Pressan - 06.05.1993, Page 23

Pressan - 06.05.1993, Page 23
NEYTENDAMAL Fimmtudagurinn 6. maí 1993 PKfSSAN 23 ÞVERSKURÐUR BARMENNINGAR Á ÍSLANDI Það var miklum vandkvæðum bundið að koma þessu korti á koppinn. Einsog sést vildu barirnir allir skora í bláhornið vinstra megin. Hvað skverið varð- ar má segja að Mímisbar hafi lent á stönginni og Sólon íslandus skjóti framhjá. Það sem gerir Keisarann meira hipp en Glaumbar er að það er lifsreynsla að fara inná Keisarann! Maður gengur að engu sem gefnu þar inni. Stóra spurningin er: Hver slapp síðast út afHrauninu?Aftur á móti er betra að fara á Glaumbar til að hitta virka íþróttamenn sem drekka gin og tónik, velta sér upp úr fegurðarsamkeppnum og bera Ijósakort írassvasanum. Þeir finnast ekki iðka dansmennt uppi á 22 eða niðri í Rósenberg. En síðan hafa gestir Rósenberg — sem eru á móti ríkisstjórninni og hyggja á flug inn í framtíðina á Visa- og Júró-töfrateppum — ekki þá lífsreynslu sem þarftil að setjast niður inná Romance og röfla á tvöföldum hraða. BARIRNIR í BÆNUM Þvílfkur munur að hafa alla þessa bari að hverfa til þegar dægrastytting er annars veg- ar, eða ætti að nota næturlenging. Fjöldinn — ekki fjölbreytnin — í fyrirrúmi, og við nánari athugun kemur í ljós að það er ekki frumleika fyrir að fara þegar skemmtana- hald er annars vegar. Vilja íslendingar bara fá sitt með sem fæstum tálbeitum og minnstum tilþrifum? Samt virðast kynlífs- kynningarbæklingar með upplýsingum um 68 nýjar stellingar seljast best. Hvernig má það vera að flestir barir stíli uppá sama kúnnahópinn? Getur það verið að vertarnir séu haldnir ranghugmyndum um hvernig drykkjuhola eigi að líta út? Á hún bara að vera stílíseruð framlenging á stofunni heima mínus börnin? Eða líta út einsog bar á austurrísku skíðahóteli með fjöldasöng og jóðli? Er sjálfsímynd okkar byggð á því að við viljum bara ennþá fá okk- ar hamsa, vodkakók og lýsi? Sönnun fyrir því að flestar drykkjuholur líta eins út er þetta hvimleiða ráp íslendinga milli bara í leit að gleðinni. Svo virðist sem barirnir séu svo áþekkir í útliti að fólk fari baravillt og muni ekki stundinni lengur hvaðan það var að koma eða hvert það er að fara. Og síðan snýst þetta ráp uppí meting og enginn virð- ist maður með mönnum nema hafa tekist að kanna að minnsta kosti fimm bari fyrir þrjú og vera ennþá standandi. Eina sem hægt er að segja á þessu stigi er: „Gus“ sé lof fyrir þennan aukaafgreiðslutíma því nú lengist ..... ráptími íslend- inga um gleð- innar dyr. POPP FIMMTUDAGURINN 6. MAÍ • Hlunkarnir eru hressir og kátir trúbadorar, eða segjast vera það. Þeir spila á Plúsn- um. • Bogomil Font og Millj- ónamæringarnir eru enn jafnsólgnir í kvenfólk. Þeir eru nú loks komnir í haust- haminn eftir að hafa verið í sumarstuði um tíma. Gaukur á Stöng bíður þeirra. • Haraldur Reynisson trúbador hefur tekið sér ból- festu á Fógetanum. FOSTUDAGURINN 7. MAÍ • Gal í Leó endurtaka sig á Plúsnum frá síðasta laugar- dagskvöldi. Kvenfólk fær frítt inn en allir aðrir óvæntan glaðning. • Hermann Ingi fetar í fót- spor Haralds á Fógetanum. • Dansbandið er hljómsveit sem ku hafa verið vinsæl meðan Snekkjan í