Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ og eg varð aldrei fyrilr vonbrigð- um. Losk kynntist eg honum persónulega í K.F.U.M. í Got- hersgade.Þá var eg búinn að lesa mikið af rituni lians, og hafði gert mér það til hugarhægðar, og til þess að festa mér betUr í* minni, að þýða ýmislegt eftir Jiann, sem eg sendi síðan lieim til föður míns. Og þegar eg svo tók í mig lcjark og bað hann að leyfa mér, ef til kæmi, að láta Jhrla eiltlivað af þessum þýð- ingum heima, tók hann því prýðilega og gaf mér leyfi til að þýða og láta birta á íslenzku það al' ritum sínum, sem eg áliti að erindi ætli Jiingað. „Sú tilliugsun mundi gleðja mig,“ sagði hann, „að eignast ofurlitla annexiu á íslandi. Eg á þar góða vini, tvo þeirra tel eg með heztu vinunum mínum, (síra Fr. Friðriksson og Bjarna Jónsson vígslubiskup) — eg og við, þeir „gömlu“ hérna, hugs- um mikið til K.F.U.M. starfsins í Reykjavík og biðjum fyrir því. Mig langar oft til-að skreppa þangað, en þó að eg liafi ferð- ast mikið, treysti eg mér ekki (il Islands með litlu skipunum, sem þangað sigla. Eg er svo sjó- veikur.“ Og oft minnast þeir, prestarn- ir okkar, síra Friðrik og síra Bjarni, á Ricard. Og það er eins og þeir breyti þá alltaf um róm, ósjálfrátt. Það er jafnan auð- fundið, að þejr elskuðu liann mikið, og bera mikla virðingu og lotningu fvrir minningu hans. Síra Friðrilí dregur l. d. enga dul á það, að liann lítur upp til Ricards, sem síns góða „stóra bróður“. Hann segir t. d. í minn- ingargrein um hann (Mánaðar- hl. K.F.U.M. Júní 1929): „Hann hafði alla mögulega yfirburði frarn yfir mig. Hann var mér fremri í öllu, og andlega veit- andi í sambandinu, þótt hann væri fjórum árum yngri, en það var sem hann aldfei vissi af því. Hann tók mig inn á sitt fagra æskuheimili og kom mér í kynni við hámenntað fólk, föður sinn og móður, og veitti mér ógleym- anlegar stundir.“ Um prédikun- arstarf Ricards segir síra Frið- rik ennfremur: „Svo mikill pré- dikari var hann, að liann hélt kirkju sinni yfirfullri allt til dánardags, og hvar sem hann kom á landinu, þyrptist fólk að honum að hlusta á hann. Sunnu- dagsprédikanir hans voru prent- aðar á mánudögum og þúsund- ir manna lásu þær. Og þó er það eins og svipur hjá sjón, að lesa þær. Öll framkoma hans í stólnum, var svo full af lífi og og kraftí, svo Jmgfangandi, að Smtdurlausir þankar Eftir Rannveigu Schmidt Er það ekki undarlegt, livað útvarpsstöðvarnar í smábæjunum í Bandaríkjunum virðast alltaf reyna sitt ítrasta til þess að ná í „speaker“, sem talar fram í nefið .... Hvað því fer fjarri, að þeir, sem liafa fallega söngrödd, liafi alltaf fallegan málróm .... og að það er ekki fegurð málrómsins, sem venjulega er aðaleinkenni leik- arans eða leikkonunnar .... frægu leikararnir John Barry- more og Álfred Lunt hafa ekki neitt sérlega fallegan málróm .... og þegar filinsleikararnir Clark Gahle og James Cagney tala, dettur manni lielzt í hug hás þokulúður .... Deanna Durbin, sem syngur eins og eng- ill, hefir harðan og óþýðan mál- róm .... en i hina röndina, enski filmsleikarinn Ronald Colman liefir ekki verið fræg- ur í tutlugu ár vegna sérstak- lega háttstandandi ieikhæfileika, eða vegna þess, að hann er lag- legheita maður, nei, það er mál- rómurinn hljómfagri, sem veld- menn urðu hrifnir aðeins af að sjá hann.“ Erfiður sjúkdómur þjáði Ric- ard árum saman og varð honum loks að bana á hezta skeiði. Hann varð aðeins 57 ára (d. 20 júní 1929. En á skírdag, eða 2. þ. m. var 71) ára afmæli hans). „Eg veit, að nú er þjóðarsorg í Danmörku“, segir sr. Friðrik í fyrrnefndri grein, — „og hjá öllum kristnum, æskulýð, og enginn getur fyllt skarðið full- komlega. En bót er að því, að hann heldur áfram að starfa í bókum sínum um ókomnar tíð- ir, og í hjörtum, þeirrar kynslóð- ar, sem þekkti hann og hlustaði á hann, mun hann lifa, meðan nokkur er eftir af þeim, sem urðu fyrir áhrifum frá honum. Hann dó ungur, en mörgum finnst, að hann liafi hlotið að lifa lengi, af því að innihald lífs hans var svo mikið, starfið svo stórt, álirifin svo víðtæk og arf- urinn, sem hann eftir skilur, svo mikill." — Hugleiðingin, sem hér birt- ist í blaðinu, er úr ræðusafn- inu „Vinter og Vaar“, og þýddi eg hana fyrir réttum aldarfjórð- ungi. Engu að síður finnst mér hún vera sem ný, og eiga