Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Side 10

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Side 10
10 VfolR SUNN UDAGSBLAÐ er frá í ljótustu æfintýrunum okkar. Því hefi eg komiS til þin, konungur, að mig langar að spyrja þig, hvort eg geti auð- sýnt þér nokkura hjálp. Konungurinn, sem hafði hlýtt á með athygli, reyndi að brosa, en hið fallega andlit hans var svo alvarlegt og svo'soi’g- bitið, að hann gat ekki brosað. „Eg þakka þér fyrir,“ sagði hann, „þú getur ekki veitt mér neina hjálp. En þú minnir mig á móður mína, og þess vegna er eg þér þakklátur. Unglingurinn varð hryggur yfir þvi, að konungurinn gat ekki brosað. „Þú ert svo lnygg- ur,“ sagði hann, „er það vegna þessa stríðs?“ „Já,“ sagði konungurinn. Unglingurinn gat ekki stillt sig um að leggja spurningu fyr- ir þenna dapra, en að því er hon- um fannst, göfuga mann, þó að hún væri nokkuð særandi, um leið og hann sagði: „Segðu mér konungur, hvers vegna heyjið þið þessi stríð á stjörnu ykkar? Hver á sök á því? Áttu sjálfur einhverja sök á því?“ Konungurinn horfði lengi á sendiboðann. Hann virtist móðgaður af þessum djörfu spurningum. Og honum fannst hann ekki geta horft í augu þessa hreinskilna, saklausa ung- lings. „Þú ert barn,“ sagði konung- urinn, „og þetta eru hlutir, sem þú skilur ekki í. Það á enginn sök á striðinu, það kemur af sjálfu sér eins og stormar og þrumuveður, og við allir, sem heyjum stríð, við stofnum ekki til þess, við erum aðeins fórn þess.“ „Þá er dauðinn ykkur létt- bær,“ sagði unglingurinn. Hjá okknr, á minni stjörnu, eru menn ekki hræddir við dauðann; flestir ganga honum fúsir á hönd, og margir ganga glaðir móti ummyndun sinni; þó niuhdi enginn maður leyfa sér að drepa annan. Á ykkar stjörnu hlýtur þetta að vera öðruvisi.“ Konungurinn lirissti höfuðið. Hjá okkur eru ósjaldan drepnir menn,“ sagði hann, „þó lítum við á það, sem versta glæp. Að- eins í stríði er það leyft, af því að i striði drepur enginn annan af hatri eða öfund, heldur gera allir aðeins það, sem heildin krefst af þeim. En það er fá- vizka, ef þú heldur, að dauði okkar sé léttbær. Þegar þú liorf- ir framan i nái okkar, geturðu séð það. Dauðinn er erfiður. Menn deyja nauðugir og stríða við dauðann.“ Unglingurinn hlustaði á orð konungsins og furðaði sig á sorgum og örðugleikum lífsins, sem virtust stjórna mönnunum á þessari stjörnu. Hann langaði að spyrja margs um, en hann fann það greinilega fyrirfram, að hann gat ekki skilið sam- hengi þessara myrku og hræði- legu liluta; hann fann á sér, að hann hafði engan vilja á að skilja jiað. Annað hvort voru I þessar aumkunarverðu verur, er byggðu ])essa stjörnu, lægri ættar, voru enn án góðra guða og var stjórnað af illum öndum, eða ])á að á þessari stjörnu voru mistök á öllu, og heimskan og fávizkan á háu stigi. Og honum fannst það ógöfugmannlegt og illa gert að spyrja þenna kon- ung nokkurs frekar og með því knýja út úr honum svör og játn- ingar, sem hver um sig hlaut að vera sár og auðmýkjandi fyrir hann. Þessir menn, sem lifðu í óljósum ótta við dauðann og samt sem áður myrtu hverir aðra hópum saman, þessir menn, sem báru í svip sínum svo augljóst merki um ruddaskap, eins og maðurinn, sem hann fyrst mætti, og svo djúpa og