Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 16
16
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Matthías Jochumsson.
Aðstaða Matthíasar skálds, þegar hann flutti
norður til Akureyrar, mitt í hinum miklu harðind-
um eftir 1880, var þá sú, að þrátt fyrir vaxandi
viðurkenningu almennra borgara, voru hinir skrift-
lærðu bæði í kirkjustjóm og svokölluðum bók-
menntafi-æðum, mjög fjarri því að unna honum
sannmælis fyrir skáldskap hans.
vm.
Akureyri varð Matthíasi hin sanna höfuðborg.
Ekki af því að hún væri andlega sinnuð, því að hún
var þá smáþorp, undir áhrifum hálfdanskrar kaup-
mannastéttar. En á Akureyri fékk skáldið frið til
að starfa og njóta hæfileika sinna. Hann var laus
við Jerúsalem síns eigin lands, sem var full af
mönnum, sem vildu vera jafningjar hans, en áttu
enga samleið með honum. I hinum litla norðlenzka
höfuðstað hafði Matthías bækur sínar og tímarit
frá útlöndum. Þar átti hann aðgang að félagsskap
skálda og spekinga, sem voru honum hugstæðir eg
raunverulegir samvistarmenn. Akureyri var honum
eins og vígi, þar sem hann varð ekki auðveldlega
sóttur heim, fremur en Grettir í Drangey. Á Akur-
eyri varð hann hið viðurkennda og dáða þjóðskáld.
Þangað sendi Alþingi honum hin fyrstu skáldalaun
á íslandi og háskólinn doktorstign skömmu áður en
hann andaðist. Á þessum árum hlaut Matthías þann
sess í meðvitund þjóðar sinnar, sem hann hefir nó
og er líklegur til að halda á ókomnum árum.
IX.
Þegar bréf sr. Matthíásar komu út voru þau eklri
vel fallin til að auka hróður hans, nema hjá bók-
menntafræðingum, sem nota þau til að skilja skáld-
gáfu hans. í bréfunum kemur Matthías fram í veik-
leika sínum og styrk. Þar kemur fram hin mikla
mælska hans og orðgnótt, hin einlæga leit eftir
ljósi og yl í mannlífinu, og hinar víðfaðma hug-
sjónir, og samúð með öllum, sem áttu heima í for-
sælu mannlífsins.En bréfin sýna ennfremur hve
mjög hann skorti á skipulega formgáfu. Oft eru
bréfin sundurtættar og samhengislitlar athuga^
semdir. I mannfélagsmálum var hann hvikull og
reikull. Tillögur hans um þjóðmál voru venjulega að
litlu hafðar, og með aldrinum gætti í athugunum
hans kyrrstöðuhneigðar, sem var í ósamræmi við
hið bjartsýna skáldeðli. Matthías dáði Jón Sigurðs^
son, sem stórmenni og höfuðleiðtoga þjóðar sinnar.
Hann langaði til að fylgja Jóni, en brast til þess
þrek og skapfestu, þegar langar voru dagleiðir yfir
eyðimörkina. Hann gat ort um Jón Sigurðsson mörg
meira og minna fögur kvæði, en ekki verið Iiðs-
maður í her hans.
En þó að Matthías gæti ekki verið algengur her-
maður í frelsisstríði þjóðar sinnar, sökum hinnar
sívakandi nýsköpunarhneigðar, þá beindi listar
mannsgáfan honum á rétta leið í höfuðlínum. Mitt
í þrálátri baráttu við Dani um peninga og sjálf-
stæði horfir séra Matthías svo langt fram í tím-
ann, að í hátíðaljóðum um Danmörku sér hann að
endir samstarfsins við Dani er „bróðurlegt orð",
einmitt sú þróun, sem fyrst hefir orðið að veruleika
eftir andlát hans.
Matthías var nokkrum sinnum ritstjóri og riðiirn
við blöð og tímarit, einkum á Akureyri. En blaða-
mennskan var ekki hent honum, sem varla var von.
Greinar hans og ræður skorti samhengi og fast
lokatakmark. Þær urðu þess vegna áhrifalausar og
áttu mikinn þátt í að tef ja fyrir því, að hann fengi
að njóta sannmælis um listargáfu sína.
X.
Tvö af skáldum 19. aldarinnar hafa haft mest á-
hrif á Islendinga og njóta mestrar frægðar í land-
inu. Það eru þeir Jónas Ilallgrímsson og Matthías
Jochumsson. En þó eru þeir geisiólíkir. Jónas er
suðrænn í listaformi sínu. Hann treystir ekki nema
að nokkru leyti á hinn guðlega innblástur, en vinh-
ur lengi að hverju kvæði, gegnhugsár gerð þess