Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 17
Angiu gjafir. Aðeins þú. Taktu eftir, drengur litli, ég ætla að segja þér dálítið. Það er inaður farinn ag veita Angiu eftirtekt“. „Ég er sá maður“, sagði Pito, og nú var rödd hans djúp. Móðir Pitos kom nú hlaupandi og skammaðist rétt eins og hún vissi ekkert hvað var að ske. Hún skip- aði okkur að fara heim. Við hefðum nóg af skeljum. Þag væri orðið fram- orðið. Pito ætti að fara að leita að kúnni. Hún tók í handlegg hans og sagði: „Flýttu þér, barnið gott“. Pito hristi hönd hennar af sér og horfði beint á Damundo. Damundo gekk alveg að Pito og lagði hönd sína á öxl Angiu. „Svo“, sagði hann við Pito, „svo að jpú ert sá maður“. Og Pito var hann. Hann hrækti í andlit Danumdos. Svo gekk þetta samkvæmt venju. Vinur Damundo leiddi hann burt, og ég tók undir handlegginn á Pito, þar sem ég var vinur hans, og leiddi hann burt. Angia stóð, þar sem við höfðum verið að grafa, og horfði niður á litlu flöskuna, sem skein í sandinum. Hún beygði sig niður eftir henni. Ég og nokkrir úr fjölskyldu minni fóru heim til Pitos. Ég tók að brýna hnífinn hans. Það var nokkuð, sem ég kunni. Það var ekki margt sagt, og ekki var minnzt einu orði á einvígið, sem átti að hefjast á hádegi næsta dag. Við höfðum farið til Pitos til að votta honum vináttu okkar. Þá kom faðir Pitos með þrjá gamla frændur sína. Fyrir löngu síðan höfðu þeir allir, hver fyrir sig, orðið sigur- vegarar í einvígi og nú stóðu vonir til, að Pito gæti lært eitthvað af þeim. Það er nefnilega ekki rétt að spyrja ungan mann, sem hefur fellt niður brúsana, hvernig hann fór að því að vinna. Hann getur þurft að berjast aftur og þá vill hann ekki ljóstra upp um aðferð sína. En gamlir menn berjast ekki oftar. Og þeim er alveg sama, þó að þeir tali um :gra sína. „Þegar dyrunum er lokað, Pito“, sagði Ohaco gamli, frændi, sem er mjór og skjálfandi, „þá skaltu beygja þig fljótt niður í horninu. Þú ikalt halda hnífnum þínum upp, svona. Ef Damundo stekkur, mun hann sjá þig fyrir hugskotssjónum sér standandi uppréttan. Þess vegna leggur hann of hátt og þú getur stungið upp í hann“. Cantu gamli, frændi, sem er blind- ur, sagði ákveðið: „Nei, þú verður að leika betur á ha'nn. Um leið og dyr- unum er lokað, hreyfirðu vinstri fótinn. Damundo heldur þá, að þú sért að færa þig úr horninu. Hann stekkur þá vinstra megin við það og þú getur náð honum, þegar hann kernur". „Damundo stekkur ekki“, sagði Juan gamli, frændi, sem talar ó- greinilega, því að hægra munnvikið á honum hreyfist aldrei. „Damundo hef- ur aldrei stokkið". „En hann gerir eitthvað mjög fijótt“, sagði Chaco frændi. „Hann er þekktur fyrir, hversu fljótur hann er að vinna. Hann mun áreiðanlega ekki vilja rýra álit sltt með því að v'era lengur núna. Ekki hann Damundo“. „Ef hann stekkur ekki“, sagði Cantu gamli frændi, „þá kemur hann með- fram veggnum. Hann mun telja skref- in með því að leggja hæl við tá. Hver veggur er fimmtán slík skref. Hann mun koma hratt og hljóðlaust. Þegar hann hefur talið skrefin og telur sig vera kominn til þín, heggur hann“. „En vegna þess, að Pito færði vinstri fótinn“, sagði Chaco frændi, „mun Damundo telja hann vera dá- lítið til vinstri við hornið, og hann hittir þess vegna ekki. Þú, Pito, munt ekkert heyra, en þú finnur ef til vill loftþrýstinginn af högginu. Leggðu þá í áttina til lofthreyfingarinnar, en þó heldur hægra megin við hana, drengur minn“. „Gleymdu ekki skröltorminum", sagði Juan frændi. „Damundo kemur ekki eftir veggnum þeim megin, sem snákurinn verður settur". „Þú getur verið viss um það, Pito“, sagði Cantu gamli. „Ef Damundo kemur meðfram veggnum, þá kemur hann þeim megin, sem snákurinn er ekki. Þá veiztu úr hvaða átt l.ann kemur“. „Þú skalt aldrei blekkja sjálfan þig með því“, sagði Juan gamli, „að Ija þig vita, hvað Damundo muni ,era. Það er ágætt að blekkja hann strax, en hvernig veiztu, að það hafi tekizt. Dyrnar lokast máske svo fljótt, að Damundo tekur ekkert eftir þvi, að þú færir fótinn til vinstri. Ég vil ráð- leggja þér það, að halda þig lltaf nærri vegg. Þá veiztu alltaf, hvar eitt- hvað er. Það er . á huggun“. „Hvað!