Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 11
L YFIÐ BJARGADI LÍFIMILLJÓNA Dag nokkurn stendur kanadískur læknir viS sjúkrahvílu ungrar stúlku. Honum fallast hendur, því að liann veit, að hann getur ekkert annað gert )en staðfesta ótta foreldra hennar: Hún þjáist af sykursýki, og þegar sykursýki býr um sig í barni, er ekki hægt að láta í té neina hjálp. Lækn- irinn veit, að enginn mannlegur mátt ur getur bjargað barni eða fullorðn- um, þegar þessi sjúkdómur er annars vegar. Hann hefur séð níu af systkin- um þessarar stúlku verða sykursýk- inni að bráð. Hann hefur séð spengi- lega menn eldast á skömmum tíma vegna áhrifa þessa sjúkdóms, — séð þá verða gamla og bogna í baki á skömmum tíma og næstum blinda. Og það eina, sem hann hefur getað gert, er að leggja þá inn á sjúkrahús, — aðeins til þess að létta þeim þjáningar síð'ustu lífs- dagana. Hann man meira að segja til þess, að hafa látið gefa sjúklingi, sem þjáðist af sykursýki, rauða og safa- mikla buffsneið, þrátt fyrir það, að thann, vissi, að það var eins og að skvetta oiíu á eld. En með þessu hafði hann aðeins orðið við síðustu ósk dauðadæmds manns .... Foreldrar stúlkunnar standa við sjúkrabeð hennar og bíða eftir úr- skurði hans, og hjá þeim stendur fimmtán ára gamall drengur, sonur nágrannans og mikill vinur og leik- bróðir stúlkunnar. Læknirinn litur á foreldrana, og orð hans láta í eyrum þeirra eins og likhringing: „Það er ekkert, sem get- ur bjargað henni“. „Það hlýtur að vera til eitthvert með'al við þessum sjúkdómi". — Sá, sem segir þessi orð, er drengurinn, sem hlýtt hafði á úrskurð læknisins. — Orð hans koma illa við lækninn. Honum finnst eins og verið sé að ef- ast um starfshæfni sína, og hann kemst í uppnám: „Finndu það þá, drengur", hvæsir hann og fer út 1 fússi. Þessi orð brennast í vitund drengs- ins, Fred Banting, og verða undirrót lífsferils hans. Hann er hinn yngsti af fimm sonum garðjnrkjumanns. Það er því nóg af sonum til þess að feta í fótspor föðurins, og þess vegna 'hefur faðir Bantings ekkert á móti (því, að hann gangi menntavegirin. Hann vill, að hann verði prestur, en drengurinn vill verða læknir og móð ir lians fær talið föður hans á að láta hann fá vilja sínum framgengt. En faðir hans ákveður, að kostnaðurinn við nám hans skuli dreginn frá arfi hans. Fred Banting verður alltof fljótt iæknir: Heimsstyrjöldin fyrri er í al- gleymingi, og í skotgröfunum særast og limlestast svo margir menn, að þörfin fyrir lækna er óþrjótandi. — Læknamenntunin minnir á lagerfram leiðslu. Námi, sem við eðlilegar að- stæður tekur mörg ár, er lokið af á nokkrum mánuðum. Strax eftir að Banting hefur tekið próf, fer hann til vígstöðvanna í Norður-Frakklandi og stendur þar við uppskurðarborðið frá morgni til kvölds. Að heimsstyrj- öldinni lokinni hverfur hann aftur heim til Kanada með heiðursmerki fyrir franimistöðu sína á vígstöðvun- um og hefur þar að auki hlotið fulla viðurkenningu sem skurðlæknir. En hann er engu að síður ákveðinn í því að verða lyflæknir og vinna að því að lækna þá, sem haldnir eru sykur- sýki. Hann kemst að við lyfrannsóknar- stofnunina, sem rekin er á vegum há- skólans í Toronto. Þár vinnur hann að rannsóknum og athugunum á syk- ursýki og gerir tilraunir og sannpróf- ar tilgátur sínar í tilraunastofu stofn- unarinnar. Meðan þessu fer fram, er forstöðumaður stofnunarinnar, pró- fessor McLeod, á eilífum ferðalögum og kemur hvergi nærri vinnu Bant- ings. En með honum vinnur tvítugur