Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 15
SVIPM YNDIR FRÁ UÐNUM ÖLDUM i. Til er írönsk bók, sem heitir Eyja viðrinanna, nálega fjögur hundruð ára gömul. Þar segir frá furðufólki, sem byggði óþekkta ey, en í raun- inni er þetta dulbúin árás á kveifar- lega hirðsið'i Hinriks III. í bók þess- ari segir: „íbúarnir snerta ekki kjötið með höndunum, heldur bera það að,munni sér með göfflum, halla sér um leið fram á og teygja hálsinn yfir disk- ana. Jafnvel grænmetið taka þeir á gaffla sína, því að í þessu landi er bannað að snerta mat með höndun- um. Hversu illt sem þetta er við- fangs, vilja þeir langtum heldur snerta varir sínar með þessum yddu forkum sínum en fingrum sjálfs sín“. Þegar þetta var skrifað, voru gaffl- ar alger nýjung við hirðina, og þess var langt að bíða, að slík verkfæri kæmust í notkun á Norðurlöndum. Kristján IV. virðist fyrst hafa eign- azt gaffal áxið 1621. Keypti hann gripinn af frönskum manni og þótti þetta svo merkilegt, að hann lét þess getið í dagbók sinni. Þessir fyrstu gafflar voru tvíálma. Á átjándu öld bættist við þriðja álman, og hin fjórða ekki fyrr en á nítjándu öld. Fyrir daga gafflanna voru ekki disk- ar settir fyrir hvern mann á veizlu- borðum, heldur tréhlemmar eða stórar kökur, er menn létu mat sinn á. Þegar hefðarfólkið fór svo að setja diska fyrir hvern mann í veizlum, voru þeir fyrst úr tini, síðan nokkra hríð úr rauðaviði, en brátt þótti elcki annað hæfa hjá tiginbornu fólki en silfurdiskar. Fyrir daga hnífaparanna kom hver maður með sinn hníf að matborðinu, þótt í konungsveizlu væri. Þegar setzt var að veizluborði, drógu gestirnir upp kutann sinn, oft úr pyngjunni, þar sem þeir varðveittu peninga sína. Þegar matazt hafði verið, sleiktu þeir hann vandlega og létu hann síð- an aftur í pyngjuna. Sama gilti um spæni. Matnum stungu menn upp í sig með fingrunum og þurrkuðu af sér á dúknum, sem lafði niður af-diorð- í'öndinni. Hjá hefðarfólki voru dúkar ævinlega þrílitir, og liturinn á jaðr- inum í samræmi við það, til hvers hann var ætlaður. Auðvitað giltu strangar reglur um það, hversu menn skyldu haga sér við matborð, ef þeiir vildu te.ljast kunnandi mannasiði. Stundum voru siðareglur þessar rímaðar, svo að þær festust betur í minni. Hér er danskt sýnishorn: Tag Maden með Kniv og ej med Hand, skær með Kniv, bid ej med Tand, æd af Munden, för Du monne drikke. tör dine Fingre, slik dem ikke. Alltaf átti að afþakka, þó með lág- um rómi, ef mönnum var boðið eitt- hvað, sem þeir girntust. Þegar því var þá haldið fastar að þeim, áttu þeir að þekkjast boðið, en fara samt hægt í sakirnar fyrst í stað. Því, sem menn vildu ekki, skyldi aftur á móti ekki hafnað berum orðum, heldur farið undan í flæmingi. Ekki þótti annað hæfa en að menn föðmuðust og kysstust í góðu sam- kvæmi og fullvissuðu hvor annan um einlæga vináttu sína með margföld- um þökkum fyrir síðast og skírskotun til þess, að' menn vildu eiga hver annan að, þótt síðar væri. Aftur á móti var fyrirboðið, að menn berðu hver annan beinum, og voru stund- um gefin út um konungsbréf, svo af- leit þóttu þess konar tiltæki. Ekki mátti heldur fleygja beinum undir borðið né láta þau aftur á kjötfatið. Þeim átti að raða snoturlega á dúk- inn. Skólareglur frá þessum tímum sýna hvort tveggja, á hvað áherzla