Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 12

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 12
12 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Ræðir I. íslendingar hafa frá fornöld verið og eru enn taldir ljóðelsk- ir. Líklega fleiri ljóðasmiðir hér. að tiltölu við mannfjölda, en lijá öðrum þjóðum. Misjafnt liagleiks-handhragð hefir ætíð á þeim smíðum verið, sumt klambr, annað listarsmíði. A. m. k. á rímnakveðskapartíma- bilinu sýndu sumir rímararnir fágæta list i meðferð málsins, er hinir dýru braghættir lýsa (svo sem vatnsfeld sléttubönd, o. fk), liklega framai- en til þekkjast dæmi meðal annara þjóða. Ljóðstöfun (alliteration), sem er sérstakt ljóða-einkenni á íslenzku, hefir hingað til oftast verið virt, með þeirri nákvæmni, sem lmn krefur. En að öðru leyti hefir islenzkri söngljóða- 'gerð fyrr og síðar verið stórum bótavant að formi, einkum um alla forstigs-braghætti, þar sem fyrsta orð (alkvæði) hverrar ijóðlínu á að vera íétt (án á- herzlu) og má. ljóðstöfun því ekki falia á það. En sé rangort undir slíkum bragháttum, falla áherzlur og Ijóðstöfun fjarri lagi. T. d.: //ingað gekk /iet.jan unga úeiðar um brattar leiðir /annamundar að /inna /ríða grunnd í hríð stundum. Nú ræðst enginn á engi — í astarbáli fvr sálast—- s/yttuband.s/orð að hitta s/ýrir priks yfir mýri. Hér er engin lína formrétt, á- herzlu-atkvæði, í forstigs sæti, áherzlur skakkar og auka at- kvæði í 6. línu. Braghátturinn er réttur svona: Fyr hingað hetjan unga um heiðar gekk oft Ieiðir i hríð að finna fríða að Fróðá baugatróðu. Nú enginn íla gengur — af ást fyr helju gistir —- á fund við faldahrundu á færi vfir mýri. Háttviltir eru allir sálmar frá fyrri tímum, og sumir frá þess- ari öld, sem ortir eru undir hátt- " um, er forstig eiga að hafa; jafnframt er á þeim röng Ijóð- stöfunarsetning og áherzlur skakkar. T. d. á sálminum: „AlJt eins og blóm(str)ið eina“ að hér um ljóðalýti Eftir Björn Bjarnarson. liafa sama braghátt (ljóðform sama) eins og sálmurinn „Á liendur fel þú honum“. Hallgr. P. þekkti ekki, fremur en aðrir á þeim tíma, rétt form forstigs- braghátta; þess vegna eru áherzlur (í söng) rangar á flest- um ljóðlínum þcirra sálma Iians, eins og annara fyr og síð- ar, sem rangortir eru undir slíkum bragháttum. Allvíða þar sem svo er háttað er lagfæring auðveld, þarf oft að eins að færa staka atkvæðið (stigið), sem lent hefir inni i ljóðlínunni, fram fyrir, án þess að mál eða efni spillist. Hér er eitt dæmi (úr sálma- bók): Gamla lagið: Sundugi maður, sjá að þér, sál þín svo hlópin verði; eilíft líf byrjar hver sá hér hreina iðrun sem gerði. Snúið: Þú seki maður, sjá að þér, að sál þín hólpin verði; þá byrjar sína helgun hver er hreina yðrun gerði. II. „Pegasus“ er kostaklár, sem farið getur á „öllum gangi“, eft- ir því sem riddarinn hefir lag á að „halda honum til“. Fjöldi þeirra, er honum hafa „farið á bak“, hafa setið hann sem klauf- ar, og ekki fengið lijá honum ærlegan sprett. Undir slíkum bósum fléttar liann og vixlar, hleypur út undan, prjónar og eys (eins og til að lostast við riddarann!), og er stundum sí- hnjótandi undir sumum. Aðeins fáir hafa kunnað að halda hon- um á lireinum gangi á hverjum spretti. — En vegna þess að hin formgölluðu Ijóð, og ljóð ýms- um öðrum lýtum hlaðin, eru enn höfð í hávegum, og prentuð ólagfærð í söngbókum, sem mikið eru notaðar, þar á meðal messusöngsbókum, drepur þetla ljóðsmálssmekkinn úr þjóðinni. Sumir vinsælir ljóðasmiðir, er lifðu fram á þessa öld, hirtu lítt um formfegurð Ijóða sinna, né surfu af þeim önnur lýti. T. d. Gr. Th. og B. Gröndal virtust fyrirlíta réttar ljóðsmálsreglur af ásetningi. Margt