Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 6
Síðan héldu hreppstjórarnir inn að Sjöundá og náðu tali af Bjarna. Brá honum talsvert, er hann vissi erindi þeirra, en fór samt með þeim út að Saurbæ af fúsum vilja. En enga játn- ingu fengu þeir hreppstjórarnir eða séra Eyjólfur togað út úr honum. Settu þeir hánn þá í gæzlu um nótt- ina og fengu síðan menn til þess að flytja hann inn að Haga. Séra Eyjólf- ur gerði þegar tilraun til þess að knýja hann til játningar í fjarveru Guðmundar Schevings, en enn þrætti hann harðlega sem fyrr. Þó sagðist presti svo frá, að hann hefði fipazt nokkuð, er hann sýndi honum fram á, að enginn maður hrapaði úr Skorar- hlíðum á þeim slóðum, er Jón Þor- grímsson hefði átt að hrapa, án þess að hann beinbrotnaði. Kvað prestur Bjama þá hafa breytt sögusögn sinni um það, hvar Jón Þorgrímsson hefði hrapað. En síðar hélt Bjarni sig þó enn við það, er hann hafði sagt í upp- hafi og kannaðist ekki við sögu séra Eyjólfs. XVI. Bjami á Sjöundá var í varðhaldi í Haga hinar næstu vikur. Lét hann engan bilbug á sér finna, og ekki gat Guðmundur sýslumaður fengið hann til neinnar meðkenningar, þegar hann kom heim. 7. dag nóvembermánaðar var hann svo fluttur frá Haga að Sauðlauksdal í strangri gæzlu, og voru sex menn settir til þess að vaka þar yfir honum um nóttina. Með Steinunni var komið frá Hrís- nesi, en ekki hafði hún þá enn verið tekin höndum. Duldist þeim eigi, er til þings komu, að hún var vanfær og tekin að gildna til muna. í birtingu að morgni setti sýslumað- ur þing og hóf rannsókn. Dreif þar að fjölmenni, því að tugum vitna hafði verið stefnt. Var Bjarni iátinn standa fyrir dyrum úti meðan formsatriðum við þingsetningu var fullnægt og máls- skjöl skráð. Þau Bjarni og Steinunn voru síðan yfirheyrð lengi dags og spurð á marga vegu. Lýstu þau bæði búningi Jóns Þorgrímssonar þann dag, er hann hvarf, gerðum sínum og atvikum öll- um, og héldu sig fast við það, er þau höfð'u áður sagt. Steinunn sagði, að Jón hefði beðið sig um skó inn í Skor, og hefði hún þá gert honum tvenna roðskó, er hann hefði haldið á f hend- inni, er hann gekk. Bjarni ítrekaði sögu sína um það, að hann hefði farið með honum niður að fjárhúsunum, rekið með honum fé þeirra í fjöru, og séð það síðast til hans, að hann hélt á leið inn til Skorarhlíða, en loks farið að leita hans að beiðni kvenfólksins, þegar hann kom eigi heim aftur, og séð glögg merki þess, að hann hefði hrapað. Hann sagð'ist þá hafa snúið heim, hryggur í huga, og sagt tíðind- in. Frekari leit að Jóni hefði farizt fyrir vegna þess, að hún var talin gagnslaus. Um dauða Guðrúnar sögðu þau og hið sama og áður. Þau könnuðust við, að hún hefði fengið uppköst að kvöld- lagi, alllöngu áður en hún dó. En þau hefðu fljótt rénað, og síðan hefði hún verið að mestu ósjúk, þar til hún dó. Mjög voni þau þráspurð um graut þann, sem Guðrún hafði talið valda uppsölunni. Lézt Bjarni ekkert vita um þann graut. En eftir miklar og strangar yfirheyrslur kom loks þar, að Steinunn guggnaði. Tókst sýslu- manni að toga það út úr henni, að Bjarni hefði eitt sinn komið í dyrnar, er hún var i búri, tekið bréf upp úr vasa sínum og sáð úr þvi svo sem skeiðarblaði af dufti út á graut í ausu. Guðrún hefði svo komið í dyrnar, og sagðist Steinunn hafa rétt henni graut- arausuna. Guðrún hefði etið úr henni og skilað henni síðan tómri, en um kvöldið hefði hún fengið uppsöluna. Þó lézt hún ekki vita, hvers konar duft Bjarni var með. Bjarni þagði við, þegar hann var látinn heyra þessa sögu Steinunnar, og fór svo, að ekki fékkst meira af þeim þennan dag. Var þá látið staðar numið að sinni, enda kvöld komið, og Steinunn sett í varðhald. Fól sýslu- maður séra Eyjólfi að freista þess að tala um fyrir þeim og koma þeim til þess að játa á sig sakirnar. Næsta morgun var þar