Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 9
rómantíkina í kvenfólkinu“ við og di'apst í að lokum. Hann stal silungi frá Grími í Ási, karlgreyið, þegar Grímur var að veiðum við Arn- arvatn. Grímur fleygð'i öxinni í hann og drap hann. — Þú hefur ekki orðið var við neina útilegumenn núna nýlega? — Nei þeir hafa ekki sézt liér síð- an sá síðasti var handsamaður laust upp úr 1800. Hann hét Jón Franz, ættaður af Snæfellsnesi, og hafðist við í helli við Reykjavatn. Hann hélt víst að hann væri í Ódáð'ahrauni, — var ekki betur að sér í landafræðinni en það. Þeir sóttu hann sex saman um veturnætur, komu að hellinum; og Einar i Kalmanstungu, sem var ákaf- lega raddsterkur, kallaði inn og skip- aði honum að koma út, en kallinn lét ekki á sér kræla. Þá tóku þeir það til bragðs að hræð'a kallinn og kölluðu inn í hellinn: — Það er bezt, að sex standi fyrir utan, en sex fari inn. Síðan fóru þeir allir inn. Kallinn var í afhelli, sem gekk út úr aðal- hellinum, og þeir sögðust mundu hlaða fyrir afhellinn, ef hann gæfist ekki upp. Þá kom hann og fékk svo auðvitað' Biimarhólmsvist. Þeir fundu hjá honum nokkra hrosshausa. Það var allt og sumt. — Þeir gerðu mikið til þess að bjarga líftórunni, þessir aumingjar, en ævi þeirra var verri en hundsævi. — Hvernig var það, þegar þú hrap- aðir með sementspokann í fanginu of- an í Surtshelli? Hann fer undan í flæmingi og bandar frá sér með hnefanum. — Það er önnur saga. En ég skal segja þér frá flugvélinni, sem hrapaði eð'a öllu heldur var skotin niður. — Skauzt þú hana niður? — Nei, þar voru nú Ameríkanarnir, sem gerðu það. Þetta var á stríðsár- unum. Flugvélin var fjögurra hreyfla Fokker-Wulf. Það voru uppáhaldsvél- ar Þjóðverjanna. Um leið og ég kom auga á hana, sá ég aðra Iitla hátt á lofti, að sjá beint yfir Strútnum. Hún renndi sér beint ofan þá stóru og dembdi á hana skotunum. Sú stóra skjögraði í loftinu, reykinn lagð'i úr henni. Svo hvarf hún. — Þeir komu strax sama dag, Ameríkanarnir, að' Kalmanstungu á sjö bílum og höfðu fallbyssu með sér. Þeir spurðu, hvort við hefðum orðið hennar varir, og ég sagði já og fylgdi þeim upp á Strút og þar skyggndumst við um, en sáum hana ekki. Þegar við fórum niður, hittum við' menn, sem sögðu okkur, að sézt hefði, hvar hún kom niður. Ameríkanarnir óku niður í Borgar- nes og gistu þar, komu svo aftur eldsnemma daginn eftir og höfðu með sér kort, þar sem flakið var merkt inn á. Við fundum flakið fljótlega. Þeir voru sjö. Sá elzti 32, en sá yngsti 16. Allir dánir og sundurtættir. Ameríkan arnir gáfu métr pistólu, sem einn þeirra hafð'i borið. — Seinna voru skrokkarnir sóttir og grafnir í Braut- arholti. Steíán þagnar við og horfir á mál- verk af Eiríksjökli, sem hangir á stofu veggnum með olíumálaðan eilífðar- snjó. — Sigurður skáld í Ainarholti bað pabba einu sinni að gefa sér eitthvað af Eiríksjökli. Pabbi svaraði, að hann mætti eiga snjóinn alveg eins og hann legði rfig. — En það' hefði verið skaði fyrir jökulinn að missa snjóinn, því að snjórinn er hans höfuð og sjálfur er hann höfuðprýði Borgarfjarðar. Við gengum á hann 1918, tveir bræður, með Jóni Trausta. Jón var skemmti- legur, og sagði okkur ýmsar sögur. Hann botnað'i oft frásagnir sínar með því að segja: — Ja, ég hef skrifað um það sögu, og þið hafið lesið hana. Þetta var hans síðasta fjallganga. Spánska veikin beið eftir honum fyrir sunnan. Hann var mikill tóbaksmaður, Jón, og átti tvo rjólbita, þegar hann dó. Þá erfði Guðmundur Hagalín og þótti gott, því að' það var erfitt að fá tóbak þá. — Ertu ánægður með Reykjavíkur- tilveruna? — Það fer alls staðar vel um mig, og mér þykir gott að eiga vísar góðar móttökur í Kalmanstungu. Eg er viss um, að yfir sumum jörðum vakir hulin vernarvættur og oðrum fylgir bölvun. — Hefurðu orðið þess áþreifanlega var? Maður þreifir ekki a þessum Stefán Ólafsson — í baksýn Hallmundarhraun og Eiríksjökull. — Ljósmynd: TÍMINN, GE. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 249

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.