Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 29
VlSIR
29
vinsælasli þátturinn í jólagleð-
inni, ])vi hvernig geta þeir, sem
því eru vanir, liugsað sér jól án
jólatrcs. Jólatréð var alger
heinilisiðnaður ef svo inætti
segja; það var búið til á þann
hátt, að þriggja álna löngum sí-
valning var fest við pall, sem
stóð á gólfinu; sivalningurinn
myndaði stofn, en i liann voru
svo festar álmur, sem mynduðu
greinar, hinar neðstu voru
lengstar en smá styttust svo eft-
ir því, sem ofar dró. Stofn og
greinar var síðan vafið með
sortulyngi, sem aflað var að
haustinu frá landi, því lyng
sprettur ekki i eyjunum. A
toppi trésins var komið fyrir
stjörnu búinni lil úr pappa ef
ekki var til útlendur toppur.
Siðan var tréð skrevtt með alls-
konar gerfiblómum og á liverja
grein voru hengdar tvær eða
fleiri körfur fullar af allskonar
sælgæli. Kertum var svo komið
fyrir á greinunum og i toppi.
Þegar húið var að kveikja á
jólatrénu eins og það var kallað,
safnaðist fólkið alt með sam-
tengdum höndum í einn eða
fleiri liringi kringum tréð og'
söng jólasálma meðan kertin
brunnu. Þegar kertin voru út-
hi'imnin var körfunum útbýtt
meðal fólksins og fékk hver
maður eina körfu. Jólatréð var
síðasti þáttur á dagskrá kvölds-
ins og fór fólk úr þvi að taka á
sig náðir. Spil voru aldrei snert
á aðfangadagskvöld; það ]x’)tti
okki sæma lielgi jólanæturinn-
ar.
Á jólanóttina var venja að
lála Ijós lifa í hverju skoti þang-
að til bjart var orðið á ióladag.
Á jóladagsmorgun gekk hver
maður fyrir alla iá heimilinu og
bauð gleðileg jól.
Eftir að borðaður hafði verið
morgunmatur á jóladag var
húslestur lesinn og sálmar
sungnir og leið sá dagur fram
til kvölds þannig að karlmenn
voru við gegningar úti við en
kvenfólk sá um matinn; ]>ó var
])ess vandlega gætt að snerla á
engri ónauðsvnlegri vinnu og
kostað var kapps um að ljúka
störfum öllum svo snemma,
sem framast var lcostur á. Á
jóladágskvöld skemti fólk sér
eflir föngum; var ])á farið i
leiki, svo sem jóla- og panta-
leik; þá var og dregið um jóla-
sveinana, þannig að piltarnir
drógu um miða stúlknanna, en
stúlkurnar piltanna; tóku úngir
sem gamlir þált i íeikjum þess-
um og þótti hin besla skémtun.
Mannmargt var á flestum heim-.
ilunum svo oft gat verið fjör i
leikjunum.
Annar i jólnm íeið með m.jög
svipuðum liætti og jóladagur-
inn að öðru en því að þá
skemtu menn sér mest við spil.
Sj>ilaði eldra fólkið helst vist en
krakkar og unglingar púlck,
gosa, hjónasæng og fleira.
Sjálfsagt þótti að spila út jólin
og var oft spilað fram á þriðja-
dagsmorgun.
Ekki var siður að fara til
kirlyju á jólum né nýári, þó út
af því væri brugðið ef einmuna
blíða var. Það þótli of mikil á-
hætta að fólk fjölmenti af eyj-
unum er dagur var svo stuttur
og allra veðra von. Oft bar það
við að fólk úr næstu eyjum
kom saman á milli hátíðanna
og skemti sér þá við dans og
leiki; þótti það liin mesta til-
hreytni, sem vænta má..
Á gamlársdag var annríki
mikið við að undirbúa brenn-
urnar, en ])að var og er enn ó-
frávíkjanlegur siður að brenna
út árið, eins og það er kallað. í
evjunum var venjulega brent
blysum, því þar er eldiviður
mestur aðkeyptur og þótti of
dýrl að kynda vita; þó var það
stöku sinnum gert. Aftur á móti
var oflast nóg af efni i blys til
staðar. Blvsin voru búin til úr
köðlum sem voru táðir í sundur
ögn fyrir ögn; þá vinnu önnuð-
ust börnin og byrjuðu oft ó því
löngu fyrir jól, því mikið þurfti
í mörg blys. Þessu var svo vafið
vandlega á endann á langri
stöng og var horin í tóverkið
tjara og lýsi; síðan var tuskum
vafið utan vfir og yst var svo
þétlvafið snæri. Blysin voru
mjög mismunandi að stærð, en
stærðin miðaðist við það Iivorl
harn eða fullorðinn átti að bera.
