Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 steininum frá grafarmynninu af nýju, — varpa varðmönnun- um til jarðar, svo að hin dauða trú megi ganga fram úr gröf- inni. Þessu sálræna upprisu-undri, getur enginn komið til vegar hjá sér fyrir sjálfs síns tilverkn- að; Ef vér gætum það, væri það ekkert kraftaverk, enginn guð- dómlegur atburður, heldur eins- konar „gerfi“-ástand. Það, sem vér þörfnumst er hvorki meira né minna en það, að gagngert kraftaverk gerist í sálum vor- um. Eg get aðeins bent þér á tvær leiðir, sem báðar liggja beint til þess, að þetta kraftaverk gerist í þér. Önnur þeirra er leið kær- leikans, eða hinnar áköfu þrár: „Herra, hafir þú borið hann hurtu, þá seg þú mér, hvar þú hefir lagt hann, og mun eg taka hann,“ segir Maria sárhrygg. Og lýsir hún ekki miklum kær- leika, þessi bæn? Ef þú ferð að þrá guð, og hjá þér vaknar ást á Jesú, þá ert þú kominn á rétta ieið, og þú munt finna liann. Hin leiðin, er leið hins kristna vitnisburðar. Þegar María var búin að sjá og kannast við Jes- úm, skundaði hún til lærisvein- anna og sagði: „Eg hefi séð drottinn!“ og vakti með því trúna og vonina einnig hjá þeim. Slíkir ákveðnir Krists- vinir eru til 'enn í dag. Þeir segja, eins og María: „Eg hefi séð Drottinn! Eg hefi sannreynt það, að Kristur lifir og gefur mér sigur yfir syndinni, lýsir mér í myrkri efasemdanna og huggar mig í sorginni. „Viðhald og vöxtur hins kristna safnaðar er ein samfelld og óræk sönnun þess, að Jesús er upp risinn. Ef þú biður af einlægri þrá, og umgengst áhugasama Krists- vini, þá mun drottinn fyrr eða síðar nefna þig með nafni, eins og hann ávarpaði Maríu, svo að undir tók í innstu fylgsnum sálar hennar — þú munt þá sannreyna það, að guð talar við þína sál. En þeim atburði er jafn ómögulegt að lýsa með orðum, eins og það er ómögu- lega að lýsa hinum jarðneska kærleika: sá, sem ástfanginn er, veit það og finnur, að það er að- eins ein persóna, sem nefnt get- ur nafn hans þannig, að kær- leiks-undrið gerist í hjarta hans. Og sálin finnur, að það er verið að kalla á hana, þó að hún geti ekki gert sér grein fyrir, á hvern hátt það gerist. Og þó er ekkert í þessum heimi jafn áreiðanlegt og það, að þessi sálar-viðburður geríst. Þannig er og um það, þegar páskasólin sigrar manns- sálina. Það er dularfullt og tor- skilið, en eigi að síður stað- reynd. V. Þá veit sálin það, að liið bezta er lienni geymt þangað til síð- ast. Stærsti sigurinn er síðasti sigurinn. Hin dýrlegasti sálar- atburður er sálinni geymdur þangað til á hinum mikla upp- risudegi. Hér á jörðunni gildir enn fyrir oss þetta: „Snertu mig ekki, því að ennþá er eg ekki uppstiginn til föður míns.“ Og því ber kristnum mönnum jafnan að gæta varúðar i fram- ferði sínu. En vér getum þá einnig hætt við: „Eg fer upp til föður míns og guðs míns.“ Þvi að frumgróðinn er Kristur, — en því næst þeir, sem Kristi til- heyra við endurkomu hans. (1. Kor. 15, 23). 0, hve dýi’legt er vorið, sem vér eigum í vænd- um! Reynið að hugsa ykkur daginn þann: þegar páskalilj- urnar prýða leiði ástvinanna og öll hin grösin og blómin eru að „vakna“, — þegar allir steinar eru sprengdir og þeim vell frá, og út úr gröfunum ganga ótelj- andi þúsundir fagurra,' endur- skapaðra og endurleystra manns-bama, — fagnandi upp- risu-barna. Hugsar þú ekki oft eitthvað þessu llkt, þegar þú vitjar leiða framliðinna ústvina þinna? Og eins, viðvíkjandi sjálfúm þér, þegar hinn „ytri maður“ er farinn að hrörna, og Theodor Árnasoii OLFERT Eg var að búa um mig í Kliöfn lil langrar dvalar, siðla sumars 1915. Fyrsta sunnudaginnn, sem eg var þar þá, var eg að viðra mig i góða veðrinu, og voru á gangi með mér tveir ungir pilt- ar, danskir. Yið höfðum, ranglað eitthvað út á Norðurbrú, stefnu- laust, en allt i einu gerði helli- rigningu. Við vorum allir yfir- hafnalausir og i „sparifötum“, — en langt heim. Veitti eg þvi þá alhygli, að við vorum þai’na lijá kirkju, og var fólk að streyma í kirkjuna. Eg stakk upp á því við drengina, að við skyldum forða okkur undan