Pressan - 06.05.1993, Side 26

Pressan - 06.05.1993, Side 26
BÆKUR 8í BIT 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 6. maí 1993 BÍÓIN HÁSKÓLAB ÍÓ Jennifer er næst Jennifer eight ★★ Það má hafa gam- an af smartri kvikmyndatöku, trixum til að gabba áhorfend- ur og Hitchcock-andrúminu í myndinni. Gallinn er hins vegar sá að sagan er nánast út í hött. Flodder í Ameríku Flodder in i Amerika ★ Hollenskur imba- kassi í bíó. Vinir Péturs Peter's Friends ★ Kenneth Branagh býður upp á allan matseðilinn; alkóhól- isma, ungbarnadauða, gjálífi, hjónaerjur, brostna drauma ásamt óheyrilegu magni af þeim söknuði eftir æskunni sem slær fólk fimm árum eftir að það lýkur námi. Þegar einn vinurinn upplýsir að hann sé með HlV-veiruna hverfur skáldskapurinn end- anlega úr sögunni og útvatn- að vandamálakjaftæðið verð- ureitteftir. Kraftaverkamaðurinn Leap of Faith ★★ Steve Martin er fyndinn. Hann skyggir á alla aðra leikara og tekst meira að segja að draga athygli áhorf- enda frá væminni og frekar bjánalegri sögu myndarinn- Howards End ★★★ Bók- menntaverk gert að góðri bíómynd. Elskhuginn The Lover ★★★ Hugljúf saga um ást og losta. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. LAUGARÁSB ÍÓ í Flissi læknir Dr. Giggles © Laugarásbíó er musteri vondra mynda. Samkvæmt fréttum stendur það til bóta. En Flissi læknir skánar ekkert við það. Honum er ekki við bjargandi. Hörkutól Fixing the Shadow ★ Svala veröld Cool World ★★ Nemo litli ★★★ Falleg teiknimynd. REGNBOGINN I Siðleysi Damage ★★★ Mynd um þingmann sem ríð- ur sig út af þingi. Jeremy Ir- ons leikur af feiknakrafti. Það er Ijóst að þingmaðurinn heldur ekki við tengdadótt- urina bara vegna þess að hann langar til þess heldur vegna þess að hann getur ekki annað. Hann rústar lífi sínu um leið og hann frelsar sig. Kynlífssenurnar eru helst til langar — að minnsta kosti fyrir þá sem hafa misst eitt- hvað úr endalausri runu ríð- ingamynda að undanförnu. Hinir hafa byggt upp þol. Ferðin til Las Vegas Hon- eymoon in Vegas ★★ Það má vel hlæja að þessari mynd; sérstaklega örvæntingu Nic- holasCage. Englasetrið ★★ Þokkaleg gamanmynd frá frændum vorum Svíum. Chaplin ★★ Myndin sem fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun verið nokkuð fyndinn. Miðjarðarhafið Mediterr- aneo -kirk Indæl mynd. SAMBÍÓm \ Skíðafrí í Aspen Aspen Extr- eme Handagangur i Japan Mr. Baseball Hoffa ★ Ef áhorfandinn þekkir mannkynssöguna vel er örlítill möguleiki á að hann fái botn í myndina. Þeim hin- um sama leiðist þó án efa jafnmikið og hinum sem ekk- ert vita, því myndin hefur engu við að bæta sem hann veit ekki þegar. Gervið á Nic- holson er brillíant. Ávallt ungur Forever Young ★ ★ Flugmaður vaknar eftir ★★★★ Pottþétt ★★★ Ágætt ★★ Lala ★ Leiðinlegt ®Ömur!egt að hafa legið í frosti í hálfa öld. Frumlegt? Nei. Líkast til er þetta áttunda myndin með þessum söguþræði á undanförnum fimmtán mán- uðum. Eini kosturinn við myndina er lágstemmdur leikur Mels Gibson. Stuttur Frakki ★★★ Stjörn- urnar þrjár segja til um stöð- una í hléi. Eftir hlé rennur myndin út í sandinn og tapar einni ef ekki tveimur af stjörnunum. En það er margt gott í myndinni og þá sér- staklega Frakkinn stutti. Án hans hefði myndin sjálfsagt orðið venjuleg íslensk ærsla- og aulahúmorsmynd. Konuilmur Scentofa Woman ★ ★★ Leikur Als Pacino og Chris O'Donnel er eina ástæðan til að sjá myndina því sagan í myndinni ereilítið púkaleg þroskasaga. Háttvirtur þingmaður The Distinguished Gentleman ★ Eddie Murphy á ágæta spretti en alltof fáa til að halda uppi þessari gleði- snauðu gamanmynd. Hinir vægðarlausu Unforgi- ven ★★★★ Frábær mynd um áhrif ofbeldis á ofbeldis- manninn. Ljótur leikur The Crying Game -kkirk Kemur jafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þau til að gleyma sér. Elskan, ég stækkaði barnið Honey, I Blew Up the Kid ★★ Óhæf nema öll fjölskyldan fari saman í bíó. Gamanmynd fyrir börnin. Hryllingsmynd fyrirfullorðna. