Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 21
Lyfið, sem bjargaði- Framhald af 179. siðu. fara til Stokkhólms til þess að taka við verðlaununum úr hendi konungs. Til þess að taka af allan vafa um hlut Bests í uppgötvun insúlínsins, lýsir Banting því yfir, að hann muni skipta verðlaunum sínum milli Bests og sín. En McLeod svarar með því að láta helming sinna verðlauna renna til dr. Collip, sem átti auðvitað eng- an þátt í uppgötvuninni. Banting kannast ekkert við þennan dr. Collip nema fyrir það eitt, að hann hafði eitt sinn veitt honum ráðningu. Skyldu þessar 30 þús. sænsku krónur, sem McLeod afhenti dr. Collip, hafa átt að vera eins konar sárabætur fyr- ir þá ráðningu? Svo mikið er að minnsta kosti víst, að hann fékk þær ekki fyrir þátt sinn í uppgötvun insú- linsins, þvi að þar átti hann engan hlut að máli. En það kemur ekki til, að McLeod skyggi á Banting, því að Banting ber ægishjálm yfir hann, og árið 1923 er hann útnefndur prófessor við háskól- ann í Toronto, og þar heldur hann áfram rannsóknum sínum á insúlín- inu, framleiðslu þess, áhrifum og notkun. Best hlýtur einnig viðurkenn ingu, hann verður forstöðumaður þeirrar deildar, sem tekur sykursjúka til meðferðar með insúlín-inngjöfum, og það líður ekki á löngu áður en hann lýkur námi sínu. Allur heimurinn viðurkennir Bant- ing og uppgötvun hans. Á rannsókn- arstofu hans í Toronto safnast læknar alls staðar að til-þess að heyra um og fylgjast með nýjustu rannsóknum hans á sykursýkinni. Þúsundir lækna sækja þekkingu sína til hans og vinna samkvæmt kenningum hans, insúlín- verksmiðjur eru stofnaðar og alls stað ar x heiminum er hinn óttalegi sjúk- dómur, sykursýkin, tekin nýjum og árangursríkari tökum. Banting ferðast víða um heim og kynnir rannsóknir sínar og hlýtur alls staðar lof og viðurkenningu. Hann er alltaf á þönum einsamall, enda kalla vinir hans hann „hinn ein mana heimsflakkara“. Árið 1939 hættir hann loks flakk- Rússneski drengurinn Framhald af 178. siðu. Hann hefur prósentur, sagði hún. — Er það ekki satt?, spurði hún mig. — Jú, sagði ég. — Hvað hef- urðu mikið? — Ég fæ tíu krónur fyrir hverjar fimm, sem ég rukka, sagði ég, grafalvarlegur. — Þarna sérðu, sagði hún sigri hrósandi. Hann fær mestallt! — En hin konan skildi og borgaði. — Ann- SJÖUNDÁ- Framhald af 174. síðu. hafa verið kynni þeirra Steinunnar iog Bjarna, er hafa valdið þessari breytingu á viðmóti hans, og geta má sér til, að skap Bjarna hafi ýfzt í þetta skipti vegna þess að hann hafi heyrt Guðrúnu vera að fjargviðr- ast við systur sína og telja henni raunir sínar eða að minnsta kosti grunað hana um það. Um þessar mundir var líka svo kom ið, að Bjarni var með öllu hættur aö rækja' húsbóndaskyldur sínar við konu sína. Annars er fátt vitað um það, sem gerðist á Sjöundá þetta sum ar, og verður það ekki héðan af dreg ið fram í dagsljósið. En þeim mun fleiri atvik eru kunn frá þeim vetri, er nú var framundan. ars gekk þetta yfirleitt vel. Mér fannst bezt að eiga við sjómennina. Sjómennirnir voru góðir viðskiptis. Það voru einhvern tíma tveir, sem fhótuffu mér barsmíð með hnefa- slætti, en við urðum svo beztu vinir. — Ég varð samt smeykur, einu sinni. Ég var að fara upp á Baldurs- götu 16 til þess að rukka, þegar ég hitti tvo menn á götunni. Annar var stór rumur, en hinn