Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 2
VERÐLAUN ViKURNAR: FRAFÆRUR I SKAGAF Margt og mikið heíur breytzt hér á íslandi nú í seinni tíð. ísland í dag og ísland við alda- mót eru að mörgu leyti mjög ólík Iönd, svo að segja allt breytt, nema náttúran sjálf, sem æ er hin sama: „Söm er hún Esja, — og samur er Keilir." Við lifum á miklum byltinga- og breytingatímum, — og eflaust framfaratímum, hvað tæknilegar og verklegar framkvæmdir snertir. Um aldamótin 1900 voru t. d. byggingar smáar og úreltar, sam- göngukerfið allt í svo miklu ólagi, að verra gat ekki verið. Ár óbrú- aðar og engir byggðir vegir, ekkert annað en margra alda gamlir götu slóðar. Tún eða ræktað land mjög af skomum skammti. Heyskapur var því yfirleitt mjög lítill, en þrátt fyrir það ákaflega fólksfrekur. Svipaða sögu má segja frá sjávar síðunni. Veiðarfæri og veiðiaðferð ir úreltar og gamaldags. Ekki þurfti nema ísa- eða „ras- leysisár, til að hér yrði fjárfellir og sultur í stórum stíl í kjölfar þess. Það var því sízt að undra, þóti landsmenn reyndu á allan mögu legan hátt að standast þessi áföll, gera sér mat úr öllu, sem íáanlegt var og náttúran hafði upp á að bjóða. Matur var nýttur eins og frekast var unnt og hans aflað eftir öllum hugsanlegum leiðum, er föng vora til. Fólk fór á grasafjall og lá þar uð og tíndi grös, sem bæði var holl og góð fæða og drýgði mjöl- mat, sem oft var af skornum skammti. Þá tíðkuðust fráfærur á flesi..m eða öllum bæjum, og munu þær hafa átt drjúgan þátt, — bæði fyrr og síðar — í að halda jífinu í hálf- sveltandi þjóð. Þar sem ræktað land var mjög lítið, er skiljanlegt, að kúabú hafa víðast verið lítil. Aftur á móti var þægilegra að eiga kindur, jaínvel þótt hey væru lítil og léleg, ef sæmileg útbeit var. Sauðamjólkin er ekki eins ljúffeng á bragðið og kúamjólkin, en skyr og ostur eru ágætir úr henni, að ég ekki tali um, hversu fitum..dl hún er og því góð til smjörvinnslu. En þetta kostaöi allt mikla fyrir höfn; t.d. smala til að sitja yfir ánum, svo voru mjaltir á sauðfé erfiðar og ekki eftirsóttar meðal kvenþjóðarinnar, en auðvitað kom það eingöngu á stúlkurnar að mjólka, annað þekktist ekki þá. — Svo var fráfærnalambið lélegra til frálags, en það, sem gekk undir móðurinni, og þegar farið var að flokka kjötið, kcmst bað aldrei í I. flokk, og mun það hafa orðið til þess að fráfærur lögðust alger- lega niður. Hér á eftir segi ég frá einum degi í bernsku minni, sem helgað- ur er minningu frá fráfærunum: Já, ég átti að öðlast þá hamingju að „sitja yfir ánuiv.“, þótt ekki væri nema einn eða tvo daga. Bræður mínir tveir, sem sátu yfir þeim, höfðu gefið mér leyfi til þess. Þetta var mikil hamingja. Það var nýbúið að færa frá og reka á fjall, ærnar að byrja að spekjast, byrjaðar að gléyma lömb um sínum, er frá þeim vora tekin. Um vorkunnsemi við ærnar hef ur áreiðanlega ekki verið að ræða, mér fannst það yfirleitt alveg sjálf sagt. Þannig getur vaninn sljógv- að. Það var yndislegt veður þennan júlímorgun. Loftið spáði óslitnum sólskinsdegi. Við klæddum okkur í skyndi, drukkum morgunmjólkina og borð uðum brauð með. Gengum því næst í búrið til mömmu til að sækja smalaskjóðuna, — nestið okar. Því næst var rölt upp götutroðn ingana, er lágu upp að kvíabólinu. í kvíum munu oftast hafa verið innan við 100 ær, líklega 80—90. Rétt við vallargarðinn hafði verið hlaðin rétt eða kvíar úr torfi og grjóti. Oft lágum við á kvíaveggn- um og horfðum á, er stúlkurnar Sigríður Björnsdóttir. voru að mjólka. Þann starfa höfðu oftast 2 eða 3, eftir því, hve mörg um var fært frá. Ærnar röðuðu sér hlið við hlið, úti við veggina, og þær sem ekki komust að, voru í miðjunni. Var þar stundum dálítil ókyrrð. Oftast munu þær hafa verið hver á sín- um stað, því að fé er ótrúlega fastheldið. Þær, sem úti við vegg- ina stóðu, prikuðu gjarnan . eð framfótunum upp í vegginn til þess að geta betur séð út, ekki sízt ef við krakkarnir vorum á veggj- unum með salt til að gefa þeim, því að það þykir þeim gott. Alltaf voru þær jórtrandi, meðan þær voru mjólkaðar. Til þess að þekkja þær úr, sem búið var að rnjólka, slettu mjalta- konurnar svolitlu af froðu aftan á hverja fyrir sig, um leið og þær yfirgáfu hana, þetta var kallað „að bletta“ rolluna. Jæja, og svo stóð maður nú þarna heldur ví-gamannlegur og beið. Mjöltunum var lokið, grindin tekin frá kvíadyrunum, og svo kom straumurinn. Sumar tóku löng stökk um leið og þær komu út úr dyrunum, aðrar gengu hæverskar og prúðar, en allar héldu þær í langri lest áleiðis til fjalls. Við þrömmuðum á eftir með smalaprikin, smalahundinn og nest isskjóðuna. Fyrst var yfir mýrar- sund að fara, þá tók við brekka, sem nefnd var Borgarbrekkan. Mér fannst hún há í þá daga, nú finnst méi- hún lág. Á vinstri hönd, er upp er geng- ið, fellur lítill fjallalækur ofan hana og myndar dálítinn foss. í ívcth; 170 T I S1 I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.