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna er skylda að sjá Bamba reglulega. 3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi vandræðaunglinga. STJÖRNUBÍÓ I Helvakinn III Hellraiser III ★ Viðbjóðurinn er yfir línuna eins og í fyrri myndunum tveimur; Hellraiser og Hellbo- und. Hellraiser er þessara þriggja mynda þó skást því þrátt fyrir allt er hún ágætis hrollvekjuafþreying. Hetja Accidental Hero irk-k Þrátt fyrir yfirþyrmandi leið- indi persónunnar tekst Dust- in Hoffman ekki að eyði- leggja söguna með ofleik eins og honum hættir til. Galdur myndarinnar liggur í handritinu og frásagnargleði leikstjórans. ÓBÆRILÆ’G WllÆÐSLA VIÐ TÓMT DAWGÓLFIÐ Þeir ansa ekki spurningunni: „Geturðu ekki spilað eitthvað annað, eitthvað skemmtilegra.“ I þeirra heimi skiptir takturinn mestu máli og fólk kemur í þennan heim til að finna taktinn. Þetta eru ff amsæknustu plötusnúðar bæjarins og fara ótroðnar slóðir. En hræðast þeir aldrei tómt dansgólfið?: Maggi í Rósenbergkjallaranum: Ég hugsa aldrei út í það, ég pæli bara ekki í því. Ég þarf það ekki. Ég hef bara góðar plötur og spinn þetta saman, enda þarf að —ða miklum pening í nýjustu plötur. Trance og ambient verður tónlist sumarsins. Leon í Casablanca: Nei, ef hætta er á því spila ég bara eitthvert vinsælt lag. Annars fer það eftir því hvar ég er að spila. Stundum þarf ég -'nungis topp 40 en á reifum gengur öll nýja tónlistin, ogþá er gólfið aldrei tómt. Þetta verður techno-sumar. BÓKMENNTIR Til aðdáenda Magnúsar Ásgeirssonar Á dögunum lét ég undan löngun, sem ég hef lengi alið í brjósti, og keypti mér tveggja binda ritsafn hins frábæra ljóðaþýðanda Magnúsar Ás- geirssonar, sem Kristján Karls- son gaf út fyrir Helgafell árið 1975. Þar eru affast í síðara bindi nokkur Ijóð, sem Kristjáni tókst ekki að finna hinn erlenda höfund að. Ég hygg, að ég hafi ef til vill komið auga á höfund þriggja þeirra ljóða, og vildi vekja athygli aðdáenda Magn- úsar á þeim. Eitt ljóðið er svo í þýðingu Magnúsar: Aflandráðum vexekki vegsemd! Hve verður það sannað? Er landráðin hafa heppnast, þd heita þau atmað. Mér sýnist ekki betur en þetta sé eftir Sir John Haring- ton, enskan hirðmann, sem uppi var frá 1561 til 1612. Á ensku hljóðar það svo: Treason doth never prosper, what’s the reason? For if it prosper, none dare call it treason. Tvö önnur smáljóð í þýð- ingasafhi Magnúsar eru, að því er mér virðist, eftir danska ljóð- skáldið Piet Hein, sem fæddist árið 1905. Annað er svo: Óeigingirni er með sanni yndisleg dyggð hjá öðrum manni. Þetta ljóð er raunar til í ann- arri þýðingu, eftir Helga Hálf- danarson (sjá bók hans, Erlend ljóð frá liðnum tímum), og er þar svo: Ósérhlífni í öllum vanda er besta óskin öðrum til handa. Hitt smáljóðið, sem er líka eftir Piet Hein og er ófeðrað í út- gáfu Kristjáns Karlssonar, þýddu þeir Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson í sam- einingu, er þeir voru ritstjórar Helgafells. Það