lítill vexti. Þeir spyrja mig, hvar Baldursgata sextán sé. Ég hafði töskuna undir hendinni, og svo sá ég út undan mér, að sá litli var alltaf að hnippa í þann stóra. Allt í einu þrífur sá stóri í töskuna og reiðir upp hnefann, en ég gat rif- ið mig lausan, áður en höggið kom, hljóp frá honum, tók upp stimpil, se. í var úr málmi og glampaði á hann, — miðaði á þá: — Eruð þið vitlausir, haldið þið, að ég sé vopnlaus? Ef þið ekki hypjið ykkur í burtu, sendi ég kúlu í gegnum hausana á ykkur! — Þeir voru fljótir að taka til fótanna. — Mér finnst ágætt að vinna og finn ekkert til þess, þótt ég sé orð- inn þetta gamall. Mér líður verr, ef ég geri ekkert. Það liggur við, að sumarfríið sé of langt! Og fólkið, sem vinnur með mér, er eins og það á að vera. Auðvitað ekki allt tómir englar. Það væri líka meira en lítið merkilegt, ef það væru 70—80 engl- ar saman komnir á einum stað! Birgir ínu og Kvæmst, en prumuveour Kem- ur í veg fyrir brúðkaupsferðina. Þetta þrumuveður er eins og forboði heimsstyrjaldarinnar síðari. Og nú hefst flakkið á ný. Banting er ætlað að sameina rannsóknir í Kanada, Eng landi og Ameríku og hann er alltaf á ferð og flugi milli þessara landa. í febrúarmánuði leggur hann af stað enn einu sinni flugleiðis til Eng lands. Hlutverk hans er það þýðing- armikið, að herflugvél er látin fljúga með hann einan farþega yfir Atlants- hafið. En flugvélin verður fyrir áfalli. Senditæki hennar bila, sömuleiðis ein aflvélin og snjófjúk gerir flugmann- inum erfitt að stjórna vélinni. Hann ætlar að snúa við, en þá verður slys- ið ... Flugmaðurinn kemur til sjálfs sín, þar sem hann liggur á ísnum á litlu vatni í Kanada. Umhverfis hann liggja leifarnar af flugvélinni og inni í henni sér hann Banting, sem er svo mikið særður, að hann deyr skömmu síðar. Ellefu dögum síðar kveður Kanada í hinzta sinni þann mann, sem með uppgötvun sinni lengdi líf milljóna manna um heim allan. Herbergi myrkursins- Framhald af 187. síðu. hreyft sig. Snákurinn hélt þá áfram og skrölti lítið. Þá skrölti hann skyndi lega hátt aftur. Snákurinn hlaut að vera að skrölta við Damundo. Þetta var allt, sem Pito vildi segja. „En þú stóðst náerri veggnum, Pito“, sagði Juan gamli frændi. „Skilningavit þín voru vel á verði“, sagði Cantu gamli frændi. „Damundo var nærri þér. Hann hreyfði sig vegna snáksins. Þú heyrðir í honum?" „Það er greinilegt, að þið hafið verið nærri hvor öðrum og þú vissir, í hvaða átt hapn var, vegna snáksins", sagði Chaco gamli frændi. „En hvern- ig Pito, hvernig gaztu vitað hvar og hvenær þú áttir að leggja hnífnum?" „Þegar ég er orðinn gamall, frænd- ur mínir", sagði Pito, „getur verið, að ég segi frá því, hvernig ég fór að því að fella niður brúsana, ef nauð- synlegt er. En það eru mörg ár þang- að til“. Hann fór til Angiu, þar sem hún stóð geislandi af brosum, og aðeins ég heyrði hvað þeim fór á milli. ' „Það leið langur tími, Angia", sagði Pito, „áður en ég skildi, hvers vegna þú kvaddir hann svona“. Hann bar hendur hennar upp að andlitinu og brosti: „Þú hefur þvegið þær vel“. „Mjög vel, maður hjarta míns“. „Gott“, sagði Pito. „Ég vil aldrei finna aftur lyktina af útlenda blóm- inu“. Og þau gengu niður að sjónum. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 18?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.