Pressan - 06.05.1993, Side 12

Pressan - 06.05.1993, Side 12
S KOÐA N I R 1 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 6. maí 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofurog auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Að semja af sér ritfrelsið Deilumál Maríu Guðmundsdóttur og Gullveigar Sæmunds- dóttur er á yfirborðinu tiltölulega einfalt. Tvær konur komu sér saman um að rita bók um ævi annarrar, en sú sem skrifað var um átti að fá að ráða hvað stæði í bókinni. Sú var í það minnsta niðurstaða dómarans í málinu. Nema hvað hið íyrirsjáanlega gerðist: þær voru ósammála um, ef ekki efnisatriði, þá stíl og frá- sagnarmáta. Það rifrildi magnaðist og með liðsinni dómstóla tókst Maríu að stöðva bókina. Gullveig situr hins vegar eftir með nokkurra mánaða vinnu í skúffunni hjá sér, vinnu sem dómstól- ar hafa í reynd bannað henni að nýta. Þetta mál endurspeglar það, hve íslenzk ævisagnaritun, eins og íslenzk blaðamennska, á sér vonda hefð. Hér er ekki gefin út sú ævisaga lifandi manns að hann ráði ekki hvað stendur í henni. Eina undantekningin frá þessu er bók Eiríks Jónssonar um Davíð Oddsson, virðingarverð tilraun sem misheppnaðist. í blaðamennsku er þetta eins. Sú hefð hefur myndazt, að þeir sem talað er við fái að lesa ummæli sín yfir og breyta þeim áður en þau birtast. Þetta er orðin mögnuð hefð, sem erfitt er að breyta, en lýsir sér meðal annars í því þegar notuð eru lýsingar- orðin „opinskár" eða „hreinskilinn“. Það þýðir að á prenti birtist meira af sannleikanum en íslenzkir lesendur eiga að venjast. í báðum tilfellum er þó verið að svíkja neytandann, þann sem les. Skrásetjari með sjálfsvirðingu veit að skyldur hans við les- andann eiga að taka öðru ffam. Hann á ekki að kunna sér annan ramma en þann sem lögin og almenn velsæmiskennd setja hon- um. Þessi svik koma líka þeirri hugsun að hjá viðmælandanum að með því að veita viðtal hafi hann tekið prentfrelsið af skrifar- anum. Það er ekki ýkja langt síðan blaðamaður við þetta blað átti í langri rimmu við ráðherra sem heimtaði að fá að velja fyrirsögn á viðtal við sig og breyta inngangi blaðamanns. Það tíðkast á góðum fjölmiðlum, sagði ráðherrann. Gullveig Sæmundsdóttir er fórnarlamb þessarar hefðar. Henni þótti ekki óeðlilegt að María Guðmundsdóttir hefði síð- asta orðið um hvað stæði í ævisögu hennar, enda hefð fyrir því og samkomulagið áreiðanlega gott þegar samningurinn var gerður. Þar með samdi hún hins vegar af sér ritfrelsið. Þeir, sem enn langar að vita meira um ævi Maríu Guðmundsdóttur og annarra heldur en þau vilja láta uppi, hljóta að vona að aðrir var- ist þetta víti og skrifi upp á eigin ábyrgð. Fyrir lesendur, en ekki viðmælendur. Ritstjóraskipti Sú breyting hefur orðið á ritstjórn PRESSUNNAR að Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem ritstjóri. Fyrrum vinnufélagar vilja nota þetta tækifæri og þakka honum gott og lærdómsríkt samstarf. Án atorku hans og hugmyndaríkis væri PRESSAN ekki orðin það sem hún er. Við óskum honum vel- famaðar á nýjum starfsvettvangi. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Einar Örn Benediktsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Flafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigríður H. Gunnarsdóttirpróforko/esori.Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Ráðherrann og smábátarnir Sjór og trillur hafa lagt til efniviðinn í léttvægar deilur á stjórnarheimilinu síðustu vikur. Ágreiningurinn var fróðlegur fyrir þá sök, að hann stóð ekki milli flokkanna, heldur voru nokkrir þingmenn stjörnarliðs- ins andstæðir hugmyndum sem komu frá margffægri Tvíhötða- nefnd, og forystumenn flokk- anna höfðu blessað í bak og fyr- ir. Lyktir urðu einsog allir þekkja: Þorsteinn Pálsson treysti sér ekki til að leggja fram hugmyndir Tvíhöfða að nýrri sjávarútvegsstefnu, en ætlar að bíða hausts. Ákvörðun ráðherrans var af- ar merkileg með hliðsjón af því, að lengi vel hélt