Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 12
69 Farand-Lapparnir, sem komu á vor- in handan yfir fjöllin m’eð hjarðir sínar, nefndu sumarlandið, firði Norður-Noregs, Hafríkið. í Hafríkinu bjó ekki aðeins norskt fólk, heldur einnig Lappar, sem ýmist höfðu við- urværi af sjó eða landi, og mikill fjöldi Kvena, niðjar finnskra manna, er borizt höfðu út til strandarinnar. Þeir héldu fast við tungu sina og baðstofur, og enn eru Kvenir sums stað'ar í yfirgnæfandi meirihluta, svo sem í sumum byggðarlögum Varang- urs, þar sem jafnvel níu af hverjum tíu íbúum eru Kvenar og vart heyrist eða sést annað ti'ngumál en finnska. En þeir hafa setzt að miklu viðar. Byggðir þeirra r.á langt suður í Troms. Það var neyðin, sem knúði forfeð- ur þessa fólks til þess að leita sér athvarfs í Hafríkinu. Hvað eftir ann- að varð hallæri í byggðum Kvena handan finnsku landamæranna og í Lapplandi hinu sænska. Snjóinn tók ekki upp fyrr en komið var fram á mitt sumar, og uppskeran ónýttist sökum frosta. Fólk leitaðist við að draga fram lífið á barkarbrauði. En það var létt í maga, þegar hallærinu linnti elcki árum saman. Og þegar óáraninni létti, fékkst hvergi útsæði. Sumir hjörðu þetta af, sumir féllu. Sumir tóku sér staf í hönd og héldu til norsku strandarinnar. Þótt margir örmögnuðust á þeirri leið, komust aðrir alla leið. Þeir settust að í fjörð unum norsku. Þar var minni frost- hætta en í heimahögum þessa fólks, og þar var fiskigengd mikil úti fyrir ströndinni, þegar leið fram á vetur- inn. Næst þegar kreppti að í heima- byggðum Kvena, leituðu fleiri i fót- spor þeirra, er áður höfðu gengið hungurgöngu sína til Hafrikisins. Það var í hallærum snemma á átjándu öld, sem þessir þjóðflutning- ar hófust. Um miðja öldina flúðu enn margir úr Tornedalnum í Norður- Svíþjóð undan svipu hungurvofunn- ar Aðkomufólkið tók sér bólfestu á æ fleiri stöðum. Saga Mikjálsfólksins frá Tervola er saga ótalmargra ann- arra á þessum árum. Hungrið var þá svo óskaplegt, að fólkið barðist við hundana um bein og barkarbrauðsmola. Margir dóu úr vesöld, og sá maður var varla til, að ekki sæi stórlega á honum. Bænar- ávörpin hljómuðu í hverju koti Kvena: — Gef oss mat! Góði guð, gef oss vort daglegt brauð! En ekkert brauð gafst. Kona Mikjáls í Tervola var ekkert urðin nema skinin beinin. Börnin reikuðu um betlandi, mögur og tekin. Svo var það einn vordag, að Mikjáll hélt af stað með allt sitt fólk í norður- átt. Honum hafði borizt sú fregn, að á Noregsströndum frysi kornið aldrei á ökrunum, og þar væri gnægð af fiski, svo að fólkið sylti ekki. En þetta var löng leið um fjöll og skóga Lapplands. Yngstu bömin varð að bera. Nestið var af skornum skammti og það þraut brátt. Eldri börnin gengu, en þau voru svo mátt- farin, að þau gátu vart dregizt áfram. Þetta var ömurleg ganga, og kaldar voru næturnar hungruðu fólkinu og sár grátur barnanna. Lífið var dregið fram á betli. Ein telpan dó í óbyggð- um, og þar var líkið skilið eftir. Um mitt sumar kom þetta fólk að Börs- elfu í Porsangri. Þar var þá skógur úti við hafið, þorskur og ufsi í firð- inum — og lax stökk í ánni. Þá mælti Mikjáll við börn sín: — Grátið ekki meira. Hér er matur. Göngunum að austan linnti ekki. Upp úr 1860 var ógurlegt hallæri i beinist athyglin að því, að norskir heimilisfeður fara hópum saman til fermingar unglinga, sem fæðzt hafa í Svíþjóð. Prófasturinn á Ibestað, séra Gunnar Berg, fermdi til dæmis tuttugasta og fyrsta sunnudag