Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 28
28 PRESSAN
BALDUR B Æ NDAHATARI
DAGSKRÁIN
FIMMTUDAGURINN
6. MAÍ
RÚV
18:50
19:00
19:30
20:00
20:30
*"50:35
20:45
21:15
22:05
23:00
! STÖÐ 2
! 16:45 Nágrannar
17:30 Með Afa £
19:19 19:19
j 20:15 Eiríkur
w20:35 Stöðvar 2-deildin Barist
um (slandsmeistaratitil-
inn í beinni útsendingu.
21:15 Maíblómin4:6
22:10 Aðeinseinjörð
22:25 lllurásetningur
Tabloid Críme
23:55 Stúlka til leigu
ThisGirlforHire
01:30 ★★ Gegn vilja hennar
Without Her Consent
03:05 Dagskrárlok
FOSTU DAG U R I N N
7. MAÍ
RUV
18:50
★19:00
19:30
20:00
20:30
20:35
20:45
^1:10
22:05
23:40
00:30
Táknmálsfréttir
Ævintýri Tinna
Bamadeildin7:?3
Fréttir
Veður
Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva
Kynnt lögin frá Slóven-
íu, Finnlandi og Bosniu
Blúsrásin 1:13
Garparog glæponar
★★★ Susie og Simpson
Elton John á tónleikum
Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
STÖÐ2
J6:45 Nágrannar
t7:30 Rósa
17:50 Meðfiðring ítánum
18:10 Ferð án fyrirheits 4:13
18:35 NBA-tilþrif £
19:19 19:19
20:15 Eiríkur
20:35 ★ Ferðast um tímann
21:30 Hjúkkur2:22
^!2:00 ★ Ein geggjuð
She's Out ofControl
23:35 (hálfum hljóðum
Whispers
00:55 Síðasti uppreisnarsegg-
urinn BlueHeat
02:40 Banaráð Deadly Intent
04:05 Dagskrárlok
' LAUGARDAGU R 1 N N
T 8. MAÍ
RÚV
09:00 Morgunsjónvarp barn-
anna: Sómi kafteinn,
systrasaga í fjöllunum,
litli íkorninn Brúskur,
Nasreddinog töfra-
læknirinn og Kisuleik-
húsið.
^10:40 Hlé
I 16:00 Iþróttaþátturinn Bein út-
sending í handknattleik.
18:00 Bangsi bestaskinn 14:20
18:25 ★★★Tíðarandinn
18:50 Táknmálsfréttir
19:00 ★★ Strandverðir /4:22
20:00 Fréttir
20:30 Veður
•«0:35 Lottó
20:40 Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva
Kynntlög Bretlands,
Hollands, Króatíu og
Spánar
20:55 Hljómsveitin 1:13
21:45 Forboðnarnætur
Forbidden Nights
^23:20 ★★ Nýirbandamenn
Another Pair ofAces
00:50 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
★★★★ Pottþétt
★★★ Ágætt
★★ Lala
★ Leiðinlegt
gömurlegt
Táknmálsfréttir
Babar 12:26
Hvutti 5:6
Fréttir
Veður
Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva
Lög Svíþjóðar, írlands
og Lúxemborgar kynnt
(slandsmótið íhand-
knattleik Bein útsending
Upp, uppmín sál 8:16
Stórviðburðir aldarinnar
Heimsstyrjöldin síðari
Ellefufréttir og dagskrár-
lok
STÖÐ2
09:00
10:30
10:50
11:15
11:35
12:00
13:00
13:30
12:55
16:30
18:00
18:55
19:05
19:19
20:00
20:30
21:20
22:55
00:25
02:10
03:40
SÝN
Með Afa
Sögurúr Andabæ
Súper Maríó-bræður
Ævintýri Villa og Tedda
Barnapíurnar5:73
Úr ríki náttúrunnar
Eruð þið myrkfælin?
★ Skíðasveitin SkiPatrol
■kirk Guð blessi barnið
GodBlesstheChild
Stöðvar 2-deildin Barist
um (slandsmeistaratitil-
inn í beinni útsendingu.
