Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Qupperneq 8
smáa rækjan er karldýr, slóra rækj- an kvendýr. — Stóru, kynþroska kvendýrin hrygna á haustin, og þá frjóvgast eggin. Hvert kvendýr ber um 1000—1500 egg. Þag telst ekki sérlega mikil við- koma, og má til samanburðar geta þess, að meðal-þorskhrygna hrygnir um 2—3 milljónum eggja og sild um 30—40 þúsundum. Eggjum rækjunnar er þó ekki hrygnt beint í sjóinn eins og hjá fiskum, heldur límast þau við sundfætur kvendýrsins, og þannig ber kvendýrið eggin allan vet.urinn Undir vor klekjast lirfurnar úr eggi og eru þá um 5 pim. langar. Þær lifa síðan svífandi í sjónum í nokkra mán- uði en leita svo botns. — Er rækjan hefur náð um 9 cm. lengd, veiður hún kynþroska, og öll dýrin verða karl dýr En er þau hafa náð um 12 cm lengd, breytast þau öll í kvendýr. — Þessi þróun tekur mjög mislangan tíma. í heitum sjó er þróunin örari en í köldum. í Oslófirði nær rækjan 12 cm. lengd á röskum tveim árum og hrygnir þá í fyrsta sinn. Við Sval barða hrygnir rækjan einnig í fyrsta sinn, er hún hefur náð um 12 cm. lengd, en þá er hún 5 ára gömul. Þeim þroska, sem rækjan í Oslófirði þarf að'eins rösk 2 ár til að ná, nær rækjan við Svalbarða fyrst á 5 árum Endurnýjun stofnsins á norðlægum hafsvæðum er því mjög hægfara, og liggur því í augum uppi, að veiðarn- ar verður að stunda af mikilli varúð og fullri skynsemif ef ekki á illa að fara. Rækjurannsóknir í Oslófirði hafa sýnt, að um 70% af veiðinni er rækja undir 9 cm. lengd, þ.e.a.s. dýr, sem ekki hafa einu sinni náð kyn- þroska sem karldýr. Og um 23% veiðinnar eru kvendýr, sem eru að hryf-a í fyrsta skipti. Þannig er meginhluti stofnsins veiddtsr, áður en hann getur af áér næstu kynslóð dýra. Og þar er skýringin á því, að dagsaflinn hefur fallið niður í 9 kg. Það þætti rækjumönnum vestra þunn ur kostur. — Vöxtur rækjunnar er ekki jafn, heldur vex hún í stökkum. Utan um dýrið er skel, sem ekki getur stækk- að. Til þess að vaxa, verður dýrið að sprengja skelina utan af sér. Þá fer vöxturinn fram á skömmum tíma, því að innan tíðar niyndast ný skel um dýrið, og þá gétur það ekki vaxið fyrr en við næstu skelskipti. Kven- dýr, sem ber egg, getur ekki haft skelskipti, því að þá myndu eggin glatast. — Rækjan lifir aðallega á 100—250 m. dýpi, en hún hefur fundizt allt niður á 700 m. dýpi. Hún veiðist ein- göngu á mjúkum og leirkenndum botni, og fæða hennar er aðallega leifar dauðra plantna og dýra, sem sökkva til botns. Þrátt fyrir þetta er rækjan ekki eingöngu háð botn- inum. Hún gengur upp og niður í sjónum eftir birtu. Á daginn heldur hún sig við botn, en er skyggja tek- ur, syndir hún upp um allan sjó. Rækjuveiðar með botnvörpu er því eingöngu hægt að stunda, er dags- birtu nýtur. — Á vorin étur rækjan oft þörunga i efri lögum sjávar, og verða þá melt- ingarfærin dökk á lit og rækjan ill- hæf til vinnslu. Við mennirnir erum ekki einir með þann smekk, að rækja sé mikið lostæti. Ýmsir fiskar eru sama sinn- is. T. d. étur þorskur mikið af rækju, og oft veiðist þorskur, sem er úttroð- inn af henni. — Hér við land hefur rækja fundizt víða, en þó aðeins á einstaka stöðum í þeim mæli, að arðbær sé til veiða. Reyndar hafa fundizt nokkrar teg- undir af rækju hér við land, t. d. lilla rækja, hrossarækja o. fl. teg- undir, en mergð þeirra er miklu minni en hinnar venjulegu rælcju, sem nýtt er og oft er nefnd djúp- rækja til aðgreiningar frá hinum teg undunum. — Það ég bezt veit, hóf Sveinn Sveins- son á ísafirði, ásamt Norðmanninum Sigurd Mikkelsen, fyrstu tilraunir til rækjuveiða í ísafjarðaidjúpi haustið 1930. Tilraunir þeirra félaga lögðust þó Strax niður, þar eð ekki var hægt að nýta rækjuna. Árið -1936 hófst rækjuvinnsla á ísafirði, en þá höfðu Norðmennirnir Ole Syre og Simon Olsen fundið góð rækjumið í Djúp- inu. Simon Olsen varð lærimeistari vestfirzkra rækjuveiðimanna, og stund aði hann veiðarnar allt til dauðadags, er hann fórst á síðast liðnu hausti í rækjuróðri í Djúpinu. — Þar sem rækjuveiðar eru merkilegur kapituli í atvinnusögu Vestfjarða, er mikill skaði, að svo" til ekkert skuli hafa verið skráð um sögu íslenzkra rækju- veiða. — Árlegt útflutningsverðmæti ís- lenzkrar rækju mun nú nema 25 millj. króna, svo að hér er um töluverðan atvinnuveg að ræða, sem hefur orðið mörgum drjúg búbót. — Hins vegar leikur enginn efi á, að gengið hefur verið allfreklega á rækjustofninn í ísafjarðardjúpi. Á Fiskideild Atvinnu deildar Háskólans er nú unnið að at- hugunum á vestfirzkri rækju, meðal annars í þvi skyni að varna ofveið- inni. Framtíð íslenzkxa rækjuveiða er algjörlega háð því, að stofninum sé ekki ofboðið. Annars mun saga rækjuveiðanna í Oslófirði endurtaka sig hér. Og því ber okkur að vama. 176 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.