hræðilega sorg eins og konung- urinn, hann kenndi í brjósti um þá og honum virtust þeir ein- kennilegir og næstum því hlægi- legir, á sorglegan og svívirði- legan liált i senn. broslegir og bjánalegir. En eina spurningu gat hann samt sem áður ekki stillt sig um að bera fram. Þegar þessar vesalings verur liöfðu dregist aftur úr, þessi síðþroska börn, synir síðla friðaðrar stjörnu, og jiegar lífið skildi við þessa menn í örvæntingarfullum dauða- teygjum, þegar hinir dauðu voru lálnir liggja á orustuvellinum, jafnvel voru étnir upp — því að um þetta var einnig talað i hin- um hræðilegu æfintýrum for- tíðarinnar — þá hlaut þó ávallt „HiXií’bKuKitcK iNA/ji8i'A“. — Það er eins og skorið hafi verið með stórum hníf framan af húsi þessu, sem stendur i Moskva. Það sézt inn i hvert herbergi. Þýzk sprengja Jéll í grend við húsið og lék það svona. Rússarnir halda því fram Þjóðverjarnir leitist ekki við að hæfa hernað- arlega mikilvæga staði. að búa í þeim eitthvert hugboð um framtiðina, draumur um einhvern guðdóm, einhver vísir til andlegs lifs. Ef ekki var svo, þá var allur þessi ógeðslegi heimur aðeins tilgangslaus fá- sinna. „Fyrirgefið þér, konungur, sagði unglingurinn, innilegum róm, „fyrirgefið þér, en má eg spyrja þig einnar spurningar enn, áður en cg kveð þetta furðulega land.“ „Spurðu bara,“ sagði konung- urinn, sem fannst þessi ókunni maður nokkuð kynlegur í liátt- um, því að hann kom honum fyrir sjónir að sumu leyti eins og fagur, þroskaður og háfleyg- ur andi, en að sumu leyti eins og lítið barn, sem verður að hlífa og ekki er hægt að taka alvar- lega. „Ókunni konungur," mælti sendiboðinn, „það hefir valdið mér hryggðar að lieimsækja þig. Eg kom frá annari stjörnu, og stóri fuglinn á musterisþak- inu liefir haft rélt að mæla: lijá ykkur er miklu meiri neyð en eg hefði getað látið mér detta í hug. Líf ykkar virðist einn angistar- draumur, og eg veit ekki hvort ykkur er heldur stjórnað af guð- um eða illum öndum. Konung- ur, meðal okkar hefir geymst þjóðsaga, fram að þessu hef eg talið hana marklaust hjal og æfintýri eitt. Hún segir, að einu sinni hafi þekkst hjá okkur aðr- ar eins ógnir og stríð og morð. Þessi hræðilegu orð, sem tunga okkar liefir ekki þekkt lengi, er að finna í gömlum æfintýrum. Þau hafa hræðilegan hljóm og það liggur við að þau séu hlægi- leg. í dag hef eg séð að þetta er ])á veruleiki og eg sé að þú og þínir menn drýgja það og láta það viðgangast, sem eg hef að- eins þekkt í hinuin hræðilegu þjóðsögnum löngu liðinna tima. En segðu mér eitt: Hefirðu ekki eitthvert hugþoð um það, að þið séuð ekki að gera rétt? Þráið þið ekki að eiga góða guði, þrá- ið þið ekki skilningsskarpa og djarfa foringja og leiðtoga? Dreymir ykkur aldrei um annað og fegra líf, þar sem vilji ein- staklings og heildar fellur sam- an, þar sem skynsemi og sam- ræmi ríkir, þar sem mennirnir hittast ekki öðruvisi heldur en með fögnuði og samúð? Hefir sú hugsun aldrei flogið ykkur í hug, að heimurinn sé ein heild og hún eigi að stuðlá að aukinni hamingju, og það hljóti að vera til bleSsunar og heilla að veita alheiminum lotningu og þjóna honum í kærleika? Þekkið þið ekkert til jæss, sem við köllum

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.