Pressan - 06.05.1993, Síða 21

Pressan - 06.05.1993, Síða 21
í VONDUM MÁLUM Fimmtudagurinn 6. maí 1993 PXESSAN 21 Hæstiréttur orðinn íhaldssam- ari en áður og uppgangur heit- trúaðra á valdadögum Ronalds Reagans og Bush hefur aukið þrýstinginn á afturhvarf til gömlu daganna. Kjósendur eru þverklofnir í afstöðu sinni til samkyn- hneigðra, rétt eins og þeir voru til blökkumanna, en það er auð- veldara að verja málstaðinn nú. Það var erfitt að mótmæla rétt- indum fólks með vísan til litar- háttar þess, en um samkyn- hneigð gegnir allt öðru máli, sérstaklega í landi með sterkar púritanskar hefðir. Stórum hluta kjósenda nægir að fletta upp í Biblíunni til að komast að þeirri niðurstöðu að samkyn- hneigð sé synd. Aðrir h'ta á hana sem sjúkdóm sem megi og eigi að lækna. Enn aðrir tala urn „lífsstíT, sem fer í taugarnar á þeim, og ætlast til þess að fólk breyti einfaldlega háttum sín- um. í slíku andrúmslofti getur reynst erfitt að ná fram alvöru- úrbótum í mannréttindamálum homma og lesbía, svo sem því að samkynhneigð „hjón“ njóti sömu réttinda og viðurkenning- ar og gagnkynhneigð. Sérstak- lega þegar í Hvíta húsinu situr forseti sem ítrekað hefur sýnt að honum er fátt betur gefið en að reyna að hugnast öllum í við- kvæmum málum. Ritstjórí beitir blaði sínu Þó er líklega óhætt að slá föstu að pólitísk áhrif homma og lesbía séu komin til að vera. Það eitt, að forsetinn skuli eiga fund með þeim, er bylting á fá- einum árum. Ronald Reagan og hans lið hefðu líklega lamið Biblíunni í hausinn á hverjum þeim sem hefði látið sér detta slíkt í hug. Hommar og lesbíur eiga sér líka sterkari talsmenn en áður og á áhrifameiri stöðum. Einn mesti fengur þeirra á síðari ár- um er ritstjóri tímaritsins The New Republic, áhrifamesta pól- itíska tímarits Bandaríkjanna. Sá heitir Andrew Sullivan, þrí- tugur Harvard-menntaður Breti, íhaldsmaður og hommi. Hann hefur ekki einasta beitt sér og tímaritinu einarðlega í mannréttindamálum samkyn- hneigðra, heldur er hann sjálfur orðinn hluti af „kerfinu“ og hef- ur náð viðurkenningu sem slík- ur. Menn eins og Sullivan munu tryggja að deilan um réttindi samkynhneigðra verður ofar- lega á dagskrá bandarískra stjórnmála næstu árin. Hörð átök hafa átt sér stað í einstök- um fylkjum, svo sem Oregon, þar sem smábær einfaldlega bannaði samkynhneigð innan bæjarmarkanna, og í Minnes- ota, þar sem samkynhneigðir (og tvíkynhneigðir og kynsldpt- ingar) fengu nýlega jafnrétti að lögum á við aðra. Slík átök geta á endanum reynst Clinton og demókrötum vel, sem hefur gerzt áður þegar málflutningur heittrúarvængs repúblikana- flokksins hrakti hófsamari kjós- endur hans í burtu. Karl Th. Birgisson Bob Hattoy Sérstakur tengiliður forset- ans við samtök homma og lesbía. Ráttarhöld hafin íBCCI-málinu íNewYork Fyrirmenn í fjármálasvindli Tveir valdamestu lögmenn Bandaríkjanna sjá fram á nokkurra ára fangelsi að afloknum réttarhöldum í einum anga BCCI- málsins. góðgerðarstofnunum sem byggðu skóla, heilsugæslu- stöðvar og menningarmið- stöðvar víðs vega um heiminn og naut til þess liðsinnis nafn- kunnra leiðtoga á borð við James Callaghan og Jimmy Carter. Abedi er dularfullur maður og lýsti einu sinni muninum á BCCI og vestrænum bönkum svona: „Vestrænir bankar ein- beita sér að því sýnilega, en við leggjum áherslu á hið ósýni- lega.