hljóðar svo í þeirri þýðingu: í hálfkœringi um hugskot mín er hláleg þekking oft á sveimi: að lífið sé tvö lokuð skrín, sem lykla hvort að öðru geymi. Þetta ljóð hefur Helgi Hálf- danarson líka þýtt, og er það þar svo: Með hálfuglotti erhugsun mín í hring um þennan grun á sveimi að lífið sé tvö lokuð skrín sem lykla hvort að öðru geymi. Höfundur er dósentí stjórn- málafræði og formaður stjórn- ar Þýðingasjóðs. POPP Erisk — og stolt afþví SUEDE SUEDE ★★★ SAINTETIENNE SOTOUGH ★★★★ Þegar „hæpaðasta“ hljóm- sveit í heimi gefur út fyrstu stóru plötuna eru ansbmiklar líkur á að maður verði fyrir ein- hverjum vonbrigðum. Ég tala nú ekki um ef hljómsveitin leggur lítið annað til rokkmál- anna en að föndra lítillega við gömul fræði sem David Bowie og The Smiths eiga heiðurinn af. Ég er að tala um Rúskinn. Þeir voru ekki einu sinni búnir að gefa út tón á plötu þegar þeir birtust á forsíðu Melody Maker undir fyrirsögninni „Besta band á Bretlandi". Það segir kannski meira um snilligáfu- þrot í ensku rokki en gæði Sue- de, því þegar allt kemur til alls er tónlistin ekkert annað en ágætt popp og hvorki fyrirboði nýrra tíma né tónlistarleg sprengja. Suede hafði gefið út þrjú smáskífúlög áður en stóra plat- an kom út. Allt frábær lög, virkilega nautnalegt rokk með þessu ómeðvitaða heilaþvottar- frumefni sem er nauðsynlegt. Lögin eru líka laus við að kom- ast á ælustigið eftir ítrekaða hlustun — það er töggur í þeim. Þessi þrjú, „Animal Nitr- ate“, „Metal Mickey“ og „The Drowners", standa upp úr sem fyrsta flokks rúskinn. Hin átta eru ekki slæm, þótt nokkur hljómi eins og uppfylling. „Mo- ving“ er t.d. fínt rokk og ballöð- urnar, sem eru nokkrar, eru mjúkar og sætar, þótt alltaf glitti í einhvern öfúguggalegan djöfúlgang bakvið glysið. Saint Etienne á það sameig- inlegt með Suede að vera ensk hljómsveit og stolt af því, vera vinsæl og vera dálítið á kafi í enska klámbransanum. Það er eitthvað „saucy“ við bæði böndin — þegar þau halda upp á afmælið sitt væri viðeigandi að veislan færi ffam í klámbúllu í Soho. Saint Etienne fara þó lengra aftur í áhrifaleit, allt aft- ur í sjöunda áratuginn, og færa ffam mun ferskari og ffumlegri samsuðu. Sveitin státar af söngkon- unni Söru Cracknell, sætri syk- urmey sem minnir einna helst á Dönu sem söng í Júróvisjón fyrr á öldinni. Annars eru það þeir poppbræður Bob Stanley og Pete Wiggs sem sjá um að semja og spila. Þeir eiga langt dund í skúrnum að baki og því vel að velgengninni komnir. Lagið „You’re in a bad way“ fór með þá á toppinn — unaðslegt lag — og nokkur önnur eru á svipaðri bylgjulengd. Hljóm- sveitin er þó á köflum tilrauna- kenndari, sum lögin nokkuð erfið í byrjun, en uppskera eyrnanna margföld þegar upp er staðið. „So tough“ er önnur breið- skífa bandsins, beint og glæsi- legt framhald af frumsmíðinni „Fox base alpha“. Hér blandast merkilegustu danstónlistarffas- ar nútímans; „sixtís“-sakleysi og „seventís“-hallærislegheit. Hljómsveitin hefur einstaklega djúpan skilning á því hvað gerir popp að góðu poppi. Lögin eru full af góðgæti, önglum sem undirmeðvitundin bítur á, án þess þó að verða rotuð af leið- indum með ítrekaðri hlustun (er ég eini maðurinn sem ælir þegar helvítis sænska topplagið kemur á í útvarpinu?). Uff, þetta var nú kannski einum of heví; það sem ég er að reyna að segja er að Saint Etienne er frá- bært band og platan rosalega góð — þú út í búð!

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.