Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 8
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ að dreifa, sem getur hjálpað okkur um svo mikið af blómum á þessum árstima. Og það er konungurinn. Þess vegna verð- um við að senda einhvern til konungsins og biðja liann um hjálp.“ Enn lutu allir höfði til sam- þykkis og hrópuðu: „Til kon- ungsins, til konungsins.“ „En svo er nú eitt,“ hélt öld- ungurinn áfram, og undir skegginu gaf að líta fagurt bros, „hvern eigum við að senda til konungsins? Hann verður að vera hraustur og ungur, því að leiðin er löng, og við verðum að setja bezta hestinn okkar undir hann. En hann verður líka að vera fallegur og góður, liafa hrein og skær augu, svo að kon- ungurinn verði hrifinn af hon- um. Hann á ekki að þurfa að að mæla margt, en augu hans eiga að tala. Bezt væri ef til vill að senda barn, laglegasta barnið i héraðinu, en hvernig ætti barn að gela farið í slíka ferð? Vinir minir, þið verðið að bjálpa mér, og ef einhver er sá, sem takast vill ferðina á hendur eða þekkir einhvern, sem það vill gera, þá bið eg hann að gefa sig fram.“ Öldungurinn þagnaði og leit í kring um sig og það stafaði ljómi úr augum lians, en eng- inn gaf sig fram, og það varð dauðaþögn. — Þegar hann endurtók spurn- inguna, þá gekk unglingur einn fram úr hópnum, 16 ára gamall, en barnslegur að útliti. Hann leit til jarðar og roðnaði, þegar hann ávar^aði öldunginn. Öld- ungurinn horfði á hann og sá á augabragði að þetta var rétti sendiboðinn. Hann brosli og sagði: „Það er gott, að þú vilt vera sendiboði okkar. En hvað kemur til þess, að á meðal allra þeirra, sem hér eru, skuli eng- inn gefa sig fram nema þú?“ Þá leit unglingurinn upp og á öldunginn og sagði: Ef enginn annar gefur sig fram, þá lofið þið mér að fara. Og rödd heyrð- ist úr liópnum, er sagði: „Öld- ungur, sendu hann, við þekkj- um hann. Hann er héðan úr þorpinu og jarðskjálftinn eyði- lagði blómgarðinn hans, en það var fallegasti garðurinn í öllu þorpinu.” Öldungurinn horfði vin- gjarnlega á piltinn og sagði: „Tekur þig sárt vegna blóm- anna þinna?“ Unglingurinn svaraði lágt: „Eg sakna þeirra, en af þeim ástæðum hefi eg nú ekki gefið mig fram. Eg átti góðan vin, og ungan fallegan hest, sém mér þótti mjög vænt um, þeir fórust báðir i jarðskjálftanum, og þeir hvíla heima í skálanum okkar. Það verður að ná i blóm, svo að hægt sé að greftra þá.“ Öldungurinn lagði hendur yf- ir hann og blessaði hann, og þeg- ar i stað var bézti besturinn sóttur og á svipstundu var ung- lingurinn kominn á bak, klapp- aði á hálsinn á hestinum og hneigði sig i kveðjuskyni. Þvi- næst hleypti hann á braut út úr þorpinu og þvert yfir hina blautu og sundurtættu akra. — Allan daginn var ungling- urinn á ferð. Til þess að komast sem fyrst til aðsetursstaðar kon- ungsins, lagði hann leið sina yf- ir fjall eitt, og um kvöldið, þeg- ar byrjaði að dimma, teymdi liann hestinn á eftir sér upp brattan stig, gegn um skóg og kletta. — Stór, svartur fugl, ólikur öðr- um fuglum, flaug á undan hon- um. Hann fylgdi á eftir, ])angað til fuglinn settist á þak litils nmsteris, er stóð opið. Ungling- urinn skildi hestinn eftir i skóg- arrjóðrinu, og gekk inn á milli trésúlnanna og inn í hinn ó- brotna helgidóm. Hann fann þar fórnarhellu, er