læknakandidat, Charles Best að nafni, sem er nýbyrjaður á lyflæknisfræði- legum rannsóknum. Þeir þola saman súrt og sætt. Þeir eru oft í fjárþröng og verða oft og tíðum að fara í leið- angra til þess að verða sér úti um hunda, sem glatað hafa húsbónda sín- um eða aldrei átt neinn, til þess að nota við rannsóknir sínar. Tilrauna- stofnunin hefur ekki ráð á að kaupa hunda. Og einn góðan veðurdag verður Bant ing ljóstj að hann hefur fundið upp efni, sejn sykursýkissjúklinga vanhag- ar um. Tilraunir þeirra félaga hafa leitt í ljós, að þetta efni dugar við sykursýki í hundum. — Banting kemst að þeirri niðurstöðu, að sykur- efnaskiptin í líkama sjúklinganna séu í ólagi og geti ekki brennt hin bundnu fituefni, en það hafi í för með sér sýrumyndun, sem orsaki eitr- un í líkamanum. Starfsbróðir Bantings, dr. Joseph Gildehrist, er sykursjúkur, og fellst hann á, að gerðar séu tilraunir á hon- um með lyfið. Og í ágústmánuði árið 1922 fær hann fyrstu inngjöfina af efni Bantings. Næstu tvær vikur eru Banting og Best stöðugt á tilrauna- stofunni eða þeir sitja við rúm Gild- christ. Þeir fylgjast nákvæmlega með áhrifum hinna daglegu skammta af efninu, sem þeir sprauta undir fitu- lag húðarinnar. Þeir mæla efnaskipti sjúklingsins, mæla sykurinnihaldið í úrgangsefnum líkamans og magn blóð sykursins. Þeir sjá, hvernig hringrás blóðsyk- ursins hægir smátt og smátt á sér og fær að lokum eðlilegan og jafnan hraða. Þetta þýðir, að efnið verkar- með þeim hætti, sem Banting hafði vonazt til. Þetta er efnið, sem líkami sjúklingsins er ekki fær um að fram- leiða og með hæfilegum matarkúr munu efnaskinti líkama hans í stórum dráttum verða sambærileg við efna- skipti heilbrigðs manns. Banting er fyrst og fremst hug- sjónamaður, og honum finnst ekki, að nokkur maður hafi leyfi til þess að hagnast af því, sem aðra skortir. Banting og Best, — en sá síðar- nefndi átti mikinn þátt í tilraununum og rannsóknunum, sem leiddu til upp götvunar efnisins, — afsala sér einka réttinum á efninu og afhenda hann háskólanum í Toronto, sem fer að dæmi þeirra og aflar sér ekki einka- leyfis á því. — En nú syrtir í lofti og óvænt atvik ber að garði: McLeod kemur heim frá ferðalögum sínum, og þegar heim er komið, skrifar hann grein um efnið insulin, en það kall- ar hann efnið, sem Banting hefur uppgötvað. í þessari grein eru hvorki Banting né Best nefndir á nafn. Greinin vekur mikla athygli innan læknastéttarinnar, og brátt berst vitneskjan um þetta lyf til blað anna og um leið fá allar þær þúsund- ir manna, sem líða af sykursýki, bata- og lífsvon. McLeod er óspart hrósað af stéttarbræðrum hans fyrir upp- götvun „sína“ og orðstír hans berst yfir Atlantshafið til sænsku akademí- unnar, sem annast túhlutun Nóbels- verðlaunanna. Akademían kemst með einhverjum hætti að því, að Banting hefur átt einhvern þátt í uppgötvun- inni og ákveður, að Nóbelsverðlaun- in, sem veitt eru fyrir læknisfræðileg afrek, skuli skiptast milli McLeod og Bantings. Þetta er árið 1923. — Það er ekki minnzt einu orði á hlut Bests, enda hefur varla þótt til hlýða, að 23 ára gamall lcandidat fengi svo mikla viðurkenningu. Bánting er of hlédrægur og hæ- verskur til þess að opinbera, hvernig í málinu liggur, en vinir hans taka í taumana. Þeir geta þó ekki breytt úr skurði akademíunnar. en endirinn verður sá, að hvorki Banting né Best Framhald á 189. siðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 179

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.