Popp og kók
Fjármál fjölskyldunnar £
Réttur þinn £
19:19
★ Falin myndavél 23:26
Á krossgötum
Crossroads8:12
kk Hudson Hawk
★★ Syrgjandi brúður
The Bride in Black
kkk Réttlæti
True Believer
Síðasti stríðskappinn
Last Warrior
Dagskrárlok
svn
17:00 Hverfandi heimur
18:00 Borgarastyrjöldin á
Spáni 6:6
19:00 Dagskrárlok
SUNNUPAGURINN
9. MAÍ
RUV
09:00 Morgunsjónvarp barn-
anna: Heiða, öfundsjúki
ormurinn, þúsundog
ein Ameríka, lífiðá
sveitabænum og Felix
köttur.
10:40 Hlé
17:35 Sunnudagshugvekja
17:45 Á eigin spýtur Skjól-
veggursmíðaður
18:00 Jarðarberjabörnin 2:3
18:30 Fjölskyldan í vitanum
18:55 Táknmálsfréttir
19:00 Simpson-fjölskyldan
19:30 Roseanne 2:26
20:00 Fréttir
20:30 Veður
20:35 Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva
Kynnt lögin frá Kýpur,
ísrael og Noregi
20:45 ©Húsið í Kristjánshöfn
21:10 Þjóð í hlekkjum hugar-
farsins 2:4 Heimilda-
mynd um þversögnina
sem einkennt hefur ís-
lensktatvinnulíf.
22:20 Kjarnakona Superdame
23:50 Gönguleiðir
00:10 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
STÖÐ2 0
09:00 Skógarálfarnir
09:20 Magdalena
09:45 Umhverfisjörðinaí80
draumum
10:10 Ævintýri Vífils
10:35 FerðirGúlivers
11:00 Kýrhausinn
11:20 Einafstrákunum
11:40 Kaldir krakkar
12:00 Evrópski vinsældalistinn
13:00 NBA-tilþrif
13:25 Stöðvar2-deildin
13:55 (talski boltinn
15:45 NBA-körfuboltinn
17:00 ★ Húsið á sléttunni
17:50 Aðeinseinjörðf
18:00 ★★★60mínútur
18:50 Mörkvikunnar
19:19 19:19
20:00 Bernskubrek 20:24
20:30 Hringborðið 6:7
21:20 ★★ Á miðnætti
Memories of Midnight
22:55 CharlieRoseog Norman
Lear Spjallþáttur
23:45 Havana
02:05 Dagskrárlok
SYN
svn
17:00 Hafnfirsk sjónvarpssyrpa
17:30 Dulspekingurinn James
Randi 2:6
18:00 Dýralíf
19:00 Dagskrárlok
Barnalegar alhæfingar
sem lýsa best vinnubrögð-
um handritshöfundar
- segirPáll Pétursson þingmaður um sjónvarpsþáttinn Þjóð í hlekkjum hugarfarsins
PÁLL PÉTURSSON
„Þátturinn var svosem eins og ég bjóst við hjá
Baldri Hermannssyni."
Það sem vekur furðu mína
öllu heldur er að þjóðin skyldi
lifa af og tímgast, en allir vita
hvernig farið var með vinnu-
mennina; ekki höfðu þeir
tækifæri til að auka kyn sitt.
Tilvera stúlkna var litlu
skárri; þær urðu margar úti á
vergangi eftir að búið var að
barna þær. Óþokkarnir virð-
ast svo hafa komist af. Þá
gleymist í þessum þætti að
minnast á þau áhrif sem
verslun og vald embættis-
manna höfðu á lífskjör á ís-
landi.“
Aðspurður kveðst Páll fast-
lega reikna með því að ætlun
Baldurs hafi verið að vega að
bændastéttinni. „Ég hef hins
vegar ekki trú á því að orðstír
hennar bíði verulegan hnekki
af „fræðiverkum“ hans, því
þetta lýsir fyrst og fremst
vinnubrögðum hans sjálfs —
nú og Menningarsjóðs út-
varpsstöðva, sem styrkti
verkefnið." f heild þótti Páli
þátturinn miður áhugaverður
og tæknivinna öll í lágmarki.
