Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 11

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 11
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 11 hljómlist, guðsþjónustu og sél- arfrið?“ Við að hlusta á þessi orð, hafði konungurinn dropið höfði. Þeg- an hann leit upp hafði andlit lians skipt um svip, og hlýtt bros hafði færst yfir það, enda þótt hann hefði tárast. „Ungi sveinn,“ sagði konung- urinn, „eg veit ekki, livort þú ert heldur barn eða vitringur eða ef til vill ertu líka guð. En eg get einungis svarað þér með þvi, að við vitum hvað allt j>etta er, sem þú hefir nefnt og gðymum í sál okkar minningar um það, sem þú varst að tala um. Okkur segir hugur um, að til sé ham- ingja, til sé frelsi, til séu góðir guðir. Hjá okkur hefir varð- veitzt þjóðsögn um einn spek- ing fornaldarinnar, að hann hafi fundið einingu heimsins í sam- hljómi himinhnattanna. Nægir þér þetta svar? Vera má að þú sért alsæll andi úr öðrum heimi eða þá guð sjálfur, en hvort heldur sem er, þá áttu ekki þá lvamingju, þann mátt, þann vilja, að við höfum ekki hug- boð um það allt.“ Konungurinn stóð skyndilega á fætur, og unglingurinn var forviða að sjá að um augnablik brá bliðu brosi yfir andlit lians. „Nú skaltu fara,“ sagði hann, „farðu og láttu okkur berjast og drepa hvern annan. Þú hefir mýkt- lijarta mitt, þú hefir minnt mig á móður mina. Ekki meira af þessu, ungi vinur minn. Farðu nú af stað og flýðu, áður en næsta orusta hefst. Þú kem- ur mér í hug, meðan borgirnar brenna og blóðið fossar, og eg minnist þess, að heimurinn er ein lieild, eg minnist heimsku okkar, reiði og villimennsku, scm við getum ekki losað okkur við. Verlu sæll og berðu stjörn- unni þinni kveðju frá mér og guðdómi þeim, sem liefir að tákni hjarta, sem villtur rán- fugl er að rífa í sig! Eg þekki þetta hjarta, eg þekki þenna fugl ofurvel. Og hevrðu nú til, ungi vinur minn, sem hingað erl kominn frá öðrum heimi, þegar þú nú minnist aumkunar- verða konungsins í stríðinu, þá minnstu hans ekki, þar sem hann sat hnýpinn af sorg, held- ur minnstu hans þegar hann brosti með tárin í augunum með blóði drifnar hendur.“ Konungurinn lyfti upp tjald- skörinni sjálfur, án þess að vekja þjóninn, og hleypti gest- inum út. Fullur nýrra hugsana gekk unglingurinn til baka yfir sléttuna og sá yzt við sjóndeild- arhringinn, í kvöldskininu, stóra borg standa í ljósum loga, og allt til myrkurs lá leið hans yfir dauða menn og sundurhöggna hesta, en þá komst hann til skógivaxna fjallsins. Þá kom stóxú fuglinn fljúg- andi ofan úr skýjum; liann tók liann á bak sér, og þeir flugu út í dimmuna, létt og hljóðlaust. Þegar unglingurinn vaknaði eftir órólegan svefn, lá hann í litla musterinu á fjallinu og fyrir framan musterið í votu grasinu stóð hesturinn hans og lmeggjaði móti komandi degi. En um stóra fuglinn og ferð sína til annarar stjörnu, um konunginn og vígvöllinn, vissi hann ekkerl frekar. Allt þetta var ox-ðið að skugga í sál hans. Sendiboðinn sté á liestbak og reið allan daginn og kom til konungsins í höfuðborginni, og það sýndi sig, að hann var rétti sendiboðinn. Því að konungur- inn tók á móti honum með inni- legri kveðju, snart eiini hans og sagði: „Augu þín hafa talað til hjarta xníns, eg veit erindi þitt. Bæn þin er heyrð“. — Sendiboðinn fékk jxegar í stað konungsbréf, þar sein honum var boðið svo mikið af blómum sem hann þyrfti nxeð. Honum voru fengnir fjöldi hesta og vagna, og fjöldi fylgdai-manna fór nxeð honum á leið. Þegar hann svo, eftir að lxafa komist franx Ixjá fjallinu eftir nokkurra daga fei'ð, út á þjóðveginn i héraði síixu, þá kom hann með f jöldann allan af vögnunx, kerr- um, körfuxxx, hestum og nxúl- dýrum, og allt var þetta lxlaðið fegurstu blómuixx úr görðunx og vermireitum, sem mikið var til af í því héraði, þar seixx konung- ui'inn liafði