir nöfn starfsmanna og ættingja þeirra hefðu verið hengd upp á töflu hjá Framtíðarferðum til 'að láta líta út fyrir að fleíri JÓN PÁLSS0N Látið líta út fyrir að fjöldi fólks hafi keypt sig inn í Domino Do Sol. samningar hefðu verið gerðir. Þetta hefur PRESSAN fengið staðfest hjá öðrum heimilda- mártni. ' ■ Gretar Harðarson sagðist hafa verið sölumaður á einum fjórum mismunandi stöðum í Portúgal, sem þó hefðu allir sérhæft sig í að selja dvalarrétt. „Ég skipti í fjórgang vegna þess að ég hélt að þetta væri betra annars staðar, þar til ég áttaði mig á því að þetta gekk ekki upp. Hugmyndin er sniðug en virkar ekki sem skyldi. Þetta sé ég betur í dag. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég var kominn heim og ætlaði að fara að starfa fyrir þá hér heima í Framtíðarferðum og átti með þeim fund. Það kom fram á þeim fúndi að til stæði að hætta að selja á Domino Do Sol og selja íbúðir á Flórída í staðinn. Þetta eitt segir manni að fyrir- tækið er ekki á vegum Domino Do Sol,“ sagði Gretar.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.