Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 1
1942 Páskadagur 5. april 7. blad fásíaAuQjláðínz afcíh. Oifat QjLavvcL. PASKASIGITR (Texti: Matt. 28, 1.—8.) Menn eru venju fremur léttir í lund um þessar mundir. Vorið er að koma. Vor-dásemd- in er líka vel til þess fallin, að leysa hjörtun úr læðingi. Það er eins og mannssálin yngist upp við sigurinn, sem ljósið og lifið hefir unnið á vetrarmyrkrinu og kuldanum. Og svo er sigurinn unninn svo hljótt og kyrrlátlega, hávaðalaust og án blóðsúthell- inga. Óvinurinn er flúinn, jurt- irnar og grösin brjótast upp úr jarðveginum í þúsundatali, með blikandi sverðum, og fuglarnir kvaka í lofti um páskasigurinn. í dag eigum vér kost á að hlýða á dásamlegan sigurboð- skap. I dag erum vér að fagna vori upprisunnar og sigri páska- sólarinnar. Máttug, en þó hóg- vær og kyrrlát gengur sigur- hetjan fram braut sína. Skugg- arnir verða að láta undan siga, — ekki allir í senn, en smám- saman og hiklaust. Eg sá einu sinni sólarupp- komu á Sikiley. Og seint mun eg gleyma þeirri dásemd kyrrðar og sigurs: Sjá! Fyrst kom svalur vindblær og boðaði að dagur Væri í nánd. Þar næst ljósblár morgunbjarminn. Þá gaf að líta ljósrauða skýjateina uppi á himinhvolfinu — eins og þar hlypu englar á undan sigur- vagni sólarkonungsins. Snæ- tindarnir á berum herðum Etnu- fjalls roðnuðu undan kossi morgunsólarimiar. Og úr hafinu reis rauði sólarhnötturinn með gylltu kóngskórónuna. Sigur- inn var unninn! Og þó var mér það ijóst, að í dalverpunum djúpu mundi næturhrímið liggja á grasinu lengi enn, og í giljum og gjám mundi ekki sólarljóss- ins njóta fyrr en um miðjan dag. Þannig §F og varið sigrj paska- Jesús í Grasgarðinum. sólarinnar. Hann er óhrigðull; en fullkominn er hann ekki enn. Fyrst reis Jesús upp úr gröf sinni. Þá vann lifið og gleðin sigur í hjörtum vina hans. Síð- an lagði sólin út a braut sina — út yfir öll lönd heimsins. Og einnig til vorra hjartna lagði af henni ljósið og ylinn. En algjör- um sigri nær hún þó ekki, fyrr en upprisudagurinn mikli renn- ur upp. Látum oss hoi-fa á sólarupp- komuna í dag! Látum oss gleðj- ast saman yfir sigrj páskasólar- innar! I. Frumgróðinn er Jesús. Hinn 16. Nisan fóru menn með hið fyrsta kornbindi til muster- isins, sem þakkarfórn fyrir til- vonandi uppskeru. Hinn 16. Nisan, liklega 9. april árið 34, reis Jesús úr gröfinni, sem frum- bindi hinnar miklu upprisu- uppskeru. Enginn sá sjálfa sól- aruppkomuna. Enginn hefir séð npprisuna; en margir hafa séð þann, sem reis upp. Vinir hans hefðu átt að taka hann á orðinu og halda næturvörð við gröfina, til þess að sjá kraftaverkið o* geta tekið á móti honum með hósíanna-ópum, þegar hann kom út úr gröfinni. En þeir höfðu ekki dirfst að skilja orð hans bókstaflega. Englar einir sáu dýrðina og þeir báru mönn- um boðskapinn um páskasigur- inn á undan Jesú sjálfum; — svo sem endranær fluttu englav boðskap þann, sem engin mann- leg vera var verðug að flytja. Þegar búið var að velta stein- inum frá gröfinni, gekk hann út rólegur og hress. Klæði hans lágu eftir í gröfinni, samanbrot- in í röð og reglu, sem merki þess, að hér væri ekki grafar- ræningjum til að dreifa. Vor upprisunnar var komið og kon- ungur morgunsins gekk um trjágöngin i garðinum. Faðirinn á himnum var nú búinn að setja innsigli sitt á verk sonarins. Prófessor einn frakkneskur hef- ir komizt vel að orði um þetla: „Dauði Jesú á krossinum var greiðslan, en upprisan var kvitl- unin." Hér var hann eins og Páll segir: „kröfutuglega aug- lýstur að vera sonur Guðs" (Róm. 1, 4). Þvi var um leið slegið föstu að eilífu, að lifið er sterkari en dauðinn. Konungur dauðans varð að skila af tur hei'- fangi sínu! Það var hetja, sem réðist inn í helli hans, en kyn- slöðin beið fyrir utan, frá sér numin af ótta. Og cinvíginu mikla þar inni lauk svo, að lífið bar sigur úr býlum. Það vitum. vér nú. 0, sannarlega var oss þörf að fá vitneskju um það, að veldi dauðans er Imekkt, því að Drottinn herrann bjargar frá dauðanum (Sáhu. 64, 21). Þelta var hinn fyrsti páskasigur. II. Svo gægðist páskasólin inn um gluggana hja vinum Jesú og vann hljóðlega sigur í hjörtum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.