Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 13

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 13
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 13 Langt er frá að erindi þetta, né kvæðið i heild, sé listaverk, hvorki að máli (efni) né formi. Það virðist vera flausturverk. — Litum fyrst á formið. Braghátturinn er forstigs- stökk* 1 * * * * *). Hver lína hyrjar á léttu stigi, en síðan skiptast á þungt og létt stig. Svo vel fari á, eiga þungu stigin ætíð að lenda á á- herzluatkvæði. í 1., 3. og 7. ljóð- línu lendir fyrsta þungstigið á orðunum er og og, sem ekki eru þess umkomin, að bera þunga (áherzlu) og sama er um orðið sem í 8. línu. En stærsti form- gallinn er í byrjun 4. línu, þar sem áherzlu-atkvæði fyrsta orðsins (lifn-) verður forstig, og því létt, og þó er ljóðstöfun látin á því lenda, sem aldrei á að vera i forstigi né öðru léttu stigi; en þunginn kemur á end- inguna -ar, sem í eðli sínu er létt atkvæðl. — Formréttar eru 2., 5. og 6. lína. I>á er að athuga málið (efnið). í fyrstu línu ræðir um hvað sé glatt sem fundur. Fundur er ekki lífvera (persóna), er geð- hrif geti liaft, gleði eða liryggð; orðið glatt er því málvilla, í stað gleðilegt, ánægjulegt. í 2. linu ræðir aftur um gleði, er skín á brá (hvað er svo glatt (gleðilegt) eins og þá er gleðin skin!). Sagt er um þann er gleðst, að hann verði léttbrýnn, en Ijósbrýnn heyrist aldrei sagt um slikt. — í 8. línu virðist orð- ið „að“ sett til að fylla atkvæða- töluna, en liefir J)ar annars enga þýðingu, nema til mállýta. — Lofið um vínið (áfengið), og áhrifin af nauln þess, í síðari lduta visunnar, þótti ekki at- hugavert á þcirri tíð, er kvæðið var gert, og nokkuð lengi síðar. Þessi áfengis-lofsöngur i hverju samkvæmi, samhliða veitingum ]>ess, hefir vísl margan æsku- mann glapið, orðið honum til tjóns eða glötunar. Og nú, er vísindalegar rannsóknir og hag- fræðilegir útreikningar liafa leitl í ljós hvert skaðræði og þjóðarböl áfengisnautnin er, ættu lofsöngvar um hana að vera úreltir, og þar með að syngja: „Hvað er svo glatt . .. .“ En J)ótt J)essi margsungna visa liafi aldrei í góðu lagi verið og sé nú orðin al-óhæf til sam- kvæmissöngs óbreytt, mætti klastra við hana, svo nothæf gæti talizt enn um sinn nieðal alsgáðra manna: 1) Aðal-ganglag skáldfáksins er stökk, skeið og tölt, með for- stigi eða án þess um hverja gangtegund. * Hvað léttir geð seni góðra vina fundui er gleðin örfar f jör og lyftir hrá? Sem vors á tíma laufi skrýðist lundur, eins lifnar manns í huga kætin þá. Er ræður sýna sálarkjarna frjóa og söngur fagur glæðir hjartans yi. J)á vissulega heztu blómin gróa i hrjóstum þeim er geta fundið til. Hér er reynt að losast við ljóðalýti gömlu vísunnar. Og í stað Jiess að þar er áfengisnautn- in látin vera aðal-gleðigjafi samkvæmisins, er ])að hér vit- urlegar ræður og fagur söngur, sem er kjarni skemmtanarinn- ar, og ætti það að vera vænlegra til manngöfgunar. Þannig verður að fara með fjölda fornra Ijóða; færa þau í nútíma búning („snúa“ þeim), ella leggja þau á hilluna og geyma sem aðra forngripi, Jjar með taldir allir sáhnar, ungir og gamlir, sem ortir eru hátt- villt. — Skvldi næsta sálmabók sýna skilning á Jiessu? IV. Vegna þess hve mjög almennt skortir þekking á og tilfinning fyrir því, hvers krefjast her til þess, að mál og form ljóða sé þeirri ræðutegund, ljóðmálinu, hæfandi, er enn verið að dreifa út meðal þjóðarinnar moldviðri af svonefndum ljóðum, hlöðn- um allskonar lýtum og göllum. Enginn finnur að Jiessu, eða bendir á gallana, og svo heldur J)etta áfram að drepa úr fólkinu tilfinninguna fyrir þvi, hvort ljóð eru góð eða gölluð, lista- verk eða klambr. Með harna- bókum fullum af Ijóðum með allskonar lýtum og göllum, er ljóðasmekk barnanna þegar í æsku spillt, eða um leið og þau læra og syngja ljóðin. Enn eitt átakanlegt dæmi um Jiað, hversu í þessu efni er ástatt, er nýút- komið ljóðakver, nefnt „Börnin og jólin“-). Hafa tveir biskupar dáðst að kveri þessu og mælt með j)ví. — Höf er koha, sem áreiðanlega vill innræta börnum gott eitt. En hún er „barn sins tíma“, og „fórnarlamb“ hins al- menna smekkleysis á ljóðmál. Er fjarri