af ljóðum P. Ó. er formvilt. T. d. Stjörnu- vísa hans, er margir munu kunna, hefir enga línu form- rétta. — Hér er henni „snúið“ í rétt form: Á morgna’ eg stend lijá Stjörnu, hún Stjarna vill að tarna; með korn eg kem til Stjörnu, þvi kjarnamat fær Stjarna. Það stirnir líka’ á Stjörnu, og Stjarna’ er greið á hjarni; því girnir stráka Stjörnu þó Stjarna sé með barni. Málnauðganir (orðmynd brjálað rímsins vegna) ex-u al- líð og ljót ljóðalýti. Það var fyrrum nefnt „skáldaleyfi“, en má nú teljast ósamboðið skáldi. T. d. að nota orð í röngu falli, fallendingalaust: blund í stað blundi, dx-aum, dóm, frið, heim, liljóm, rann, seim, sti-aum, stól, veg, pín, sín, þín (i stað þina, þínu, þinna), o. s. frv. Sum vinsæl skáld hafa verið óspör á þetta, t. d. Stgr. Th., m. a. í 3 smáversum, 6 sinnum: „í helg- um frið.“ — Ungur sálmasmið- ur yrkír svo: „sem upprætt sti-á í iðustraum“ .... „í vöku og draum“ .... „ei huggun gefst í heim“ .... „af solli og seim“ .... Málnauðgun er einnig að ríma t. d. „móarner“ móti „gómsæt ber“, o. a. þvílikt. — Þeir, sem ekki geta sett saman Ijóð án þess að misbjóða mál- inu, ættu nú helzt ekki að fást við ljóðagerð. Ljóðstöfunarringl er algengt Jjóðalýti, t. d. að nota h í stað k. — Kr. „fjallaskáld“ notaði það mikið, líklega vegna framburð- venju þar nyrðra; en úr því verður oft málvilla (hvað == kvað, liver = kver), og má það nú telja óhæfa meðferð málsins. Atkvæðisvöntun ýstigfall), t. d. er forstig vantar í þess kyns braghætti, er eitt algengt ljóða- lýti. Auka-atkvæði (ofstig), t. d. forstig þar sem það á ekki að vera, samkvæmt braghættinum, tvö í stað eins, eða aukastig ann- arsstaðar í Ijóðlínu, er Ijóðalýti, sem mjög mikið er um. Rímleysur og ljóðstafaleysur hæfir ekki að nefna ljóð; það væri að smána íslenzkt ljóðmál. Ljóðasóninn sýnist mér sveinar fáir vandi. Þjóð á Fróni beina ber boðnarlá í standi. III. Ritdómar um bækur sjást oft í blöðum og safnritum, og fyrir kemur það að gagnrýnt sé ó- bundið mál. En um ljóðabækur er venjulega annaðhvort þagað, eða þær eru lofaðar hástöfum. Minnist eg ekki að hafa séð gagnrýni á verki nokkurs ljóða- bókarhöfundar síðan í ritdómi Valtýs G. um ljóð Einars Ben. (Grænlandsrímuna) — því varla getur það talizt, er eitt blað fyrir skömmu í fám orðum fann að rímleysum hjá Jóh. úr Ivötlum, ætlaðar börnum! Oft eru úrvalsvísur birtar í ritfregn- unum, er sýna eiga snilli liöf- undarins, og ætlazt er til að menn verði hrifnir af. En sum- ar þeirra liafa verið stórgallað- ar að formi, og með ýmsum öðr- um ljóðmálslýtum. Ljóðabókamoldviðrið á síðari tímum, þar sem morar af alls- konar ljóðlýtum, og dálætið á sumum fyrri tíma ljóðasmið- um og ljóðum þeirra, þótt mis- jöfn séu, og sum stórgölluð, hefir gert almenning tilfinning- arlausan í þeim sökum, svo þar er naumast greint milli góðs og ills, öll gagnrýni (kritik) úti- lokuð. Fjölmörg dæmi þessu til sönnunar mætti leiða fram, en það tæki mikið rúm. Mun þó ekki verða komizt hjá þvi, að sýna dæmi; og svo ekki sé ráð- izt á garðinn þar sem liann er lægtur, er það tekið úr ljóðum J. Hallgr. Um rúmlega aldarskeið (síð- an 1836) liefir ekkert íslenzkt ljóð verið eins þrásungið, „ná- lega i hverju samkvæmi", eins og „Vísur Islendinga", einkum fyrsta erindið: 1, Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur, 2, er gleðin skín á vonarhýrri brá? 3, Eins og á vori /aufi skrýðist /undur 4, /ifnar og glæðisl hugarkætin þá. 5, Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa 6, og guðaveigar lífga sálaryl, 7, þá er það víst að beztu blómin gróa 8, í brjóstum sem að geta fundið til. ;

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.