lá-iá svörtum steini, sem ekki var til i héraði því, sem hann átti heima í, og á henni var einkennileg táknmynd einhvers guðdóms, er sendiboð- inn þekkti ekki: lijarta, sem .ránfugl var að rífa í sig. Hann voltaði guðdóminum lotningu sína og færði hönum blátt klukkublóm að fórn, seni hann hafði fundið við rætur fiallsins og stungið á sig. Því næst lagðisl liann niður í eitt hornið í musterinu, því að hann var mjög þreyttur og syfjaður. En hann gal ekki sofnað, sem hann átti annars venjulega hægt með. KlukkiibV/inið á hellunni. eða svarti steinninn sjálfur, eða hvað sem bað nú var, gaf frá sér einkennilegan, bungan og sárs- aukablandinn ilm. Það glampaði drnugalega á hina ógurlegu táknmynd guðsins í dimniu musterinu. og upp á þakinu sat svarti fuglinn og barði vængj- unum í sifellu, svo að það stóð gustur af honum. Og svo fór, að tim miðja nótt stóð unglingurinn á fætur, gekk út og leit upp á þokið til fuglsins. Hann barði vængjnnvim og horfði ó piltinn. Af hverju sefur þú ekki? spurði fuglinn. O, eg veit ekki,“ sagði ung- lingurinn. „Ef lil vill af þvi að eg hefi orðið fyrir sorg.“ „Hverskonar sorg hefir þú orðið fyrir?“ „Vinur minn og uppáhalds- hesturinn minn eru báðir dán- ir.“ „Er nú dauðinn svo hræði- legur?“ sagði fuglinn og glotti. „Ónei, stóri fugl, liann er ekki svo hræðilegur í sjálfu sér, hann er aðeins kveðja, og það er ekki þessvegna að eg er hryggur. En það er sárt að eg get ekki jarðað vin minn né fallega hestinn ininn, af því að eg hefi engin blóm.“ „Ó, það er nú sumt verra en þetta,“ sagði fuglinn, og baðaði 'ósjólfrátt vængjunum. „Nei, fugl, eg get ekki hugsað mér neitt sárara en þetta.“ Sá, sem gi-afinn er án blómfórna, honum er varnað þess að endur- fæðast eftir ósk hjarta síns. Og sá sem greftrar ættingja sína blómalaust, hann sér ávallt skugga þeirra í draumi. Og þú sérð að ég get ekki sofið, af því að hinir framliðnu vinir mínir hafa engin blóm fengið.“ Fuglinn gargaði með boguu nefinu. „Ungi sveinn, þú veist ekki hvað sorg er, ef þú hefir ekki reynt annað en þetta. Hefirðu ])ó aldrei heyrt talað um neinar ógnir né skelfingar? Veiztu ekki livað liatur, morð og afbrýði er?" Þegar Unglíngurimi heyrði ])essi orð, liélt hann að síg værí að dreyma. Þó áttaði hann sig og sagði feinmislega: „Jú, fugl, eg liefi heyrt talað um þetta, eg hefi lesið um það í gömlum sögum og æfintýrum. En það er svo fjarri raunveru- leikanuin. Ef til vill hefir það verið svona einu sinni fyrir löngu, þegar engín blóm né góðir guðir voru tíl. Hver skyldi vera að hugsa um það lengur?“ Fuglinn hló kuldalega. Hann reis upp og sagði við ungling- inn: „Og nú ætlar þú til kon- ungsins, eg skal visa þér veg- inn.“ „Þú ratar þá,“ hrópaði ung- lingurinn glaður í bragði, og ef þú vilt visa inér leið, er eg þér mjög þakklátur.“ Þá settist stóri fuglinn hljóð- lausl á jörðina, breiddi út væng- ina og skipaði unglingnum að skilja hestinn sinn eftir og koma með sér til konungsins. Sendiboðinn settist á bak fugl- inum. „Lokaðu augunum," sagði fuglinn, og er nnglingur- FRÚ ANTENOR PATINO hét áður Christina Bourbou, og er tengdadóttir Simon Patino stórauðugs tinnámueiganda í Boli' viu. Hún er tolin einhver bezt klædda kona í lieimi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.