var lögð, og í hverju nemendur mis- sáu sig helzt: „Þá mátt ekki sleikja fingurna með tungunni og ekki heldur þurrka af þeim utan á þér. . . . Rektu ekki þrjá fingur í einu niður í saltkerið. . . . Ekki máttu rétta öðrum bita, sem þú hefur bitið í, og það, sem þú hefur bitið í, máttu ekki setja nið'ur í ídýfuna. Forðast skaltu að reka fingurna niður í hana“. II. Það segir sína sögu, að fyrr á öld- um voru í dönskum lögum viðurlög vig því að kæfa börn í svefni. Fólk svaf margt í sama rúmi, og þá gat hæglega svo atvikazt í þrengslunum, að lítil börn köfnuðu. Lengi framan af var þó látið nægja, að fólk, sem slíkt henti, stæði opinberar skriftir í kirkjunni, en í byrjun seytjándu aldar þótti ekki lengur við annað unað en að verald- leg yfirvöld létu þetta til sín taka. Var þá dauðarefsing lögð við, ef hin- um sama manni yrði slíkt á tvívegis. Virðist bak við þetta búa sá grunur, að fólk létti með þessum hætti af sér uppeldi barna, og vaila hefði hent það sama mann tvisvar á æv- inni að kæfa barn í rúmi óviljandi. Og annaðhvort hefur verið mjög þröngt í rúmunum eða slíkur grunur haft við eitthváð að styðjast, því að í Árósastifti einu dóu um miðbik seytjándu aldar að jafnaði 38 börn á ári með þessum hætti. En margt er það fleira, sem vitnar um þrengslin í rúmum. Danskur maður, Hinrik Ranzau, skrifaði bók með margs konar læknisráðum og heilræðpm, sem hann ætlaði niðjum sínum til leiðsögu. Eitt ráða hans er það, að unglingar skuli liggja fyrri hluta nætur á hægri hlið, en bylta sér á hina vinstri, þegar mið er nótt. Af þessu er að ráða, að svo þröngt hafi verið í rúmunum, að heppilegt hafi talizt að hafa á því fasta skipun, hvenær fólk sneri sér við. Legunaut- arnir hafa allir átt að gera þetta samtímis. í reglum iatínuskólans í Kaup- mannahöfn var líka lagt bann við því, að nemendur drægju að sér sængina um nætur. Ef einn var of aðgangsfrekur, hlaut annar að liggja ber. III. Eitt af því, sem íslendingar áttu við að stríða í torfbæjum sínum fyrr á öldum, var músagangur. í hörðum árum gerðust mýsnar stundum ærið aðgangsfrekar. Kunnugt er, að þær lágu stundum dauðar í skyrinu, sem borið var á borð fyrir skólapilta í Skálholti, og úr því að ekki var hægt að verja skyrsáina þar fyrir þeim, má nærri geta, hvernig verið hefur á kotbæjum. í þjóðsögunum er líka hermt frá galdramönnum, sem gerðu músum svo magnaðan seið, að þær hlupu í lestum úr híbýl- um manna til staða, þar sem tortím- ing beið þeirra. Þvílíkan galdur hefur Vafalaust margan fýst að kunna. Alþýða manna í nágrannalöndum okkar gat átt þess von, að fleiri vá- gestir en mýs gerðu þeim heimsókn- ir. Til er frásaga um gamlan mann, sem bjó í kofa í Torrild á A.-Jótlandi. Vokuðu höggormar við rúmstokk hans og skriðu upp um rúmstólpana, þeg- ar honum var borinn matur. Fólk, sem til hans kom, sá þá næra sig með gamla manninum. Þótt hann væri nálega blindur, vissi hann af nærveru þeirra, og þegar talið var leitt að þessum ógeðfelldu kvikind- um, sagði hann aðeins, að bezt væri að láta þá í friði — þeir gerðu sér ekkert. í Austur-Lygum bjuggu barnmörg hjón, sem löngum unnu myrkranna á milli í mógröfum eða annars stað- Framhald á 190. síðu. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 183

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.