Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 5
ihonum til afbötunar, þegar hann var ber orðinn að ódæðisverkum. Guðrún, kona Bjarna, var heilsu- veil, ístöðulítil og sífurgjörn og þótti heldur fáfróð. Skikkanleg var hún í allri viðkynningu, líkt og maður henn ar. Sambúð þeirra hjóna var sögð hin sæmilegasta, og þótti Bjarni vera konu sinni notalegur alla jafna. Þau Bjarni og Guðrún voru bæði upprunnin í vestursveitum Barða- strandarsýslu, fædd í Saurbæjarsókn og áttu náið skyldfólk á þeim slóðum. Foreldrar Guðrúnar voru Egill Sig- urðsson, bóndi á Naustabrekku á Rauðasandi, og Kristín Guðmundsdótt ir, kona hans, en foreldrar Bjarna hétu Bjarni Bjarnason og Solveig Loftsdóttir Hafði hjónabandi þeirra verið slitið, en ekki er kunnugt, með hvaða atvíkum það gerðist. Skömmu áður en Móðuharðmdin skullu á, bjó Solveig í Koti við Patreksfjörð, frá- skilin manni sínum, og hafði lítið um- leikis. Var ekki annað fólk á bænum en einn vinnumaður, roskinn, og ung stúlka. Leynir sér ekki, að Solveig hefur hokrað við litinn kost. Sjálfur hafði Bjarni-verið mörg ár vinnumaður á bæjum við innanverð- an Patreksfjörð, í Vesturbotni og Raknadal, og þar gekk hann að eiga Guðrúnu árið 1789. Bjuggu þau þar eitt ár. en fluttust síðan inn á Barða- Rústir bæjarins á Sjöundá. strönd, þar sem þau tóku til ábuðar eitt minnsta býli sveitarinnar, Hrís- nes, er legið hafði í eyði árið áður. Frá Hrísnesi fluttust þau búferlum að Þverá við Vatnsfjörð, en þaðan lá leið þeirra að Sjöundá á Rauðasandi vorið 1795. í aldarlokin bjuggu þau þar með þremur börnum sínum, Sig- ríði, Gísla og Bjarna, sem var þeirra langyngstur, og var þá á vist með þeim móðir Bjarna öldruð, hálfbróð- ir hans, Jón Bjarnason, frómur þægð- armaður, og ein unglingsstúlka. Bjarni á Sjöundá hefur áreiðan- lega verið fátækur, en þó bjargazt við sitt. Nokkru fyrir aldamótin gekk kaupmaðurinn á Vatnseyri fast fram um að innheimta verzlunarskuldir hjá bændum á þessum slóðum og stefndi þeim fjölmörgum. Þá skuldaði Bjarni á Sjöundsá þrjá ríkisdali, sem að sönnu var ekki stórfé, og átti að- eins einn dal, er hann gat reitt f höndum upp í skuldina. III. Sjöundá hefur aldref verið mikil flutningsjörð, tún lítið og grýtt og útslægjur naumar og seinunnar. Aft- ur á móti var útbeit þar svo góð, að sjaldan tók með öllu fyrir jörð. Snjór hjaðnaði fljótt í bröttum hlíðunum, þegar sþl hækkaði á lofti, og gróður kviknaði þar snemma um skriður og hjalla. Fjörubeit var einnig ágæt. Var því mest treyst á útigang, en heyskap ur jafnan af skornum skammti. Þó var sú bót í máli, að nú var ekki búið í Skor, og var gamli túnskikinn þar var jörðin varla til skiptanna, og hí- sleginn frá Sjöundá. Þrátt fyrir þetta býli voru þar einnig naum — fjósbað- stofa til íbúðar, að því er helzt virð- ist. Vorið 1801 kom þó annar bóndi að Sjöundá í sambýli við Bjarna. Sá hét Jón Þorgrímsson, er þangað réðst, maður á mjög svipuðum aldri og Bjarni, fæddur þarna í sókninni 12. október 1761, sonur lijónanna Þor- gríms Jónssonar og Guðrúnar Helga- dóttur, er bjuggu alllengi á Lamba- vatni á Rauðasandi. Kona Jóns Þorgrímssonar hét Stein unn Sveinsdóttir, rösklega þrítug að aldri. Áttu þau hjón sex börn á lífi, Guðrúnu, Svein, Þorgrím, Jón, Ing- veldi og Ingibjörgu. En ekki fylgdu þeim nema fimm að Sjöundá. Voru þessi börn á aldrinum eins til níu vetra. Bjarni og Guðrún voru þessum hjónum gagnkunnug. Jón og Guðrún höfðu dvalizt langdvölum í nábýli á uppvaxtarárunum, og seinna hafði þetta fólk allt verið samsveitis á Barðaströnd í nokkur ár, en aldrei svo langt á milli, að það mætli ekki T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 173

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.