til tekið, er frá var horfið um kvöldið, og komu þá þau skilaboð frá séra Eyjólfi, að þau Bjarni og Steinunn hefðu meyrn- að við fortölur hans og játað á sig bæði morðin. Er skemmst af því að segja, að þau gengust umsvifalaust við játningu sinni, þegar þau voru yfirheyrð. Breytti Steinunn þá nokkuð sögunni um grautarausuna og rottu- eitrið. Bjarni gekkst við því, að hann hefði sótt það öllu fastar en Steinunn, að Jóni Þorgrímssyni væri rutt úr vegi, en hann stóð fast á því, að Jón hefði setið á svikráðum við sig. Kvaðst hann hafa fundið, að Jón vildi ganga á eftir sér, er þeir ráku féð í fjöruna síðasta morguninn, sem hann lifði. Þegar hann leit um öxl, hefði Jón staðið með reiddan staf og sagt: — Já, nú skal fram, sem ætlað er. Sagðist hann þá hafa orðið fyrri til að Ijósta hann og rota. — Að vísu henti mig sú ólukka að drepa Jón heitinn Þorgrímsson, sagði Bjarni í réttinum, en ekki var hann saklaus, þar sem hann reiddi stafinn að fyrra bragði. Hinu harðneitaði Bjarni ævinlega, að hann hefði stungið Jón eða veitt honum slíkan áverka, lifandi eða dauðum. Frá því hvarflaði hann aldrei. Það var einkennileg tilviljun, að einmitt þessi ákoma, sem Bjarni gekkst ekki við, hafði það í för með sér, að þau Steinunn voru handtekin og á þau gengið af fullri hörku, unz þau guggnuðu. Þegar sakborningarnir höfðu gert allar þær játningar, sem af þeim fengust, voru þau spurð, hvað dregið hefði þau til þess að fremja ódæðis- verkin. Bjarni svaraði, þegar hann var spurður, hví hann hefði myrt Jón Þor- grímsson: — Ég hafði fangið hatur til hans, af því hann deildi svo oft við konu sína mín vegna .... — og sagðist hafa drepið Jón „til að fría hana frá þykkju og reiði af manni sínum fyrir ást sína á mér". — í öðru lagi hefði hann viljað koma í veg fyrir, að hann segði frá samdraetti þeirra Steinunn- ar, og loks hefði illur hugur hans til sín átt þátt í morðinu. Guðrúnu kvaðst hann hafa stytt ald- ur „til þess að geta eignazt Steinunni Sveinsdóttur fyrir konu, sem ég þó framkvæmdi helzt fyrir áeggjan Stein- unnar, sem og af því, að Guðrún mín bar okkar Steinunnar lifnað út“. Þegar Steinunn var spurð, hvers vegna hún hefði viljað ryðja manni sínum úr vegi, var svar hennar þetta: — Af því að ég hafði fengið kala og hatur til Jóns heitins vegna margra hrakyrða og þykkju, sem ég iðulega mætti af honum vegna elsku minnar á Bjarna, og lika óttaðist ég, að hann mundi fara að berja mig, svo sem hann hafði hótað mér, ef ég drægi mig eftir Bjarna framar. Og launung mín á morðinu, eftir að Bjarni hafði myrt Jón heitinn, orsakaðist af elsku minni til Bjarna, og af henni og Bjarna rís öll mín ólukka". Guðrúnu sagðist hún hafa viljað feiga, svo að hún „fengi að giftast Bjarna og Guðrún heitin bæri ei leng- ur út okkar Bjarna samdrátt". XVII. Þingið í Sauðlauksdal stóð í nokkra daga, enda hafði þangað verið stefnt miklum fjölda vitna, svo sem áður er sagt. Varð þessi mannsöfnuður að hýrast þar við lítinn kost og slæma aðbúð, unz málið var til lykta leitt. Samt hliðruðu fimm vitni sér hjá að koma — Páll Kolbeinsson í Saurbæ, Ólöf Jónsdóttir í Keflavík, Þorbergur Illugason í Kirkjuhvammi, Margrét Guðmundsdóttir á Lambavatni og Ing- veldur Gunnlaugsdóttir í Skápadal. Það er því ekki vitað, á hvaða vit- neskju þetta fólk kann að hafa lumað. Einn var sá aðili, sem til vitnis var kvaddur, er nokkuð var ófrýnn þessa daga. Það var húsbóndinn í Sauðlauks- dal, séra Jón Ormsson, enda hafði sýslumaður gert ráðstafanir til þess að sækja hann til ábyrgðar fyrir emb- ættisvanrækslu, ásamt mönnum þeim, er skoðuðu lík Guðrúnar Egilsdóttur með honum. Lagði séra Jón fram tvö skjöl, annað um líkskoðunina, en hitt um stefnuna og hótanir sýslu- manns um lögsókn. Hófst það á þess- um orðum: 246 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.