Sú skoðun hans kemur þó
ekki í veg fyrir að hann ætli að
horfa á næstu þætti. „Ég horfi
sjálfsagt á þá ef ég hef tæki-
færi til, en ég þekki skoðanir
Baldurs — sem og dóm-
greind hans — og mun því
ekki leggja á mig stórkróka til
að fylgjast með þeim.“
Orðstír bænda-
stéttarinnar beið
ekkihnekki
Ekki þykir ólíklegt að
bændastéttin sé ósammála
söguskoðun Baldurs og var
Páll Pétursson, þingmaður
Framsóknarflokksins og ötull
talsmaður dreifbýlisins,
spurður um álit. „Þátturinn
var svosem eins og ég bjóst
við hjá Baldri Hermannssyni;
mér fannst alhæfmgar hans
fremur barnalegar og ég er
ósammála ýmsu sem þarna
kom fram,“ sagði Páll. „Hitt
veit ég að framin hafa verið
margvísleg glæpaverk á ís-
landi, svo sem tíundað var
en það hafa sjálfsagt
til vondir menn í
á öllum tímum.
Síðastliðinn sunnudag var
sýndur fýrsti þáttur af fjórum
undir yfirskriftinni Þjóð í
hlekkjum hugarfarsins.
Nefndist hann Trúin á mold-
ina og hefur án efa valdið því
að bændur landsins hafa við-
haft miður sæmilegt orð-
bragð um handritshöfund
þáttanna, Baldur Her-
mannsson. Þótti hann held-
ur alhæfingaglaður í fram-
setningu sinni og mátti skilja
á þættinum að nauðganir
hefðu verið stundaðar á
hverjum einasta sveitabæ til
forna auk þess sem látið var
að því liggja í frásögn Baldurs
að íslenskir vinnumenn hefðu
iðkað mök við búfénað í tíma
og ótíma, sem og hver við
annan. I því sambandi var
Skagafjarðar reyndar sérstak-
lega getið og látið að því liggja
að saurlifnaður hefði verið
óvenjuútbreiddur þar um
slóðir. Sumir halda því fram
að fordóma hafi gætt í orða-
vali Baldurs, en hann mun
hafa fallið í sömu gryfju og
Agnes nokkur Bragadóttir,
blaðamaður á Morgunblað-
inu, sem sætti ámæli fýrir að
brúka orðið kynvilla.
Mikilvæg viðspyrna við allri lyginni
Gísli Gunnarsson var titl-
aður sagnfræðilegur ráðgjafi
þáttarins og jafnframt nefnd-
ur „jöfur íslenskrar sagn-
fræði“. Hann var inntur eftir
því hvort hann gengist viÖ
barninu. „Nei, það geri ég
ekki, en hins vegar skal ég
kannast við að hafa hjálpað til
við fæðinguna. Ég afneita
getnaðinum og meðgöngunni
en ég hjálpaði til við að barnið
kæmist nokkurn veginn
óskaddað út úr fæðingunni.
Það sem ég gerði var að
benda Baldri Hermannssyni á
ýmis rit og að því loknu las ég
yfir handritið og gerði þá
mínar athugasemdir. Baldur
fór eftir sumum þeirra en
öðrum ekki. Þá tók hann
einnig upp við mig einnar og
hálfrar stundar viðtal og úr
því birtist urn það bil tuttugu
sekúndna bútur. Þetta eru
þau atriði sem ég kom ná-
lægt.“
Hefurðu fengið viðbrögð
við þœttinum?
„Utan sagnfræðinnar eru
viðbrögðin yfirleitt jákvæð,
en innan hennar eru þau
fremur neikvæð. Auðvitað er
þátturinn einhliða, en þetta er
ekkert meira einhliða en op-
inber söguskýring sem flestir
íslendingar hafa fengið um
hina samstæðu þjóðarfjöl-
skyldu í tímans rás, þar sem
allir hjálpuðu öllum og svo
framvegis — sem er hauga-
lygi. Og fýrir almenning, sem
ekki hefur lesið sér verulega
til í sagnfræði, er þessi þáttur
mjög mikilvægur. Mitt mat á
þættinum er að hann sé mik-
ilvæg ögrun og viðspyrna við
allri þeirri lygi sem búið er að
hella yfir fólk.“
Hvernig kanntu við titil-
inn „jöfur fslenskrar sagn-
frœði“ eins og Baldur nefndi
þig íþœttinum?
„Tilfinningarnar eru mjög
blendnar. Annars vegar hef ég
gaman af því sem húmor, en
hins vegar sé ég að þetta getur
orðið tilefni til að gera dálítið
grín að mér og því er ég
nokkuð beggja blands í þess-
um efnum.“
Gísu Gunnarsson
„Mitt mat á þættinum er að hann sé mikilvæg ögrun
og viðspyrna við allri þeirri lygi sem búið er að hella yf-
irfólk."
