Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 4
XIV Um þær mundir, er Sjöundármál gerðust, var Davíð Scheving settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu og bjó í Haga. Hálf öld var liðin síð'an hann fékk þar fyrst sýsluvöld. Þegar hann komst á miðjan aldur og tók nokkuð að mæðast á miklum umsvif- um, hafði hann fengið sér til aðstoð- ar tengdason sinn, Bjarna Einarsson frá Vatneyri, og afsalaði hann embætt- inu brátt í hans hendur að öllu leyti. En sambúð' Bjarna og konu hans, dótt- ur Davíðs, var stormasöm, og kom þar áður en varði, að Bjarni fékk lausn frá embætti, fór nokkru siðar utan og gerði fjárskilnað við konu sína. Þá kom enn nýr sýslumaður að Haga í sambýli við Davíð' Scheving. Það var Oddur Vídalín, sonur Hall- dórs klausturhaldara Vídalíns á Reyni stað. Hafði vinnukona alið Halldóri þennan son á brú'ðkaupsdegi hans, og var það í sögur fært, að Halldór var sóttur á brúðarbekkinn til þess að af- klæðast skyrtu, er konur steyptu síð- an volgri yfir höfuð sængurkonunni, svo að erfiður hagur hennar mætti greiðast, því að það var trú, að volg flík af barnsföðurnum megnaði helzt að létta konum harð'a fæðingu. En það er af sýslumennsku Odds að segja, að hann varð ekki mosagróinn í embættinu, því að hann var sviptur þvi snemma vetrar 1801, vegna taum- lauss drykkjuskapar. Kölluðu menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum í þá daga. En svo langt hafði óvirð- ingin á Halldóri sýslumanni gengið, að sýslubúar höfðu bæði hýtt hann og steypt á hann keytu, að því er sögn heimdi. Var þá gripið til þess ráð's uð fela Davíð Scheving að gegna emb- ættinu um stundarsakir, og var dótt- ursonur hans og sonur Bjarna Einars- sonar, Guðmundur Scheving, settur honum til aðstoðar, tæplega hálfþrítugur að aldri. Stóð svo, er hér var komiS. Þegar séra Jón Ormsson var kominn heim og hafði jafnað sig vikutíma eftir ferðalag sitt suður á Rauða- sand á þrenningarhátíðinni, þótti honum hlýða að skrifa Davíð sýslumanni svofellt bréf um athafnir sínar og greftrun Guðrúnar: „Jatfnvel þó að minni hyggju sé lík- legast, að Guðrúnu heitina Egilsdótt- ur á Sjöundá hafi ei annað til dauða dregið en sá veikleiki, sem hana þess á millum heimsótti þau síð'ustu ár, sem hún lifði, samt af því nóg kvis og íráðningsyrði mátti af ýmsum f sveit- inni heyra um það, að hún mundi af mannavöldum (nefnilega Bjarna Bjarnasonar, ektamanns síns og Stein- unnar Sveinsdóttur, ekkju Jóns heit- ins Þorgrímssonar á Sjöundá) dáið hafa, þá lét ég, áður en hún var jörð- uð næstliðinn trinitatis-sunnudag hreppstjórana Sigmund Jónsson og og Ólaf Sigurðsson slá upp kistuna og skoð'a líkið í minni viðurvist og flestra þeirra, sem þá við kirkjuna voru, hvar við þó enginn, eftir mínu áliti, rimileg líkindi til sannleika þessa illmælis uppgötvuðust, né heldur við mína eftirgrennslan í sama sinn um grund- völl til þessa sveitarróms. — Þetta vildi ég ei undanfella yðar veleðlaheitum til vitundar að gefa, þar ei sýnist aldeilis ónauðsynlegt, að þar um væri inquisition haldin, ef prófast kynni, hvort þetta rykti væri á nokkrum eða engum líkindum og rökum byggt. Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir þykjast og hafa orðið' fyrir stórurr. órétti og mannorðs- spilli, að slíkt illmæli skuli vera að sér saklausum dróttað“. Bréfið sendi prófastur áleiðis, er ferð féll inn að Skápadal, og var þá enn liðin vika frá því það var skrif- að. Komst það svo inn að Haga í hendur Davíðs Schevings nokkram dögum síðar. Sýslumennirnir í Haga fóru sér engu óðslegar en prófasturinn. Þeir höfðu í mörg horn að líta, og það varð langur dráttur á því, að þeir gerðu reka að rannsókn. En annað var það, sem bæði séra Jón Ormsson og sýslumaðurinn ungi létu til sín taka, þegar kom fram á sumarið. Enn voru á flögri margar sögur, sem hermdu, að fulldátt væri með þeim Steinunni og Bjar-na á Sjö- undá, og hlutaðist prófastur til um það við' Guðmund Scheving, að Stein- unn yrði flutt frá Sjöundá til vanda- fólks síns. Var því farið með hana, börn hennar, búslóð alla og fénað, sem eftir lifði, að Grænhól á Barða- strönd, þar sem bróðir hennar, Jón Sveinsson, bjó þá. Var Steinunn ekki ófús til þessara vistaskipta. En ekki stafaði það' þó af því, að hugur henn- ar hefði hvarflað frá Bjarna, því að hann ræddi litlu siðar um það við pró- fast, að þeirra vilji væri að byggja sem fyrst eina sæng með blessun kirkj unnar. XV Sumarið leið, án þess að til nýrra tíðinda drægi. Það var helzt í frásög- ur færandi, að tíunda sunnudag eftir þrenningarhátíð tók Jón Pálsson, hreppstjóri í Keflavík, Bjarna tali við Saurbæjarkirkju. Er bersýnilegt, að líkskoðunin hefur ekki sannfært hann um, að dauða Guðrúnar hefð'i borið að með eðlilegum hætti. Sagði hann Bjarna' umbúðalaust, að það orð lægi á, að' Steinunn hefði gefið Guðrúnu eitur í vatnsgraut og orðið henni með því að bana. Bjarna varð hverft við þessa ásök- un. Ekki dó hún af því, svaraði hann Sjöundármál - fjórði frásöguþáttur 244 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.