full- komléga við í dag. ur þvi, að fólki hitnar um lijartaræturnar, þegar hann leikur .... og þegar leikkonan fræga, Lynn Fontanne, opnar varirnar á leiksviðinu, þá gefast áheyrendurnir upp samstundis af aðdáun og lirifningu, því mál- rómurinn er þannig, að eitthvert yndi læsir sig um þá og því skiptir eiginlega óslcöp litlu, hvað Iiún hefir að segja .... Málrómurinn hennar Stefaníu Guðmundsdóttur hafði lík á- hrif. Og einstaka fólk, sem eg liefi kynnst, hefir þetta laðandi seiðmagn i málrómnum . . t. a. m. norsk kona, sem eg þekki vel og heitir Solveig Bjelke; — hún er gift Henrik Bjelke, sem, er hafnarverkfræðingur i Oslo, og er hann víst í ætt við Henrik Bjelke þann, sem alræmdur er í sögu Islands, en þessi Henrik okkar er allt öðruvísi innréttað- ur maður; — Solveig er ekki neitl sérstaklega falleg kona, en þegar hún hyrjar að tala, finnst manni hún verða fögur eins og gyðja .... og heima man eg eftir konum og körlum, sem höfðu alveg sérlega indælan málróm .... hún Lovísa Fjeld- sted var ein þeirra og tveir is- lenzkir karlmenn hafa — og þetta eru engar ýkjur — feg- ursta málróm, sem eg nokkurn- tíma liefi heyrt; annar var Guð- mundur læknir Hallgrímsson og hinn var fornkunningi minn, (Ólafur Halldórsson frá Mjóa- firði .... Eins og kunnugt er, hafa Þjóðverjar strangt eftirlit með því, sem prentað er í blöðum ' ánauðar-ríkjanna .... í Dan- mörku mega blöðin ekki prenta neitt, sem Þjóðverjum líkar miður .... í landinu er Quis- linga-flokkur og er litill flokk- ur, en nýtur auðvitað styrks Þjóðverja . . Flokkurinn heldur úli blaði einu og í því var á dög- unuin grein með aðfinnslum um danska rikisútvarpið, eftir sögn vikublaðsins „Bien“ í San Fran- cisco . . útvarpið er, eins og gef- ur að skilja, undir „umsjá“ Þjóðverja . . En þetta stóð í greininrii: „Sá sem les upp sím- skeyti í útvarpinu, kann þá list, að lesa upp, þannig, að öllum er ljóst, að Jiann í fyrsta lagi ekki sjálfur trúir orði af því, sem hann er að lesa, í öðru lagi, að hann veit það með vissu, að hann er að fara með lýgi, í þriðja lagi, að lionum hefir ver- ið þvingað til að lesa símskeytið í útvarpið“ .... Margt er minnisstætt .... Húsmæður „sulta“ ávexti og grænmeti á haustin og geyrna til vetrarins .... Á stjórnar- og ræðismannsskrifstofum og í sendiráðum er það kallað að „sulta“, þegar mál eru geymd eða það er dregið að sinna þeim .. þetta er alsiða á slikum skrif- stofum um allan heim .. en á þessum ósið haf£Si Sveinn Björnsson ríkisstjóri hina rnestu skömm, rneðan hann var sendi- lierra í Kaupmannahöfn .... hann liafði þann vana, að bíða aldrei til morguns með það, sem hægt var að gera í dag .... Götuspeglarnir, sem hanga á gluggum í hverju húsi og hverri íbúð í dönskum smábæjum, en þeir spegla götuna, þvera og endilanga, og allt, sem þar gei'- ist . . geta liúsmæðurnar þann- ig séð liverju fram vindur allt i kring .. Hvers vegna láta þær sig slíkt skipta, spyr þú .. þú getur hengt þig upp á, að þær láta sig það skipta .... íslend- ingurinn, sem vildi koma sér vel við stúlkur og alltaf notaði sömu setninguna: „Einhvex-ntima ætla eg að skrifa skáldsögu um þig“ .... -þegar finnska tónskáldið Sibelius á árunum stjórnaði konunglegu kapellunni í Iíaup- mannahöfn — þeir spiluðu „Finlandia“ .... Norskum kunningja minum þótti gaman að „slöngva fram“ þessari setningu, sem liann hafði úr einhverri reyfara-sögu . . og þýði eg með vilja oi-ðrétt á band- vitlausa íslenzku: .... „Hver mundi í þessum elegant klædda hei-ra hafa kannast við slátrar- ann frá Pont de Neuf — en það var heldur ekki hann“ .... Þið hugsið víst stundum, þegar þið lesið greinarstúfana mína: . . „Hvernig getur þessi kvenmað- ur haldið áfram að ski'ifa þessa. hégóma-pistla, meðan heimur- inn er alveg af göflunum að ganga“ — en það er einm.it t þess vegna .... í reglugei-ð sem gefin var út i Berlín árið 168 er „kvenkyns- fólki“ bannað að mála sig í framan með þeim ósetningi að di-aga karlmenn á tálar. „Kven- kyns-fólkið“ mátti aðeins mála sig til að „halda liörundi sínu við“. Vesalings löggæzlumenn- irnir hafa ekki verið öfunds- verðir af því að greina á milli þess „kvenkyns-fólks“, sem málaði sig til að „halda hörund- inu við“ og þess, sem málaði sig til að draga karlmenn á tálar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.