“ Þetta átti eftir að rætast, því helstu viðskiptavinir hans voru karakterar sem þoldu varla dagsins ljós. Það er nefnilega varla til sá alþjóðlegur glæpamaður sem ekki var með viðskipti sín hjá BCCI. Það var þægilegt af tveimur ástæðum: bankinn var með útibú um allan heim og var heldur ekki þekktur fyrir að forvitnast of mikið um undar- legt fjárstreymi í gegnum reikninga viðskiptavina. Bank- inn var miklu frekar hjálplegur; enginn banki „þvoði“ jafhmik- ið af óhreinum peningum sem Fyrir skömntu var tekinn fyrir í réttarsal á Manhattan- eyju einn merkilegasti anginn af stærsta fjársvikamáli aldar- innar, máli Bank of Commerce and Credit International (BCCI). Þar voru dregnir fýrir rétt öldungurinn Clark Clif- ford og skjólstæðingur hans og félagi, lögmaðurinn Robert Altman. Báðir eru þeir með stærri nöfnum í bandarískri yfirstétt, Clifford sem stjórn- málamaður og einkaráðgjafi margra forseta og Altman sem undrabarn og gulldrengur í fjármálaheiminum. Þeir eiga yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisdóm fyrir brot á bankalögum, svik og pretti sem teygja anga sína um allan heim. Afi demókrata- flokksins Clark Clifford mætti reyndar ekki í réttarsalinn, enda 86 ára gamall og nýkominn úr hjarta- uppskurði. Saksóknarinn í málinu, Robert Morgenthau, sem sjálfur er 73 ára, segist þó ætla að fá gamla manninn fyrir rétt um leið og aðstæður leyfa, hvað sem það kostar. Clifford er enginn venjulegur sakborn- ingur. Hann var varnarmála- ráðherra í tíð Lyndons John- sons og hefur verið náinn ráð- gjafi allra forseta demókrata frá því Harry Truman var og hét. Á eyðimerkurgöngu demó- krataflokksins frá 1968 (sem valdatíð Jimmy Carters breytti engu um) var Clifford „afi“ flokksins, valdamikill lög- maður með þræði um alla stjórnsýsluna og fjármálaheim- inn. Líklega má fullyrða að enginn demókrati hafi verið áhrifameiri í Washington sam- fellt síðasta aldarfjórðung. Viðbrögðin við kæru á hendur honum voru enda eftir því. Pamela Harriman, ný- skipuð sendiherra Bandaríkj- anna í París, og svipað fólk úr sömu kreðsum sendi Morgent- hau bréf til að votta um heiðar- leika og heilindi Cliffords. Harriman er einn af skjólstæð- ingum Cliffords eins og reynd- ar flestir sem einhvers mega sín í eldri kynslóð demókrata. En karaktervottorð flokksfélaga dugðu skammt; til þess var málið of umsvifamikið og að því er virðist of vel undirbyggt af hálfu saksóknara. Pakistani kaupir banka Þeir Clifford og Altman ráku stóran banka, First American Bank, í Washington og er gefið að sök að hafa leyft mönnum tengdum BCCI að eignast meirihluta í bankanum án vit- undar bandaríska bankaeftir- litsins og í trássi við bankalög- gjöfina. Greiðslan til þeirra er sögð hafa verið í formi láns, sem þeir fengu frá BCCI- mönnum til að kaupa hlutabréf í bankanum, en voru svo keypt aftur af þeim á mun hærra verði. Sem sagt mútur. Félagsskapurinn var enda ekki gæfulegur. Stofnandi og einn aðaleigandi BCCI var Ag- ha Hasan Abedi, Pakistani með brezkan ríkisborgararétt og skrautlegan feril sem sagðist ætla að búa til banka á heims- mælikvarða og láta hann þjóna þörfum þriðja heimsins. í kringUm bankann hlóð hann (iiiNsit/nmn: PUESIDENT .fl' > .fcf ri J AMEMOIR OIjARK CLÍFPORI) wni iuciiAiiimoi.iiiiooki: RobertAltman