rigningunni og ganga i kirkjuna. Á betra yrði ekki kosið. Þeir tóku vel undir það, þvi að þeir sögðu, að þetta væri Jóhannesar kirkjan, og liklega myndi „Pastor Ric- ard“ eiga að messa. Virtist hin mikla aðsókn benda til þess. Og þetta stóð heima. Það var Olfert Ricard, sem var fyrir altari, þeg- hrörnar dag frá degi, — gripur þú þá ekki dauðahaldi þá hugs- un, að þegar liin jarðneska tjaldbúð vor verður rifin, þá höfum vér hús frá guði, inni, sem eigi er með höndum gert, — eilíft á himnum (2. Kor. 5, 1). Það verður hinn mikli páskadagur heimsins, hinn dýr- legi endurfunda-dagur, — hinn ævarandi lokasigur lífsins. Og hann kemur! Trygging- una höfum vér fengið. Frum- gróðinn var oss gefinn. Titring- ur fer um sálina, hið djúpa and- varp andans, hin innri sæla sannfæring um það, að vér sé- um guðs börn, er sögð fyrir (2. Kor. 5, 55), fyrirheit guðs um það, að brátt liði að endurlausn- arstundinni, og liinir fyrstu, grænu frjóvangar gægjast upp úr moldinni. Guð gefi þér náð til þess, að fá að reyna þetta, — guð gefi ástvinum vorum náð til að fá að reyna það lika. Drottinn! Upprisni frelsari! Þökk sé þér fyrir. sólaruppkom- una, — þá sigurför páska-erind- isins, sem vér höfum nú virt fyrir oss! Þökk sé þér fyrir það, að þú reisl upp frá dauðum og sýndir þig vinum þínum! Þöklc fyrir það, að upprisuerindið hefir borizt út um löndin og hefir enn mátt í hjörtum manna í kristninni gömlu. Þökk fyrir upprisumorguninn mikla, hið eilífa vor, sem biður vor! Amen. RICARD OLFERT RICARD ar við komum inn. Drengirnir þekktn hann, því að þeir voru í þeim fjölmenna hópi unglinga, sem dáði Ricard og elskaði^ Eg hafði aldrei séð hann fyrri, þó eg hefði heyrt hans oft getið. Ekki fengum við sæti, heldur lentum við í þröng standandi kirkjugesta og mjökuðumst smám saman, vel skorðaðir, inn kirkjugólfið. Það stóð heima, að þegar ekki varð lengra kom- izt, vorum við rétt fyrir fram- an prédikunarstólinn, en hann var svo að segja fyrir miðri kirkju. Yar kirkjan þá orðin full út úr dyrum, — og þó eng- inn sérstakur tyllidagur. Þetta var fyrsta undrunarefnið þar í kirkjunni. Eg hafði orð á þvi við drengina, hvort eitthvað myndi sérstakt standa til. — „Nei, — þetta er svona alltaf, þegar Pastor Ricard prédikar.“ Og þá var altarisþjónustan! Þar fór eg þegar að verða var hinna töfrandi áhrifa af hinum glæsi- lega en ljúfa persónuleik Ric- ards. Hinn fagri og ljúfi radd- hreimur, skýr og fagur fram- burður, virðulegir og glæsileg- ir tilburðir. Eg hélt fyrst að þetta væri öldungur, því að hann var hvítur fyrir liærum og andlitið sá eg óglöggt, meðan hann var fyrir altari. En það bar mikið á augunum, því að hann var brúnadökkur, og dökkir þreytu- baugar undir augunum. En allt sá eg þetta betur, þeg- ar hann kom upp í prédikunar- stólinn. Eg sá þá, að þetta gat ekki verið gamall maður, enda var hann þá aðeins 42 ára. Þá sá eg, hvað andlitið var unglegt; gráa hárið hafði blekkt mig, og það var síður en svo, að augun væri þreytuleg, þó að „þreytu- baugar“ væri undir þeim. Nei, þetta voru „vakandi“ augu, fall- eg augu og gott að horfa í þaú. í þeim glömpuðu gáfur, og eld- ur áhugans á boðskapnum, sem hann var að flytja. Og eg hafði engan tíma til að virða persónu hans fyrir mér frekar, — hann var varla búinn að tala nema tvær til þrjár mín- útur, þegar eg gleymdi öllu öðru en því, að missa ekki af nokkru orði, sem hann sagði. Eg stóð á öndinni meðan hann talaði. Eg veit ekki hvað ræðan tók langan tima, — hvort það var hálftími eða klukkutími. En líklega hefir engin stund verið eins fljót að líða á minni ævi. Og enginn prestur hefir nokkurntima talað jafn persónulega til min. Þvi að mér fannst öll ræðan til mín stíluð, hann vita allt, sem um mig var að vita, og eg standa þarna nakinn. En mér leið samt vel. Því að þó að eg fengi þarna hirtingu, þá fékk eg líka fyrir- heit, sem mér var hugsvölun að, einmitt þá, því að eg var í nauðum. Síðan kom eg oft í Jóhannes- arkirkjuna og hlýddi á Ricard,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.