mér að álasa henni; og biskuparnir taka af henni 2) Kver þetta tek eg til dæm- is vegna Jiess að eg hefi Jiað við hönd, og að það er nýtt og dáð mjög af lcirkjuhöfðingjum vor- um; en vel má vera að til séu aðrar ljóðabækur engu lýta- minni. hnjask. Um Jiá er, vegna meiri menntunar, furðulegra ljóða- smekklevsið. En vegna með- mæla Jæirra kvað kverið hafa runnið út. (Gott ef það verður ekki endurprentað!). í kveri þessu eru um 20 söng- lög og nokkrar þulur, allt með guðræknis og siðgæðis blæ. En öll söngljóðin (og eitt á káp- unni, eftir annan hö(.) eru meira og minna ljóðlýtum hlað- in, flest bæði að máli og formi. Er þar fjöldi af bragháttavillum, nokkrar málvillur og málnauðg- anir, viða ljóðstöfunarringl (h í stað k), og auka-atkva:ðapeðr jnikið, auk smærri ljóðlýta. Yrði langt mál að tína upp dæm- in, og verður að láta nægja þetta: Tvö kvæðin, h'vort 10 er- indi, fjórlína, eru látin hafa lag- boðann: „Atburð sé ég anda mínum nær“. Með þeim brag- hætti er eitt erindið. (Þ. e. ,,trochæus“). Af hinum (1.9) er- indunum eru 5 með hreinum forstigshætti, en 14 eru sam- hland af þessum háttum báðum. Sé miðað við lagboða-háttinn, eru 48 bragháttarvillur i Jiessum 19 erindum. Auk J)ess er J)ar m. a. Jætta: „1 litla stofu líta skulum við, J)ar Ijómar allt í heimilisins frið ....“ „Ljómar í frið“! Málvilla og málnauðgun í sömu linu. — í útvarps-barnatíma, sunnud. 21. des. 1941, las dómprófastur- inn í Reykjavík ljóð Jietta, o. fl. úr því kveri. Að kirkjuhöfðingj- arnir halda J)essum stórgölluðu ljóðum svo mjög fram sýnir, að þeir finna ekkert athugavert við þau i því efni. En samhliða guðræknis og siðgæðis hvatn- ingunni þar, er með þeim verið að „gróðufsetja“ í sálum barn- anna tilfinningarleysi fvrir öll- um lökustu göllum á máli og formi Ijóða. \r. Nokkur ljóðlýti, er minna her á, skal nú sýna: Áherzluskekkja, án háttvillu; þungi lendir á léttu atkv.: „Ástandið er ekki glæst.. . “ (-ið) „Kling-ling hringja kleprarnir . .. .“ (-ir) „Ekkert hlé á leirburðe ....“ (-e). I síðasta dæminu fer saman áherzluvilla og málnauðgun. Ofhljóðstöfun: „Já heill og Zieiður, Halldór okkar góður“ „Nú er horfið norðurland, nú á ég /ivergi /ieima“. I siðara dæminu einnig auka- atkv. (ofstig). Hljóðrofi, J)á er hljóðstafir lenda í nástöðu i linutá, t. d.: illa á, elli í, útsugu af, æfina átt. Til að fá skýran framburð livers hinna nástæðu hljóðstafa, t. d. í söng, verður þvínær að slita hljóðið. Hljóðloði, er samhljóðendur lenda i nástöðu, einkum í línutá, t. d.: einum með, falleg gull, sálar i’ó, öldin ný. I framburði lenda samhljóðendurnir í bendu, slásl saman, svo aðeins annar heyrist (fallegull, sálaró). Blísturshljóðaþröng er óþægi- leg í söng (kveðandi). Hér er dæmi: Inna skréin átján nú (-án nú) alda náir tíma, ára tjáist sextug Sjú (st s xt s) samin Jiá er ríma. (-er rím) Hér er hljóðstafa nástaða í öll- um hringhenduliðum, en J)að sakar minna en í linutá. Sam- liljóðenda náslaða er i 1. og 4. línutá, en blísturshljóðaþröng í 3. línu. Með visu Jiessari er „snúið“ ársetningarvísu úr rimu frá 1860, þar sem móti „nefna vér“ er rímað: „sextiger“. Þessi eini galli vegur meira en öll lýtin á vngri vísunni. VI. Laugardag 20/12 ’41 var meðal útvarps-atriða, eitt hið vinsælasta, sem útvarpið nú um sinn liefir að bjóða: söngur „Þjóðkórsins“, „Takið undir“. Af ljóðum Jieim, er J)á voru sungin, byrjaði eitt svo: 1. „Dansi rfansi cíúkkan mín, 2. . . dæmalaust er stúlkan fin, 3. . . voðafallegt hrokkið hár“ Hér er ofljóðstöfun í 1. línu; en gallann i 3. línu er of vægt að nefna málvillu, það er lireint sagt vitlaust mál,8) því fal-legt (prýðilegt, girnilegt, eftirsókn- arvert) getur ekki verið voða- legt. Snillingurinn P. 1. mælti iunilega með þessu einkum við 3) Þetta voða-mál er nú á allan hátt haft fyrir börnunum, hugsunarlaust, i daglegu tali, í útvarpi, og prentað í barnabók- um. Nú um jólin notaði þulur það í ræðu við hörnin, og leikari i ómyndarljóði, stórgölluðu, sem hann söng, og börnin áttu að taka undir. — Barnafræðari gaf börnunum fjTÍrheit um „voða- skemmtilega“ sögu, sem voða- gaman væri að!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.