eftir þrenningarhátíð árið 1814. Meðal fermingarbarnanna er Henrik Henrik sen, „fæddur í Svíþjóð, faðir Henrik og móðir Berit“ (meira veit hann ekki um þau), keyptur fyrir kú, kaup- andi Ð.A. sálaði í Gamvík, stirðlæs, um það bil tuttugu og tveggja ára gamall". Árið áður fermdi sami prest ur Evu Jónsdóttur í Skorvík „fædda í Svíþjóð, hvaðan hún var hingað flutt tveggja ára og seld Jóni H. í Skorvík, hvers nafn hún ber, þá nafn foreldra hennar er henni sem fósturföðurnum ókunnugt, les vel á bók, en er annars heldur fákunnandi, um tvítugt". Hér erum við komin á slóð barna- BARNAMARKAÐUR Norður-Finnlandi. Það kom ekki sumar að kalla ár eftir ár. Snjórinn var metri að dýpt í byggðunum í júní- mánuði og hestís á vötnunum um mitt sumar. í fimm ár dró fólkið, sem þraukaði kyrrt, fram lífið'á barkar- brauði. Sjötta árið var hallærið ógur- legast. Þá var etið saxað gras og hreindýramosi. Árið 1868 dóu nálega eitt hundrað þrjátiu og átta þúsund úr hungri og hungursjúkdómi í Finn- landi. Mérgð fólks var á vergangi. Ileilar fjölskyldur reikuðu fram og aftur, unz þær ultu út af. Á þessum árum streymdi fólkið til Noregs. Hundruð manna komu í sum byggðarlög á fáum mánuðum, og allt var þetta fólk aðframkomið af kröm og kvöl. Að kvöldi föstudagsins langa árið 1866 kom Kveni skríðandi að efsta býli í Skíðabotni við Lyngfjörð, nálega berfættur. Hann hafði kvatt konu o.g börn í september haustið áð- ur og haldiö í vesturátt. Nú var hann kominn á leiðarenda eftir sjö mán- uði. Hann hafði ekki bragðað brauð úr mjöli í þrjú ár. Slík var saga margra annarra. í þokkabót var þetta fólk óvelkomið, þar sem það hitti fyrir norskt fólk, enda skorti föt og húsaskjól til þess aö veita því við- töku þessum húsgangslýð, sem ekki var einu sinni vinnufær sökum harð- réttis og megurðar. e En svo kom líka fólk vestur yfir fjöllin með öðrum hætti, bæði frá Finnlandi og þó einkum Syíþjóð. Sé litið í kirkjubækurnar úr fjörðum Finnmerkur frá árunum 1810—1814, verzlunar þeirrar, sem lengi var rek- in á þessum slóðum. Það dylst ekki, að hún stóð með blóma í marga ára- tugi, þótt hætt sé að geta um hana berum orðum og tilgreina kaupverð- ið í kirkjubókunum norsku eftir 1814, því að þá höfðu yfirvöldin bannað hana. Þessi verziun mun hafa hafizt um 1800. Þá voru oft hörkur miklar í Norður-Svíþjóð. Gripir bænda í fjalla byggðum féllu í vetrarharðindum, og á sumrin gerðu næturfrost og þurrk- ar stórtjón. Þessum þurrkum voru samfara miklir skógarbrunar, og stundum voru læmingjaár svo mikil, að jörðin var sem sviðin, þar sem læmingjalestirnar fóru yfir. Það var gula plágan, sem svo var nefnd. Það 'ber við annað veifið, að læmingjum fjölgar óskaplega. Þá halda þeir af stað í stórum breiðum og láta ckki staðar numið, hvað sem verður á vegi þeirra. Þeir drukkna þúsundum saman í vötnum, og vatn úr ám og vötnum, þar sem mikil mergð læm- ingja hafði farizt, var talið pestnæmt vannærðu fólki og skepnum þess. ■ Þegar þessar og þvílíkar plágur gengu yfir byggðarlögin og hungur þrengdi að, tóku sumir það ráð að losa sig við eilthvað af börnum sín- um. Feður og mæður tóku ákvörðun að fækka munnunum, sem ekki var unnt að seðja, og systkin fóru að dæmi bræðra Jósefs forðum daga.- í norsku fjörðunum áraði vel, og bændurna þar vantaði vinnuhjú, eink um pilta til þess að manna fiskibát- ana. Þeir keyptu börn, sem þeim voru færð, og borguðu með brennivíni, 252 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.