Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Qupperneq 7
Ingvar Hallgrímsson Ingvar Hallgrimsson, fiskifræöingur. RÆKJAN Inn úr Oslóaifirðinum vestanverð- um gengur fjörður einn, er nefnist Dranimensfjörður. Allt til ársins 1897 var fjörður þessi sá eini staður, er vitað var um, að rækja fyndist í að nokkru ráði. Menn höfðu ekki veiðarfæri til að ná rækju á meira dýpi. Hér var vandamál, sem þurfti að leysa. — Hinn nýskipaði prófessor í fiski- fræði við Oslóarháskóla, Johan Hjort, tók að sér að leysa vandann. Asamt danska fiskifræðingnum C. G. Johs. Petersen tókst honum að breyta dönsku álavörpunni i nothæfa rækju vörpu. Þá hófust strax arðbærar rækjuveiðar í fjörðum Suður-Noregs, og þegar árið 1901 stunduðu 11 bát- ar rækjuveiðar í Oslófirði. Þannig má telja prófessor Johan Hjort föður rækjuveiðanna bæði í Evrópu og Ameríku, því að hann fór eitt sinn til Kanada með' rækjuvörpu sína og fann auðug rækjumið við austurströnd Kanada. — Nafn Jo- hans Hjort kannast margir Islending- ar við, þar sem stærsta hafrannsókna- skip Norðmanna, sem oft hefur ver- ið hér við land, ber nafn hans. — Svíar hófu rækjuveiðar árið 1902, en Danir ekki fvrr en 1931. Við Vest- ur-Grænland hafa fundizt auðug rækjumið og þar hófst rækjuveiði 1936. Rækjuveiðar Norðmanna voru fyrst eingöngu stundaðar innfjarða og inn- an skerjagarðsins. Á árunum 1910— 1915 óx' aflamagnið stöðugt, en þá voru hin takmörkuðu rækjusvæði þeg- ar ofveidd, aflamagnið féll og varð árið 1920 minna en nokkru sinni fyrr. — Það ár fundust þó auðug rækjumið yzt í Oslófirði, og 1923 fundust auðug svæði fyrir ufan Kristjánssand. Vegna fundar bessara auðugu rækjumiða óx rækjuafli Norðmanna og komst upp í 3500 tonn árið 1936. en fór síðan lækkandi. Eftir stríðslok hófst tölu- verð rækjuveiði í Norðursjó, en þang- að sækja hæði Norðmenn og Danir. — Hm gömlu rækjumið í Skagerak, sem Norðmenn, Danir og Svíar nýta, hafa fyrir löngu látið mikið á sjá sökum ofveiði. Einna mest varð of- veiðin í Oíslófirði. Árið 1905 var meðal dagsafli úr firðinum 44 kg. en 30 árum síðar — árið 1935 — er dagsaflinn aðeins rösk 9 kg., eða um 5 sinnum minni, þrátt fyrir stórbætt veiðarfæri og betri þekkingu á mið- unum sjálfum. Árið 1951 bauð norska ríkisstjórn- in'til ráðstefnu í Osló, og skyldi þar rætt, hverjar ráðstafanir væri hægt að gera stofninum til verndar. Var ákveðið að auka möskvastærð rækju- vörpunnar og ag sameiginleg nefnd veiðiþjóðanna skyldi fylgjast með stofninum. — Þegar rækjurannsóknir hófust fyr- ir alvöru eftir síðustu aldamót, var því fljótt veitt athygli, að kvendýrin voru yfixleitt öll stærri en karldýrin, allar stærstu rækjurnar voru kven- dýr. Þetta var reynt að skýra á ýms- an veg, en það var ekki fyrr en árið 1930. að lausnin fannst. — Við Kyrra hafsströnd Kanada höfðu fundizt rækjumið, og kanadískur dýrafræð- ingur, Alfreda Berkeley, þegar hafið athuganir á rækju þar Með rann- sóknum sínum gat hún sýnt fram á, að rækjan skiptir um kyn. Þegar rækjan nær kynþros'ka, verða öll dýr- in karldýr. Síðau breytast karldýrin; kynfærin ummyndast og mynda egg í stað frjóa. Dýrið er orðið kvendýr. — Þá er komin skýringin á því, að T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 175

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.