Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 4
I. Rauðasandur er lítil og afskekkt sveit, en fögur og allbúsældarleg. Há hamrahlíð lykst urn hana í víðum boga og veitir henni vernd og skjól gegn norðanveðrum. Bæirnir standa í röð við rætur hlíðarinnar, og niður frá túnunum breiðist gróskumikil flat neskja. Gríðarstórt sjávarlón, Bæjar- vaðall, gengur alveg upp að brekku- rótum innan til á Rauðasandi, og vest- ur úr þessu lóni er margra kílómetra langur áll fyrir framan meginsveit- ina. Þegar út fjarar, koma upp firna- miklar, ljósleitar leirur með álum og lænum, þar sem allt var einn hafsjór yfir að líta um flæði. Framan við sveitina, lón hennar og vaðla, er svo óralangt, Ijósgult sandrif með breið- um ósi, þar sem sjórinn beljar út og inn eftir sjávarföllum. í blíðviðrum lóar sjórinn letilega við sandinn. En í stórviðrum vetrar- ins kemur aldan óbrotin af opnu hafi og æðir yfir rifið endilangt með þung um sogum og feiknlegum gný, og brimlöðrið hreytist hátt í loft upp. Þá flæðir sjór yfir flatlendi sveitar- innar, jafnvel allt upp undir bæi. Þegar Ægir er í þeim ham, er það margt, sem á land getur skolazt á Rauðasandi. __ Frjósamari hluti sveitarinnar er ut an við Bæjarvaðal. Innan við hann voru að fornu fjórir bæir, Máberg og Skógur í fjallkrika upp frá vaðlinum, en Melanes og Sjöundá undir fjalls- hlíðinni, þar sem hún sveigist út til hafsins og lokar sveitinni að innan. Við Sjöundá er undirlendið mjög þorrið, enda var þar innsti bær á Rauðasandi. Bærinn stendur spölkorn frá sjó á bökkum eða lágum hjalla, og eru klettarið ofan við fjöruna nið- ur undan honum. Inn frá Sjöundá eru brattar og skriðurunnar hlíðar með hömrum og flugum, Skorarhlíðar og Sigluneshlið- ar, unz komið er inn á Barðaströnd, og er það löng og torveld leið. Undir þessum sæbröttu hamrahlíðum var þó á stundum eitt byggt ból, Skor, sem klúkti á litlu nesi undir gnæfandi núpi. Þar hefur verið harla tómlegt líf á vetrum, þótt ekki sé ýkjalangt þaðan að Sjöundá og Melanesi, því að y torfæri er þar þá oft, og ófært þaðan að komast á sjó og landi á stundum. II. Sjöundá var nokkuð frávikin öðr- um fiæjum — á enda hinnar litlu sveitar og méð torfærur og langleiði á hina höndina. Þó er skammt á milli Sjöundár og Melaness, á að gizka fimmtán mínútna gangur. Nú eru þar aðeins vallgrónar rústir, er fórðum stóð Sjöundárbær, enda hefur jörðin verið í eyði í fjóra áratugi. Þennan bæ kunna þó flestir íslend- ingar að nefna. Fyrir hundrað og sex- tíu árum gerðust þar atburðir, er seint munu með öllu fyrnast, og það eru þeir, sem hafa gert mönnum nafn bæjarins svo minnisstætt, enda var af sumum samtíðarmönnum talið, að ekki hefðu aðrir atburðir gerzt ótta- legri á landi hér. Þar er til að taka, er sú saga skal rakin, að í lok átjándu aldar bjuggu þar hjónin Bjarni Bjarnason og Guð- rún Egilsdóttir. Bjarni var kominn að fertugu, fæddur 11. janúar 1761, en Guðrún kona hans var nokkrum árum yngri, fædd 16. maí 1766. Bjarna á Sjöundá er svo lýst, að hann hafi verið freklega meðalmaður á hæð, herðibreiður og þrekinn, enda karlmenni kallaður að burðum. Svart- ur var hann á hár og skegg, stórskor- inn í andliti og allmikilúðlegur, skuggalegur nokkuð á svipinn og svo freknóttur, að við fyrsta tilíit virtist sem hann væri alsettur bóluörum í andliti. Bráðlyndur þótti hann, en raungóður, og ekki var hann við neitt misferli kenndur framan af ævi. Hann var talinn í meðallagi vel að sér, en orð var þó á því gert, að hann væri vitgrannur. Gruna má þó, að meira hafi verið úr því gert en réttmætt var, og hafi það átt að vera FYRSTI FRÁSÖGUÞÁTTUR I 172 X I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.