Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Síða 14
bita og sopa, þegar konungur reið hjá. Þótti hinu konungborna fólki lystilegt að sjá, hvernig Kaupmannahafnarbúar gengu að mat sínum, því að þröng var mikil og handafli beitt ósleitilega. „Þó beið enginn bana, og enginn særðist Ástarguðinn Amor í för með nunnum og englum handsterkir menn úr rikisráðinu hófu yfir liann rósfjallaðan silkihimin. Samtímis hófst ógurleg skothríð frá flota og víggirðingum, bumbur voru barðar og lúðrar blásnir, hermenn skutu af byssum sínum upp í loftið, telpur sungu og dönsuðu, drengir köstuðu höttum sínum upp í loftið, og blómum rigndi yfir allar götur. Á undan konungsfylgdinni fóru menn, sem höfðu með höndum það hlutverk að sáldra nýslegnum pening- um á göturnar, svo að konungur gæti skemmt sér við að horfa á viðbrögð þeirra, er fýsti að höndla féð. Við Amakurstorg hafði verið reist- ur heiðursbogi mikill, og stóðu undir hornum bogans gylltir jötnar, sem kinkuðu kolli og ranghvolfdu augún- um, en í miðju hliði engill, sem lét gyllta kórónuna síga yfir konungi, um leið og hann fór í gegn. sleppt a£ vagni ástarguðsins, en skotið af fallbyssum á herskipinu. Kaupmannahafnarbúar máttu sann- arlega vita, að nú hafði konungur ver- ið krýndur, og gestimir útlendu fengu að sjá, að dýrð hans var mikil. Hins þarf varla að geta, að fjárhagur Danmerkur og sjálfrar konungsættar- innar var svo þröngur, þegar þetta gerðist, að Kristján IV varð að láta ríkisráðsmennina ganga í einkaábyrgð fyrir láni, svo að unnt væri að reiða af höndum heimanmund systur hans í hendur hertoganum af Gottorp. Þarna var ólíkt á komið með kon- ungi og Agli gamla Skallagrimssyni. Egill hafði lengi geymt sem vendi- legast silfrið góða, er Aðalsteinn konungur gaf honum forðum, þegar hann sat sem þungbrýnastur í höll- inni, og engu af því sóað, og ekki getur annars en hann hafi vandræða- laust getað gert skaplega við börn sín, er þau festu ráð sitt, enda þurftu íslenzkir baéndur ekki að viðhafa konunglega prakt, þótt stórlátir væru. Tengdason átti þó Egill, sem Blómskrýdd eftirlíking af kletti eSa fjalli Skammt þar frá hafði verið gerður brunnur, sem fylltur var af Rínar- víni og rauðvíni og settur póstur yfir til þess að dæla víninu upp, og þar rétt við hafði heill uxi verið steiktur á grind. Gat hver og einn fengið sér J, '&skgfSt 'ji Konungur búinn sem páfi hæltulega, svo sem annars gerist við slík tækifæri. Það voru aðeins fáir, sem misstu af sér fingur til minning- ar um þennan dag.“ Þegar til konungshallarinnar kom, hófst veizla, sem stóð langt fram á nótt. Næsta dag gifti konungur systur sína þýzkum hertoga, Jóhanni Adolf af Gottorp. Þegar dimmt var orðið, fóru alls konar ófreskjur um hallar- torgið og árnuðu þeim heilla — Júpí- ter með fjölda sæskrímsla, Tyrkir og Indíánar. Næstu daga skemmti konungur sér gestum sinum og borgarlýðnum með því að ríða um Amakurstorg í alls konar gervum. Einn daginn var hann búinn sem páfi, en gestir hans fylgdu á eftir í kardínálakápum, annan dag var hann í kvenbúningi og fylgdu á eftir svertingi á úlfalda. Þar á eftir var dregin líking blómskreytts kletts, sem fyrirmeyjar sátu á, en síðan kom Amor í hópi nunna á vagni, sem dreg- inn var af hirti, englar með lúðra, vagn dreginn af sól og mána og her- skip á hjólum. Var kurrandi dúfum ekki hefur verið kallaður miður ætt- aður en hertoginn af Gottorp, mágur Kristjáns IV., þar sem var bóndinn í Hjarðarholti í Dölum, Ólafur pá, dóttursonur Mýrkjartans írakonungs. En það hefur líka verið af því, hve seint EgiR tímdi að sjá af silfri sínu, að hann kom ekki fram þeirri ætlan sinni að hleypa með því af stað róst- um og áflogum á Lögbergi. Hann var orðinn svo gamall, er hann vildi það gera, að hann var ofurliði borinn af öðrum, er munaði í féð. En það hefur verið gamla manninum nokkur hugg- un, að honum auðnaðist að láta krók koma á móti bragði og grafa það í jörðu. 182 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.