Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 3
Miklibær i Blönduhlíð var æskuheimkynni frú Sigriðar Björnsdóftur. — er hún segir frá í grein sinni. vorleysingum getur þessi foss orð- ið nokkuð vatnsmikill, en oftast er hann lítill og hverfur neestum alveg, ef miklir þurrkar ganga Á hægri hönd er dálitil kletta- borg, og þar sem hana ber hæst, stendur dálítil varða. En þetta allt megum við alls ekki vera að athuga nú, enda okk ur vel kunnugt. Ærnar rekast vel, og þegar upp á brekkubrúnina er komið, taka við víðlendir móar, þýfðir og grösugir, — þar ganga kýrnar á sumrin. En með ærnar er farið lengra. Við förum nú að náLgast fjallið — Miklabæjarfjall- ið, hátt og tignarlegt, en þangað er ferðinni heitið. Fyrst taka við allbrattar brekk- ur, „hjallarnir“, og er þangað var komið, stöðvuðum við ærnar, því að þar er aðsetursstaður smalanna. Fyrir ofan hjallana eru „göngurn ar“, grasigrónar og gróðursælar. Upp í þær dreifa ærnar sér. Þar fyrir ofan eru svo „skriðurnar" gróðurlausar eins og nafnið bendir til og efst eru klett. . : i. Það er enn snemma morguns. Sólin er í suðaustri, og það er stafa lo.gn og ákaflega heitt. Við setjum dót okkar við „Byrgið“, en það er lítill smalakofi, sem stendur þarna á hjöllunum. Bræður mínir leggjast endilang- ir í grasið og fara að lesa. Ekki man ég, hvort ég var læs eður ei, en í bók leit ég sannarlega ekki þann dag, ég hafði nóg að starfa. Fyrst var ég alltaf að gá að án- um, var dauðhrædd um að missa af þeim, fannst bræður mínir, ekki nógu árvökuíir við gæzluná, en þeir Sögðu, að þær ættu að dreifa sér og vera frjálsar, þá mjólkuðu þær betur. Og svo fannst mér allt svo nýstárlegt. Að sjá byggðina, bæina, liggja þarna rétt framund- an okkur eins og sofandi í sólskin- inu. Ekkert benti á líf nema-reyk- urinn úr strompur. n! Svo var lilhlökkunin yfir að eiga að borða úti, sjá þegar malurinn var opnaður og upp úr honum voru teknar krásirnar, því að þar kenndi áreiðanlega margra grasa. Mamma vissi, hvað kom sér vel. En meðan þessu fór fram, hélt sólin áfram ferð sinni, o,g nú fór hún drjúgum að nálgast skarðið, svo að okkur bar að leggja af stað aftur heimleiðis. Mig minnir, að ég fengi að fara hringferð kringum féð, ásamt smalahundinum, til að sækja það, en þeir tækju svo við því bræð- urnir. Mér fannst það áreiðanlega bæði heiður og æra að vera trúað Hér á myndinni blasa viS þær slóðir, (Ljósmynd: Páll Jónsson). fyrir svo ábyrgðarmiklu starfi. Ærnar eru fljótar að raða sér í ákveðnar raðir, eins og hver röð eigi sinn eigin götutroðning og hafi sína eigin forustu. Og heim á kvíabólið er komið alveg í sama mund og endra nær. Ærnar tínast inn, svolítið er ruðzt fyrst, en svo er allt í röð og reglu alveg eins og um morguninn, að öðru leyti en því, að nú. er hvert júgur fullt af heilnæmri, kosta- mikilli sauðamjólk. Við systkinin þrjú göngum heim í bæ, þar bíður okkar heitur mat- ur, sem er býsna vel þeginn eftir útivist í tæru fjallaloftinu. Og það var gott að sofna um kvöldið eftir svona þreytandi og annasaman, en skemmtilegan dag, og láta sig dreyma um fjöll og kindur. Þótt ég hafi að gamni mínu lýst hér fráfærum og því, sem í kring um þær er, og þótt ég telji, að þær hafi verið þarfar íslendingum og ef til vill átt sinn þátt í að halda í okkur lífinu fyrr á öldum, þá vil ég meina, að þær ættu ekki við okkur í dag, eða ættu ekki hér við í okkar nútíma þjóðfélagi, þar sem enginn má vera að neinu, og allir þurfa að hraða sér. Sigríður Björnsdóttir. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 171

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.