Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 10
til mín með miklum þjósti og spurði, hvort það væri ekki ég, sem ætti að passa drenginn. — Jú, það var ég. — Hvort ég vissi þá^að drengurinn væri búinn að fela sprengikúlu í klefanum hennar. — Nei, það vissi ég ekki og sagði, að mér þætti það ótrúlegt, því að hann hefði veríð i vörzlu lögreglunnar í marga daga, áður en hann fór um borð í skipið, og lögreglan hlyti að hafa orðið' vör við sprengju, hefði hann verið með hana. — Hún sagði, að það þyrfti nú ekki að segja sér neitt um það, hún fyndi nú líklega lyktina. Eg sagðist halda, ao lyktin kæmi ekki fyrr en sprengjan væri sprungin. — Þá fór hún og klagaði fyrir skipstjóranum, og svo leitaði hann um allan klefann að sprengjunni og mikið rétt, sprengja var það! Náðug frúin hafði verið að greiða sér með gúnrmígreiðu og lagt hana á ofninn í klefanum, og af því stafáði lyktin. — Hann kallaði ekki allt ömmu sína, strákurinn. Þegar við komum til Englands, voru lestuð kol. Það voru horaðir og fátæklegir kolakarlar, sem báru kolin út j. skipið í körfum. Og það var fínn maður á skipinu með ístru, sem horfði á þá og býsnaðist yfir því, hvað verkamenn væru mikl- ir ræflar og aumingjar. Strákurinn skildi, hvað hann var að segja og sagði á sipni bjöguðu dansk-íslenzku: — Ætli þú yrðir ekki slappur líka, ef þú ættir að bera kol. Það gerir þessi hérna, bætti hann við og pot- aði í ístruna á honum. ,• — Hann varð fyrir vonbrigðum, strákskinnið, þegar við komum til Kaupmannahafnar. Hann hélt víst að menn frá kommúnistaflokknum þar myndu taka á móti sér og hjálpa sér. En í þess stað tók læknir á móti honum og fór með hann í 0resunds- hospital. — Nei, ég fékk ekki að heimsækja hann á spítalann. Þeir sögðu, að það væri vegna smithættu. Það fengi eng- inn að tala við hann, sögðu þeir. Ég hafði verið með honum í sama klefa í marga daga án þess að smitast, mér hlyti að vera óhætt að heimsækja hann. Nei, læknirinn sagði, að það væri ekki leyfilegt vegna smithættu. Þá bað ég lækninn að athuga í mér augun, — úr því að þetta væri svona smitandi, væri ég auðvitað búinn að fá sjúkdóminn. Hann vildi ekki at- huga í mér augun. Þá er þetta ekki smithætta, heldur pólitík, sagði ég og fór. — Strákinn — Jú, ég átti eftir að sjá hann aftur, en það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Hann átti föðurbróður í Sviss, forríkan kall, og þangað var hann sendur, eftir að hann útskrifaðist af spítalanum. En toldi þar ekki, sagði, að kallinn væri kapitalisti og stakk af til P'rakklands. Þar var hann lengi, og hefur líklega fengið þar ríkisborgararétt, en hann kom ‘ hingað upp aftur í september 1931 og ætlaði að setjast hér að. — Hann var þó ekki nema fram á vorið, fór þá héðan alfarinn. — Hann var ekki búinn að gleyma mér, kom og heimsótti mig, en við gátum lítið talað saman, því að hann hafði týnt niður því litla, sem hann hafði kunnað í dönsku og íslenzku. Og upp úr þessari ferð fékk ég vinnu hjá tollstjóra eða öllu heldúr lögreglustjóra, því að það var sama embættið þá. . — Tikallinn? ha, ha. Hann dugði, þótt íslenzkur væri. í bakaleiðinni, þegar við komum við í Englandi, langaði mig til þess að sjá Forth- brúna, en vantaði auðvitað peninga til þsss að komast, þangað, fór inn í bankaútibú, flaggaði tíkallinum og vildi fá honum skipt. Þetta var ís- landsbankatíkall og lágt