Væru blysin stór og vel til búin
gátu þau logað vel í klukku-
slund eða meira. Ekki var venja
að kvenfólk bæri blys.
Þegar orðið var dimt söfnuð-
ust blysberarnir saman með
blysin; voru þau nú vætt í olíu
og síðan kveikt í og þeim brugð-
ið á lofl og síðan gengið um
með þau fylktu liði; varð af
þeim bál mikið, sem sást um
allan innanverðan Breiðafjörð.
Þegar búið var að kveikja í
einni eyjunni var óðar svarað i
hinum. Á svipstundu komu nú
upp raðir af blysum og vitum
svo að segja hvert sem litið var,
því vitar sáust einnig af fjölíla
hæja á landi, bæði i austri,
suðri og vestri. Málti svo segja,
að Breiðafjörður væri allur
uppljómaður. Það var stór-
fengleg og ánægjuleg sjón i
senn. Meðan blysin voru borin,
voru allir úti að horfa á, sem
úr bænum gálu komist. Komið
gat ]>að fyrir að veður væri svo
óhagstætt á gamlársdag að
blysförinni væri frestað til
þrettándans,en sjaldan níun það
Iiafa komið fyrir að liún færist
fvrir með öllu, ]>ótt þátttakan
væri nokkuð misjöfn.
Á gamlárskvöld var hátíða-
höldum hagað mjög svipað og
á aðfangadagskvöldið, að öðru
en þvi að nú skemtu menn sér
aðallega við spil og þótti sjálf-
sagt að spila sem lengst fram
eftir nóttinni, að spila út árið.
Venja var að láta lifa ljós alla
nóttina eins og á jólanóttina. Á
nýársdagsmorgun árnuðu menn
hverjir öðrum gleðilegs árs og
þökkuðu hið liðna. Á nýársdag
skemtu menn sér svipað og á
jólum, en þá var nokkuð út af
hrugðið með mat. Þá var venja
að skamta liverjum manni fyrir
sig hinn svokallaða nýársmat.
Var sá skamtur svo riflegur að
nægja mundi hverjum meðal-
manni i marga daga. Hverjum
manni var skamtað sem hér
segir: Ein rúgkaka vænleg,
um 40 cm. í þvermál og oft
önnur minni með; var stóra
kakan notuð sem diskur, henni
fylgdi svo vænt smjörstykki,
sem áætlað var nægilegt viðbit
við forðanum, einn lundabaggi
heill, en magáll reyktur, rild-
ings-strengsli og væn rafabelt-
issteik. Malur þessi var ætlaður
fólkinu, sem aukabiti þvi til
gamans og gátu þeir, sem
geymnir voru, treint sér hann
lengi, enda elcki fritt, að metn-
aður myndaðist milli sumra um
að eiga hann sem lengst, jafnvel
þar til hann var farinn að
skemmast, en auðvitað fór það
eftir því hvað Iiver var lundlag-
inn til. Það var lika siður að
skarnta á sama hátt á sumar-
daginn fyrsta. Hvaðan þessi
siður hefir verið runninn veit
eg ekki og heldur ekki hvorl
það hefir tíðkast í öðrum lands-
hlutum, en að því er eg best
veit, mun það ekki hafa verið
gert norðanlands eða austan.
Um vorhátíðarnar er fátt að
segja, og var þá lítið um skemt-
anir, en þá var farið til kirkju
hæði á páskum og hvítasunnu
úr öllum eyjum. Fór þá í það
allur dagurinn og þeii’, sem
heima sátu áttu nóg með að
gegna nauðsvnlegum störfum.
Læt eg hér staðar numið þótt
fleira mætti eflaust segja. Sum-
ir af nefndum siðum eru nú
með öllu aflagðir eins og með
nýársmatinn og fleii-a og verða
vart uppteknii’ aftur. Gæti sjálf-
sagl verið gaman að fá saman-
hurð á hátiðasiðum úr sem
flestum héruðum.
Theódór Daníelsson.