hann því að fjölmiðlum, að málið hnyti á því, að einn kall í þingliði Al- þýðuflokksins væri á móti trillukafla tillagnanna. Þetta þuldi ráðherrann í síbylju í öll- um fréttatímum fjölmiðlanna um nokkurra daga skeið. Einsog þjóð veit, þá hefur stjórnarliðið tíu manna meiri- hluta á þingi. Ef staðhæfingar ráðherrans byggðust á öðru en óskhyggju, þá hefði skeggjaður þingflokksformaður jafnaðar-' manna aldrei getað lagt ráð- herrann að velli; hið eina at- kvæði hans hefði þá engu breytt um að félagi Þorsteinn hefði drjúgan meirihluta fyrir öllu gumsinu. Mat Þorsteins varð hins vegar það, að óráðlegt væri að leggja málið ffarn. Fyrir því geta tæpast verið nemá tvær ástæður. Ráðherr- ann kann að hafa vitað, að and- staðan var miklu meiri innan stjórnarliðsins við hugmyndir um skerðingu trilluveiðanna en hann sjálfur lét ítrekað uppi í fjölmiðlum. I því tilviki hlýtur þá ráðherrann að hafa talað gegn betri vitund þegar hann tiltók fyrirvara eins þingmanns Alþýðuflokksins sem ástæðu þess að málið kom ekki fram. Hitt kann líka að vera, að ráð- ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON herrann hafi einfaldlega haft takmarkaðan áhuga á því að til- » lögur að breyttri sjávarútvegs- stefhu kæmu ffam. Það er með ráðherrana eins- og hin æðstu máttarvöld, — vegir þeirra eru gjarnan órann- sakanlegir. Það birtist til dæmis í því, að Þorsteinn Pálsson lét það ítrekað uppi að í rauninni væri það smáræði, sem menn toguðust á um í tengslum við trillurnar. Sjálfur kvað hann það ekki nema meiru en 1-2% af heildaráfla landsmanna. Fyrir- vari eins manns í þingliði ann- ars stjórnarflokkanna við þetta lítilræði var þó nóg til að ráð- herrann brast — að eigin sögn — kjark til að leggja málið fram. Lýsir sú afstaða djúpri sannfæringu fyrir málinu? Til gamans má rifja það upp, að meðan Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra, þá lagði hann fram afdrifarík frumvörp að breyttri stefnu urn fiskveiðar án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir afstöðu allra stjórnarliðanna. Aust- fjarðabersi hafði hins vegar burði til að slást fýrir sínum málum, án þess að sannfæring sérhvers stjórnarliða væri járn- uð í bak og fýrir áður en málið kæmi fyrir þingið. Sjávarútvegsráðherra hélt því lengi vel ffam, að málið strand- aði á afstöðu eins þingmanns Alþýðuflokksins. Þannig var því með röngu haldið að þjóðinni að jafnaðarmenn hefðu jarðað málið að sinni: Alþýðuflokkur- inn var gerður að sökudólgi. Þetta er hins vegar fjarri öllu lagi. Báðir þingflokkar stjórnar- liðsins afgreiddu málið með ná- „Ef staðhœfingar ráðherrans byggðust á öðru en óskhyggju, þá hefði skeggjaðurþingflokksformaður jafnaðarmanna aldrei getað lagt ráðherrann að velli; hið eina atkvœði hans hefði þá engu breytt um aðfélagi Þorsteinn hefði drjúgan meirihluta fyrir öllu gumsinu. “ kvæmlega sama hætti. Þeir samþykktu að frumvörpin kæmu fram, en einstakir þing- menn í báðum flokkum höfðu fyrirvara um tiltekna þætti. Hjá Alþýðuflokknum lutu hinir formlegu fyrirvarar ein- ungis að smábátakafla frum- varpanna. Að minnsta kosti þrír þingmenn gerðu sterka fyrir- vara um hann, og fleiri létu uppi samúð með þeirri skoðun. Um Sjálfstæðisflokkinn gegndi öðru máli. Auk þess sem þingmenn flokksins höfðu fyrirvara um trillurnar, þá hafa tveir þing- menn flokksins, þar af annar sem sæti á í sjávarútvegsnefnd þingsins, gert sterka fyrirvara við mikilvægari grunnþætti en trillurnar einar. En hvers vegna vilja menn verja trillur? Nú er það svo, að þeir, sem gerðu fyrirvara við smábátakaflann, lýstu sig fusa til samkomulags, sem fólst í því að skerða allverulega sókn smá- báta, meðal annars með því að fækka sóknardögum yfir sum- arið, þegar best aflast. Þetta til- boð var sett ffarn til að ná burt þeim þætti í málamiðlunartil- lögu ráðherrans, sem fól í sér heildarþak á afla trilluflotans. Andstæðingar þaksins töldu, að með því væri trillum stefht út í sókn í ótrygg veður, — og líkur á sjóslysum ykjust. Nóg er víst samt, þó þingið fari ekki að asn- ast til að setja enn vitlausari reglur en eru þegar í gildi. Það liggur líka fyrir frá starfs- manni Tvíhöfðanefndar, að tilluafli skapar þrefalt fleiri störf en sambærilegur afli af togur- um. Hvaða hagfræði segir þá, að á tímum vaxandi atvinnu- leysis sé rétt að þrengja óhóflega kost smábáta?