“ hrópaði Chaco gamli frændi, og skalf nú meira en venju- lega. „Halda sig nærri vegg? Nei, nei, nei. Snákurinn kemur meðfram veggj- unum. Hann fer hringinn í kringum herbergið og heldur sig alltaf við veggina. Hann leitar að gati, sem hann geti komizt út um. Þú rekst á snákinn, ef þú ert nærri veggjunum, Pito. Þá skröltir hann og Damundo kemst að því, hvar þú ert“. „Sérhvert auga þarf að fá eitthvab ljós til þess að sjá“, sagði Cantu gamli „Snákurinn mun skrölta, en ekki vegna þess, að hann sjái þig, heldur vegna þess, að hann finnur hitann af nöktum líkama þínum. — Hann verður ’ ' hræddur, endinn á I onum titirar og veldur skröltinu. Alltaf þegar þú heyrir hann skrölta, þá veiztu, að aunar hvor ykkar Damundos er nærri snáknum“. „Þetta þarf ekki að vera svo“, sagði Juan gamli. „Þú leggst niðiu, Pito, með iljarnar við vegginn, eii skrokkurinn inn í herbergið. Þú finn ur með iljunum, hvar þú ert. Síðan hylurðu þig með sandi upp að ..itti. Þegar snákurinn skríður yfir þig, ger- ir hann það án þess að skrölta. Hit- inn af likama þkm fer ekki í gegn um sandinn. Og ef Damundo er nærri, skröltir snákurinn við honum“. „Það er hægt að gera meira með sandinum", sagði Chaco gamli. „Þú skalt hlaða sandi upp að öðru eyranu. Þegar Damundo gengur, skríður eða hreyfir sig á einhvern annan hátt, þá hreyfir hann sandkornin vegna þunga síns. Þau sandkorn rekast svo á þau næstu og síðan koll af kolli til þín, og þú getur fundið sandkornin við eyra þér hreyfast. Þá veiztu, að Damundo hreyfir sig“. „En ekki, hvar hann hreyfir sig“, sagði Cantu gamli. „Til þess að heyra hvar Damundo er, þarf sandi að vera hlaðið að báðum eyrum“. „Ef bæði eyrun eru hulin sandi“, sagði Juan gamli, „er ekki hægt að heyra i skröltorminum. Endinn á honum stendur upp loftið og kemur engri hreyfingu á sandkornin. Það er þýðingarmikið að fylgjast með snáknum, Pito. Þú mátt alls ekki hylja bæði eyrun sandi“. „Það er nauðsynlegt, Pito“, i„gði Chaco gamli, „að fylgjast vel með því, hvað tímanum liður. Það er mögulegt með því að taka eftir jð- um þorpsins, þegar kýrnar biðja um að vera mjólkaðar um sólarlag, þeg- ar hundarnir spangóla móti mánan- um, þegar hanarnir gala um sólar- upprás. Þetta hjálpaði mér til að sigra í gamla daga í annað sinn, er ég heyrði í-kúnum, fannst mér kyn- samlegast að reyna að leika á fjand- mann minn með því að gera mér upp svefn. Ég færði mig aðeins úr horni mínu, sneri mér að því, bar hendurn- ar upp að munninum og lagði þær að veggnum, en skildi eftir lítið bil við vegginn til þess að geta beint l.’jóð- inu þangað sem ég vildi. Síðan gaf ég frá mér ýmis svefnhljóð, en ekki of oft og ekki of hátt. Hljóðin berg- máluðu frá veggaum hinum megin við hornið. Óvinur minn kom til þess að stinga þar og hnéð á honum straukst við mig. Ég var ekki í nein- um vandræðum með að finna, hvert ég átti að leggja". „Á öðrum degi“, sagði Juan gamli frændi, „tók óvinur minn að tala til mín hvíslandi. Hann sagði, að við værum kjánar. Deila o' kar væri ekki eins mikils virði og líf annars okkar. Hann stakk upp á því, að við gengj- um með veggjunum til dyranna og felldum báðir í einu brúsana. Ég gerði hvorki að hafna þessu né .ka. Þannig komum við báðir til dyranna, og þar vann ég. Ég hef oft velt því T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 185

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.