Súperlögmaður í heldur vafasömum félagsskap. þurfti að koma undan á þægi- legan hátt. Á þeim lista eru meðal annarra Medellín-eitur- lyfjahringurinn, hryðjuverka- maðurinn Abu Nidal og Manuel Noriega. Trausti rúinn Árið 1977 beindi Abedi sjón- um að fyrrum fjárlagastjóra Carters, Bert Lance, sem þurfti að segja af sér vegna íjár- málahneykslis. Lance átti banka í Georgíu, National Bank of Georgia, sárvantaði peninga og vildi selja. Abedi kom Lance í samband við Ghaith Phara- on, sem keypti bankann snar- lega, en reyndist vera leppur fýrir BCCI. Svipuðum aðferð- um beitti BCCI gagnvart First American Bank, nema hvað þar voru lepparnir nokkrir og Clifford og Áltman áttu ekki bankann. Múturnar, sem þeir eru sakaðir um að hafa þegið, skipta tugum milljóna Banda- ríkjadala. Þeir félagar eru líka sakaðir um að hafa logið að bankaeftir- litinu, aðspuröir um hvernig væri háttað tengslum BCCI við bankann. Þá sögðu þeir BCCI ekkert eiga í bankanum, en ýmislegt bendir til að það hafi ekki verið beinlínis sannleikan- um samkvæmt. Ogþað er einmitt trúverðug- leiki Clarks Cliffords sem er ein þungamiðjan í þessu máli. Þeir eru margir sem eiga erfitt með að trúa beinum ósannindum upp á gamla höfðingjann. Clif- ford notar þetta óspart sjálfum sér til tekna. „Orð mín hafa RobertMorgenthau Saksóknarinn á Manhattan sem ætlar að fá Clifford fyr- irrétt, þóttþað verði hans síðasta verk. verið tekin trúanleg hér í ára- raðir,“ sagði hann við nefnd Bandaríkjaþings sem rannsak- aði BCCI. „Ég bið ykkur að gera slíkt hið sama.“ Það hefur farið minna fyrir Robert Altman opinberlega, en hann er eins konar uppeldis- sonur Cliffords og hefur malað gull sem lögmaður bæði á eigin hæfileikum og tengslum gamla mannsins inn í valdakerfið. í félagslífi elítunnar eru engin samkvæmi rómaðri en þau sem Altman heldur ásamt eig- inkonu sinni, leikkonunni Lindu Blair, sem reyndar hef- ur alltaf vakið meiri athygli fyr- ir glæsileika en leikhæfileika. Hátt fall og hratt Orðstír Cliffords hefur beðið CLARKCLIFFORD Ráðgjafi og einkavinur flestra Bandaríkjaforseta, en sér nú fram á ströng réttarhöld, hálfníræður að aldri. óbætanlegan hnekki. Það kom bezt í ljós haustið 1991 þegar hann gaf út endurminningar sínar. Sú bók er ein glæsisaga ungs manns sem varð strax innsti koppur í búri demó- krata, spilaði póker við Tru- man á lestarferðum, neitaði ráðherrastöðu hjá John F. Kennedy, en var náinn einka- ráðgjafi hans, varð varnarmála- ráðherra Johnsons, en umfram allt manns sem varð smám saman sá sem hafði alla þræði flokksins í höfuðborginni í hendi sér. Vel skrifuð bók og hefði átt að rjúka út meðal þeirra sem áhuga hafa á bandarískri sögu og stjórnmálum. Nema hvað BCCI- málið kom upp nokkr- um vikum áður en bókin kom úr prentun og hennar varð ekki vart á metsölulistum. Það um- fram annað lýsir hröðu og háu falli manns sem lét peninga- og valdafíknina draga sig í ógöng- ur, þótt hann hefði fyrir löngu orðið sér úti um yfrið nóg af hvoru tveggja._____________ Karl Th. Birgisson Bertolucci með stórmynd ítalski leikstjórinn Bernardo Bertolucci ernú langt kominn við gerð nýrrar stórmyndar, Littie Buddha, sem ráðgert er að frum- sýna vestanhafs siðla árs. Með aðalhlutverk í myndinni fersá fjallmyndarlegi Keanu Reeves, sem meðal annars lék I myndinni My