á honum gengið, því að þá var íslandsbanki að fara á hausinn. — Afgreiðslumaður- inn velti honum fyrir sér: — ís- lenzkt, er það ekki sama og danskt?' — Jú, sagði ég, og það er í eina skiptið sem ég hef samþykkt, að ís- lenzkt væri sama og danskt. — Ferðin héim var söguleg. Það var öskuvitlaust veður á leiðinni. Það dundu stanzlaust stórsjóir og brot á skipinu alla leiðina heim. Skipið hafði tekið 70 tunnur af blakkfernis á þilfai'ið í Leith, og nú losnuðu tunnurnar, ultu um þilfarið og brutu svanahálsana, svo að kolsvört drull- an lak í gegnum loftpípurnar ofan á fólkið í klefunum. Eg man, að ég kom að Krabbe gamla, þar sem hann var að troða tusku í loftgatið, óþverr- inn bunaði ofan á skallann á honum, og á kojubríkinni sat frúin á nátt- kjólnum, kolsvört af fernis. Undir brúnni voru tveir menn í klefa, þar brotnaði hurðin, og allt fylltist af sjó og fernis. Skemmdirnar urðu ein- göngu stjórnborðsmegin og farþeg- arnir voru fluttir í bakborðsklefana. Skipstjórinn setti karla út á þilfarið í böndum til þess að brjóta botnana úr tunnunum og lensaði á meðan. Eftir það brutu þær ekki meira. En sjógangurinn hélzt óbreyttur, og við vorum 6—7 sólarhiinga á leiðinni heim. Sendiherrafrúin danska var með í ferðinni og krafðist þess, að utanríkisráðuneytinu yrði sent skeyti um að senda herskip til þess að sækja sig! — Ég hefði ekki viljað fara á milli. •— , — Ég stundaði eyrarvinnu, áður en ég varð rukkari. Þar var barizt um hvern bita. — Verkstjórinn gekk fram og aftur á bryggjunni og mörg hundr- uð manns elti hann á röndum í von um að fá eitthvert viðvik. Svo tíndi hann þá úr, einn og einn, eftir sínum eigin geðþótta. Maður fór á fætur klukkan sex á morgnana, gekk niður að höfn, eltist við vinnuna fram und- Natan Friedmann / ir hádegi, og fékk svo kannske ekki neitt. Svo tóku þeir upp á að láta fólkið fá atvinnubótavinnu, viku og viku við að höggva grjót uppi í Eskihlíð. — Jú, hafnargerðin bjarg- aði miklu. Ég var einn af mörgum, sem unnu við hana. Yfirmaðurinn var danskur, hét Kirk, og var hálf- geit hross. Hann setti þá sér í flokk, sem honum líkaði ekki við, og þegar sá flokkur var búinn með verkið, sem hann setti fyrir, lét hann reka alla, íem voru í honum. Við mokuð- um möl á Skólavörðuholtinu, og einu sinni datt steinvala úr malar- stálinu í höfuðið á einum verkamann- anna, svo að hann rotaðist. Þegar sá danski kom að, var hann rakn- aður við, en stóð og nuddaði liöfuðið. Þá sagði Kirk, að hann vildi ekki hafa menn í vinnu, scm stæðu bara og nudduðu á sér skallann og hann sá nokk fyrir því, að manninum var sagt upp. — Já, svo varð ég rukkari og hélt áfram að rukka, þangað til ég varð sjötugur. Þá fór ég inn á skrifstoíu, og hef verið þar síðan. — Blessaður vertu. Sumir brugð- ust illa við, þegar ég kom að rukka. Mér var hótað öllu illu og hund- skammaður. Mér var brigzlað um þjófnað, leti og allt mögulegt. En ég tók öllu með jafnaðargeði, stríddi því kannske svolítið. Ég var svo fjandi stríðinn. Það var einu sinni kona, sem neitaði að borga, sagði, að pen- ingarnir færu allir í mig, því að ég hefði prósentur og þess vegna ætlaði hún að borga niðri á skrifstofu. Þá yrði ég af prósentunum. Svo elti hún mig í næsta hús og sagði konunni þar að borga mér ekki heldur: — Framhald á 189. sí3u. 178 T 1 M r N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.