BÍÓMYNDIR HELGARINNAR
Fyrst eru það góðu fréttirnar. Á föstu-
dagskvöld er á dagskrá Sjónvarpsins
þriggja stjörnu bandarísk sjónvarps-
mynd, Sudie and Simpson; áleitin
mynd sem gerist í suðurríkjum Ameríku
á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Segir þar frá samskiptum tólf ára hvítrar
stúlku og blíðlynds blökkumanns, sem
ásakaður er um glæpsamlegt afthæfi.
Myndataka Marios De Leo þykir ein-
stök. Tvær myndir aðrar eru þess um-
komnar að hljóta þrjár stjörnur; God
Bless the Child og True Believer, sem
báðar eru sýndar á Stöð 2 á laugardag.
Mun sú fýrri vera ákaflega hjartnæm en
nær því þó að vera raunsæ og segja átak-
anlega sögu móður sem neyðist til að
taka þá ákvörðun að láta frá sér dóttur
sína. Hin seinni er amerísk „hugsjóna-
mynd“ um slunginn verjanda sem ber
hag lítilmagnans fyrir brjósti. James
Woods sýnir prýðisleik.
Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær
að Bruce Willis gengur laus á laugar-
dagskvöldið á Stöð 2. Sumir hafa að vísu
gaman af honum en það verður að teljast
prívat vandamál viðkomandi. Ski Patrol
Fimmtudagurinn 6. maí 1993
Skúlavarpið
Draumadag-
skrá Skúla
Helgasonar
„Sjónvarpið er eitt af þessum heim-
ilistækjum sem geta verið gagnleg í
hófi en stórhættuleg þegar þau fara að
taka völdin afhúsbændunum.
I samræmi við þetta hafha ég alger-
lega morgunsjónvarpi í allri mynd.
Mér finnst það álíka fáránlegt og að
byrja daginn á að stinga hausnum of-
an í ruslatunnu. Nei, gefið mér þá
frekar aðeins meira af AB-mjólk.
Morgunsjónvarp er bara fýrir iðju-
lausa forstjóra og þeim er engin vor-
kunn.
18.00 Skúlavarp hefst klukkan sex og
ekki mínútu fýrr með uppbyggi-
legu barnaefirii, stuttum inn-
lendum leikþáttum, teikni-
myndum um Ástrík gallvaska og
heimspekistund fýrir erfingja
hinna erlendu skulda þjóðarinn-
ar.
19:00 Sérfræðistundin. Innlendur
fræðsluþáttur um afrek ís-
lenskra fræði- og hugvitsmanna
í ólíkum vísindagreinum.
19:30 Fréttamagasín. Fréttir dagsins,
mannlífsmyndir og umfram allt
fréttaskýringaþáttur í umsjá sér-
fróðra frétta- eða fræðimanna.
20:15 Skemmtiþáttur. Innlendur, með
lifandi tónlist, hressilegri menn-
ingarkrítík, kvikmyndaumfjöllun
og spurningakeppni, svo eitt-
hvað sé nefnt.
21:00 Á höggstokknum. Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur í anda Vil-
mundar heitins Gylfasonar þar
sem pólitísk dægurmál eru
meðhöndluð af þekkingu og
mátulegri framhleypni gagnvart
silkihúfum þjóðfélagsins. Með
öðrum orðum; þáttur þar sem
topparnir eru slegnir af þegar
þeir hafa til þess unnið.
21:45 MontyPython. Úrval af skemmti-
þáttum þessara óborganlegu
Breta.
22:00 Hreyfimynd kvöldsins. fslenskt og
erlent, nýlegt og klassískt, með
meiri áherslu á sígildar myndir,
því hinar eru jú til á mynd-
bandaleigum.
23:45 Tónlistarþáttur. Heimildamyndir
um hetjur rokksins í bland við
hljómleikaupptökur.
00:45 Bíómynd. Þriller eða „cultmynd"
fýrir nátthrafna.
Spurt er: Hvenær hefur Skúli tíma
til að elda mat og þvo upp?
er endursýnd á Stöðinni hinn sama dag
og ber sérstaklega að varast þá mynd. Að
endingu má ítreka að hauskúpa hefur
lengi loðað við Húsið á Kristjánshöfn,
sem Sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöld-
um, og felast engar ýkjur í þeirri ein-
kunnagjöf.
Njótið helgarinnar.