Own Private Idaho. Little Buddha segir frá ungum hjónum, Bridget Fonda og Chris Isaak, sem komast að raun um að sonur þeirra er liklegast endurholdgaður búddaprestur afhærri gráð- um. Saman við söguna er fléttað goðsagnarkenndri frásögn af prinsinum Siddhartha, sem leikinn er af Reeves. Ótrúlegur fjöldi leikara og kvikmyndatökufólks hefur lagt hönd á plóginn við gerð þessarar nýjustu stórmyndar Bertoluccis, en hann fékk sem kunnugt er Óskarsverðlaunin árið 1987 fyrir hina mikilfenglegu mynd sína The Last Emperor. Little Buddha var tekin í Nepal að - fengnu samþykki Dalais Lama, andlegs leiðtoga búddatrúar- manna. Mynd Bertoluccis þykir lofa mjög góðu og bandariska tímaritið Entertainment álitur að hérséá ferð ein „mest töfr- andi" mynd ársins. Holiywoodstjörnur horfa í aurinn Það er greinilegt að það er ekki lúxuslifnaðinum fyrir að fara hjá öllum kvikmyndastjörnunum í Hollywood, enda þótt peningarn- ir geti varla beinlínis verið vandamál. Æ fleiri leikarar eru farnir að leggja leið sína I sænsku IKEA- stórverslunina, sem er staðsett örstuttfrá Walt Disney, Universal- og NBC-kvikmyndaverunum í Burbank i Kaliforníu, en verslunin sú hefur hingað til fremur laðað að sérþá sem minna hafa umleikis. Meðal þeirra sem sést hefur til íIKEA i verslunarerindum eru Kevin Costner, sem sýndi~ húsgögnunum sérstakan áhuga, og Whoopi Coldberg, sem gekk skrefi lengra og keypti sér heimilislegan sænskan hægindasófa. Farrah Fawcett varsvo ánægð með sölumanninn sem aðstoðaði hana í sænsku stór- versluninni að hún keypti þar mynda- ramma og gafmann- inurh áritaða mynd af sjálfri sér. Og Tom Hanks sleppti gjörsam- lega fram afsér beislinu þar á dögunum og hljóp á milli hæða með innkaupa- körfuna á undan sér. Hegðan leikarans kom nokkuð á óvart og veltu margir vöngum yfirþví hvort hann hefði skyndilega fengið útrás fyrir barnið i sjálf- um sér, eða þá aðeins verið að rifja upp hlut- verk sitt í myndinni Big. Draumórar kvenna í sjónvarpsþætti Imyndunarafli Bandaríkjamanna eru fá takmörk sett en nýjasta hugarafkvæmi þeirra er sjónvarpsþáttur sem sýnirýmsar útfærslur á draumórum kvenna. Þátturinn heitir Zalman King's RedShoe Diaries og hef- ur hlotið fádæmagóðar viðtökur meðal kvenna vestanhafs. Tekur hver einstakur þáttur fyrir nýja sögu sem byggist á kynórum konu sem svarar ímynduðum einkamáladálki. Framleiðendur andmæla öllum ásökunum um klámfengi og fullyrða að einungis sé um erótík að ræða. Rök þeirra felast íþviað karlmönnum bregði aldrei fyrir í allri sinni nekt jafnvel þótt leikkonur þáttanna fái að vera á evu- klæðum. Nancy Friday, höfundur met- sölubókarinnar Women On Top, about women's sexual fantasies, fagnar tilkomu þáttanna og seg- irþá opna umræðu og auka hugarflug bandarískra kvenn’a í kynlifi. Fjöldi fólks er á öndverð- um meiði og telur þættina til _ marks um að nú fái klám að vaða uppi inni á heimilum fólks án þess að nokkur fái rönd við reist. Hvað sem öðru líður streyma bréf, sem innihalda sög- ur um kynóra kvenna, í tugatali til framleiðenda þáttanna og virðist ekkert lát ætla að verða - á. Zaiman King, höfundur hand- rita sem jafnframt skrifaði 9 1/2 Weeks og Witd Orchid, segir að nóg sé til afefni fyrirliggjandi í þá þætti sem enn bíða fram- leiðslu.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.