_______________ Höfundur er formaður þing- flokks Alþýðuflokksins ÁLIT SIORÍÐUR guðmundurvignir sturlaugur linda björn ÓLAFSDÓTTIR ÓSKARSSON ALBERTSSON VILHJÁLMSDÓTTIR ÞÓRHALLSSON Hugsanleg sameining ASÍ ogBSRB Sigríður Ólafsdóttir, bif- reiðastjóri hjá hreinsunar- deild: „Þessu er ekki auðsvarað. Kost- urinn væri að sameinuð hlyt- um við að vera sterkari. Gallinn er að Alþýðusambandið er ansi stórt batterí. Ég hef verið á þingum ASÍ og finnst þau oft þung í vöfum og samstaða oft ekki nægileg þar innan og spurning hvort svona samein- ing myndi ekki bara auka á vandann. Þessi samtök eru ólík að mörgu leyti, ég nefni t.d. líf- eyrismálin, þar sem BSRB hef- ur ýmsar tryggingar sem okkur langar að ná í. 1 launamálum eigum við samleið, það er ljóst, en það er ýmislegt í veginum varðandi réttindamálin. Þetta er ekki nokkuð sem gengur einn, tveir og þrír, en eðlilegt er að skoða möguleikann og þá verður að gera ráð fyrir því að það taki nokkur ár að koma slíku í gegn.“ Guðmundur Vignir Óskars- son, formaður Landssam- bands slökkviliðsmanna: „Ég tel að rétt sé að setja það fram sem markmið að ein heildarsamtök verði fyrir alla Iaunamenn. En í dag tel ég að verulega vanti upp á þær for- sendur sem verða að vera til staðar til að slíkt geti orðið. Má þar vitna til yfirstandandi kjarasamningaviðræðna, þar sem afar erfiðlega hefur gengið að stilla saman ólíka hagsmuni launamanna. Ég tel með öðr- um orðum að hugmyndin sé af hinu góða, en í dag stöndum við í þeim sporum að glíman er hörð og hagsmunir ólíkir.“ Sturlaugur Albertsson, sjó- og verkamaður: „Forysta verkalýðshreyfingar- innar verður að sameinast vegna þeirrar varnarbaráttu sem ffamundan er og þetta er liður í því. Hreyfingin þarf á uppstokkun og endurskipu- lagningu að halda, bæði ASI og BSRB eru í mikilli kreppu. Við erum í vörn og verðum það að óbreyttu næstu árin. Samein- ing gæti komið í veg fyrir til dæmis það sem gerðist um ára- mótin; þegar samningsstaða ASÍ hrundi við að verkfallsboð- un BSRB klúðraðist. Á hinn bóginn er því ekki að neita að ólíkir hagsmunir standa nokk- uð í vegi fyrir sameiningu.“ Linda Vilhjálmsdóttir sjúkraliði: „Mér líst illa á þá hugmynd. Við sjúkraliðar erum með mjög nýtt stéttarfélag, það eru tvö ár síðan við gengum úr bæjar- starfsmannafélögunum og þar áttum við off erfitt uppdráttar vegna þess hve við vorum fjöl- mennur hópur. Okkur var ým- ist beitt fyrir félögin í aðgerðum eða okkur fórnað í samningum vegna fjölmennis. I öðru lagi virðast rótgróin félög með sterka og reynda forystumenn eiga nógu erfitt með að standa gegn straumnum í svona stór- um samtökum eins og ASÍ. f þriðja lagi er skrítið að ASÍ-for- ystan skuli nefna þetta núna þegar allt er siglt í strand í samningunum, eftir að hafa svo að segja setið eináð samn- 4db 6c^ Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, hefur viðrað þá hugmynd sem raunhxfan möguleika að Alþýðusambandið og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja renni saman í eina heild. ingamálum frá því um áramót- in, utan að gefa BSRB stundum upplýsingar um þróun mála.“ Björn Þórhallsson, fyrrver- andi varaforseti ASÍ: „Mér er þetta eins á móti geði og nokkuð getur verið. Satt að segja hafa opinberir starfs- menn haft svo mörgum sinn- um betri stöðu en við aumingj- arnir í almennu verkalýðs- hreyfingunni, að það er langt ffá öllu réttlæti. Nægir að nefna lífeyrismálin. Sameining gæti þó tekist með einum hætti; að þeir myndu sætta sig við það sem venjulegt verkafólk þarf að sætta sig við.“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.