Hafnarfirði var og hét. Það er farið að slá í þá en takturinn heldur sér enn. Sveitina skipa Sveinn Guðjónsson, Halldór Olgeirs- son, Gunnar Þór Jónsson og Páll E. Pálsson. • Neistar og Hjördís Geirs- dóttir og Hrókar verða væntanlega með sveitaballs- stemmningu á Hótel (slandi. Þar er harmonikkuhátíð í kvöld og mikiðfjör. • Karaoke-keppni fjölmiðl- anna verður á Tveimur vin- um í kvöld. Þeir sem áhuga hafa á að sjá athyglissjúkt fólk í ham drífi sig á Tvo vini. • Blúsbrot raðar brotunum saman á Blúsbarnum um helgina. Vignir Daða og fé- lagar eru í góðu formi. • Magnús Einarsson er ein- hver besti gítaristinn af þeim trúbadorum sem ganga laus- ir. Hann verður á Feita dvergnum framyfir helgi. • KK-band skemmtir þeim gestum Ömmu Lú sem vilja fá sér þríréttaða máltið á 1993 krónur. LAUGAR DAG U RIN N I 8. MAÍ • Rokkabillíband Reykja- víkur leikur rokkabillí á Plúsnum og enn og aftur er frítt inn fyrir kvenfólk. Það verður þá ekkert nema kven- fólká Plúsnum. • Rúnar Þór og hljómsveit í Firðinum í kvöld. • Guðmundur Rúnar, trúbadorog listamaður, er hafnfirskur og verður á sínum heimabar í Hafnarfirði, nánar tiltekið Nillabar. • Geirmundur Valtýsson er enn í syngjandi sveiflu á Hót- el íslandi. Ætli hann sé ekki kominn með fína maga- vöðva? • Blúsbrot heldur áfram að tína upp brotin á Blúsbarn- um; þar sem fullorðna ást- fangna fólkið er. • Hermann Ingi frá Lyngi á Fógetanum sem fyrr. • Magnús Einarsson, fána- beri Rásar 2 og langskóla- genginn trúbador, á dvergn- um feita. SUNNUDAGURINN 9. MAÍ • Jet Black Joe verður í hörkupartíi á Gauk á Stöng ásamt Levi's-liði. Partíið hefst snemma og endar seint, og það meira að segja á sunnu- dagskveldi. • Haraldur Reynisson fer nú í föt Hermanns á Fógetan- um. • Magnús Einarsson Það fara fáir í fötin hans. Hann verður síðasta sinni að sinni á Feita dvergnum. SVEITABÖLL FOSTUDAGURINN 7. MAÍ • Sjallinn, Akureyri: Bog- omil Font og hinir hommarn- ir heilla skvísurnar. Sjallakráin oþin, sem þýðir að það er ókeypis inn. • Vagninn, Flateyri: Rúnar Júl og Cuba Libre leika á besta staðnum á landinu, þeim hinum sama og KK- band hélt útgáfutónleika sína á. • Við félagarnir, Vest- mannaeyjum fáum í heim- sókn Svartan pipar, enda tími til kominn. Það er óþolandi að hafa bara salt. • Sjallinn, (safirði fær til sín pena, velklædda drengi úr Nýdanskri, sem kunna ekkert með stóla að fara. • Gjáin, Selfossi: Rúnar Þór og félagar taka rispu. LAUGAR DAG U RIN N I 8. MAÍ • Hótel Akranes: Stjórnin lemur á strengi, ber á tromm- ur og þenur raddbönd. • Vagninn, Flateyri: Rúnar Cuba Libre sjálfsagt aldrei betri, enda á besta vertshúsi landsins. • Sjallinn, Akureyri: Bog- omil Font og Millarnir aftur og Sjallakráin ennþá opin. • Hótel Selfoss: Skemmtun Labba í Mánum er svo vinsæl að ákveðið hefur verið að endurtaka hana í kvöld og næsta laugardagskvöld. Geiri Valtýs má fara að vara sig! • Við félagarnir, Vest- mannaeyjum: Svartur pipar kemur Eyjapeyjunum til að hnerra, enda mikið kvef að ganga íEyjum. • Sjallinn, (safirði: Nýdansk- irenn á ný. • Gjáin, Selfossi: Hljómsveit Stefáns Pé flugmanns skemmtir.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.