aðsetur. Og nóg varð til af blómum, til þess að skreyta líkanii lxinna dánu, og lil þess að prýða gra'fir þeirra ríkulega og í minnismerki um sérhvern liinna fraxnliðnu, og það var liægl að gróðursetja blóm og tré á leiði hvers eins, eins og venjan líka krafðist. Söknuður sendiboðans uin vin- sinn og uppáhaldshest yfir- gaf hann og breytlist i bljóða, lilýja minningu, eftir að liann liafði fórnað þeixxx blómum og grefti'að þá, og gróðursett á leið- unx þeiri'a tvö blóm, og tvö á- vaxtati'é. Eftir að haiin lxafði friðað hjarta sitt og uppfyllt skyldur sínar, byi'jaði endurmimxingin um næturfei’ðina að láta.á sér bæra í sál lxans, og hann bað vini sína uixi að lofa sér vera einum heilan dag. Hann seltist undir vizkutréð og sat þar einn dag og eina nótt og lét myndir þær, senx hann hafði séð á hinni f jar- lægu stjörnu, líða um hug sinn. Þvi næst fór hann einn dag til öldungsins, bað hann uixi að nxega tala við liann í einrúnxi og sagði lxonxmx frá öllu saman. Öldungurinn hlustaði á, sat þvínæst kyrr og niðursokkinn i hugsanir sínar og spurði að lok- um: „Viniir minn, hefurðu séð þetta allt með þínum eigin aug- um, eða er það aðeins draum- ur?“ „Eg veit það ekki,“ sagði unglingurinn. „En eg gæti liald- ið, að það liafi verið draumur. Sanxt sem áður finnst mér naumast unx mismun að ræða frá því, að það hefði gerst í vöku. — Það er orðið að skugga í sál minni og frá þessari stjörnu blæs kaldur næðingur inn i liamingjuheim lífs míns. Þess vegna spyr eg þig, tigni öldung- ur, hvað á eg að gera?“ „Þú skalt fara aftur á morg- un til fjallanna," sagði öldung- urinn, „og til staðarins, þar senx þú famist musterið. Einkennileg finilst niér táknmynd þessa guð- dóms, sem eg hef aldrei lxeyrt talað um, og vel má vera, að það sé einhver guð frá annari stjörnu. Eða er þetta musteri og þessi guðdómur svo ganxalt, að Jxað sé frá.dögum elztu forfeðra vorra, aftan úr grárri forneskju, Jxegar vopnin, kvíðinn og Iiræðslan við dauðann drottn- uðu yfir ínönnunum. „Fai'ðu til musterisins, kæri vinur og taktu með þér hlóm og hunang og hörpuna þína.“ Unglingurinii Jxakkaði öld- ungnum og fór að ráðum hans. Hann tók með sér hörpu sína og fulla skál af ilmandi hunangi, sem vant er að setja fyrir heið- ursgesti snemma sumars við fyrstu hunangshátíðina. Á fjallinu fann hann staðinn aftur, þar sem hann áður hafði fundið bláa klukkublónxið. Hann fann Jxar bratta klettagötu, sem lá gegn um skóginn upp á fjallið, Jxar sem liann hafði stigið af hesti sinum. En musterisstaður- inn og musterið sjálft, svarti fórnarsteinninn, trésúlurnar, Jxakið og stóri fuglinn á þakinu sást hvergi Jxann daginn og ekki heldur næstu daga og enginn gat vísað lionum á nxusterið sem hann var að leita að. Þá snéri lxann aftur heinx til sin, og Jxegar liann fór franxhjá Miniiinganxusterinu gekk hann inn, skildi þar eftir lxunangið, spilaði lSg á hörpuna og fól guð- dómi kærleikans draum sinn, musterið og fuglinn, fátæka bóndann og hina föllnu á vig- vellinum og Jxó einkum konung- inn i tjaldinu. Því næst gekk hann glaður í lijarta heim til sin, liengdi upp táknmyndina svefnherberginu sinu og féll í djúpan svefn, þreyttur af við- burðunx siðustu daga. Morgun- inn eftir byrjaði hann að lijálpa nágrönnunum, senx voru önn- um kafnir út á ökrum, við að afmá síðustu verksummerki jarðskjálftanna. S. G. þýddi. SLYS. r— Þessi 9 ára ganxla stúlka grét sáran í faðmi föðúr síns í réttarhaldi í New Yoi'k. Hún og leikbróðir henixar, sem eimiig var 9 ára höfðu verið að leika sér að byssu, er skot lxljóp úx’ henni og várð drengnunx að bana. „Eg vissi ekki að skot nxyndi hlaupa úr byssuiini“, andvai'paði litla stúlkan. En þetta ætti að kenna fólki að liafa ekki hættuleg tæki i vegi lxarna, sem auð- veldlega geta orðið Jxeim að tjóni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.