Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Page 3
N Ý J A D AGBLAÐIÐ 3 KOLBEINN FRÁ STRÖND: STÓRMURINN Stormurinn þýtur, Hann þýtur eftir götunni ög fyrir gluggann, og að eyrum mér berst niður hans, lágur og huggandi, þessi sami gamii ómur, sem aldrei deyr. Ég er fæddur við þyt hans, eins og ég er fæddur við ísinn Og snjóinn og hina Menzku mold. Ég hefi hefi heyrt hann syngja yfir sefgrænum mýrum á björtu éumri. Ég hefi heyrt hann hvísla í haustbleiku lyngi og drynjar jrfir eyðimerkur frosinna fairna. Hann á alstaðar bergmál í sjálfum sér, og í bylgj- andi nið hans berast stundum til mín atvik hvers- dágslega hulin og gleymd; myndir löngu horfinna tíma. Ég er þá aftur orðinn strákhnokki á stuttum buxum, — og* jólin eru að koma. Stormurinn þýtur. Hann þýtur ekki við gluggann, hann þýtur á þekj- unni og niður um þröngan strompinn á baðstof- unni berst niður hans; ofurlítið ömurlegur, ofur- lítið aorgblandinn, — eins og hljóðið í rokknum hennar ömmu. Amma er að spinna- Drengurinn horfir á rokkinn. Þetta dásamlega hjól, sem snýs$ og snýst, og snælduna og tryssuna, fiem fara svo hratt að ekki verður auga á fest. Hjólið má ekki snerta. Það er eitt af þeim mörgu forboðnu hlutum í þessari furðulegu og æfintýra- ríku veröld. Ef hjólið er snert þjóta snúrumar laus- ar og amma slítur þráðinn. — Auðvitað má ekki snerta hjólið. Og stormurinn þýtur, og rokkhjólið snýst og þýtur. Hún amma spinnur og syngur við rokkinn, og drengurinn situr á skemmli í rökkrinu og hlustar, því amma getur líka sungið svo vel. — „Ljósið kemur langt og mjótt, — !;■ — langt og mjótt, — langt og mjótt. — Ljósið kemur langt og mjótt, — logar á fífustöngum“. En hvað þessir tónar voru óendanlega langt í burtu, og svo þarf ekki annað en að loka augunum & dimmu kviödi og í nið 'stormsins koma þeir aftur ium óravegu liðinna ára, mjúkir og skærir, mildir þg bjartir, og hún amma situr ennþá við rokkinn og syngur, og drengurinn hlustar og horfir stórum augum á hjólið, sem snýst.---------- En hvað er hún amma að gera? Það er eitthvað, sem er klætt í forvitniskennda töfra, bamslegra leyndardóma, og eiginlega má drengurinn ekki vita um það strax, — ekki fyr en jólin koma. Það logar á lítilli kolu, og bjarmanum af blakt- andi ljósinu slær á andlitið á ömmu. Andlitið, sem aldrei breytist. Það er alltaf rólegt og hljótt, og svipurinn er fullur af umburðarlyndi og nægjusemi. Hún amma er svo góð. — Amma heldur á lampaglasi. Hún hefir sett kork- tappa í annan endann á glasinu og fest við hann þráð, sem liggur eftir glasinu miðju og er strengd- ur við hinn enda þess með lítilli spýtu, sem liggur þvert yfir opið. Á eldstónni snarkar í bráðinni tólg í skaftpotti. Amma! Ertu að steypa jólakertin, amma? Fara jólin bráðum að koma amma? Stormurinn þýtur. Ljósið á kolunni blaktir, en á veggnum á móti eru stórir skuggar af litlum dreng og gamalli konu, sem er að steypa jólakertin. Og svo koma jólin. Ætli nokkur hafi verið svo fátækur, að hann hafi aldrei átt nein jól? Eða ætli nokkur hafi verið svo r í k u r, að hann hafi aldrei átt nein jól? . Og stormurinn þýtur. Hann niðar á þekjunni, frosinni og kaldri, en inni í baðstofunni er hlýtt og bjart, því jólin eru komin. Þessi stóru jól, sem kannske eru mörg jól horf- innar bernsku. — Það logar á kertunum hennar ömmu. Þau eru þrjú og standa á borðinu á þremur undirbollum, hlið við hlið. Niður eftir gulhvítum leggjunum falla storknir taumar. Sumir enda í dropa eða bólu á miðju kerti, en aðrir ná alla leið niður á bolla. Og hvert þessara litlu Ijósa er skrýtt dásamlegri kór- ónu gullinna geisla. Og drengurinn horfir á ljósin. Hún amma situr á rúminu sínu. Hún horfir líka á ljósin, því þetta eru jólaljósin, og merki þess að jólin séu komin. Og andlitið á ömmu ljómar í bleikskini þeirra dýrð- legustu jólakerta, sem nokkurntíma hafa verið til. Það Ijómar gegn um mörg, mörg liðin ár, jafnvel þó sjálfur dauðinn hafi farið veginn, sem að baki liggur. Og stormurinn þýtur. — f

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.