Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 16
aðinn, hlaut hann að vinna kauplaust hjá Ársteinsbóndanum í tvö ár, svo að hann bæri ekki skarðan hlut frá borði. En svo var Jóhann Friðrik líka frjáls rnaður. Hann kvæntist bónda- dóttur í Skifte í Grátangri, Berit Maríu, og ruddi land í æskuheimkynn- um hennar. Hún var einnig Kveni. Fyrstu árin bjuggu þau í Lappahreysi með moldargólfi og ljóra á þaki. En þegar fram liðu stundir, varð Jóhann Friðrik Mikkelsen efnaðasti bóndi síns byggðarlags. Smiður var hann svo góður, að víðkunnugt var. Svo bar það til eitt árið, er hann var orðinn lotinn af lúa, að gamall, hvíthærður maður úr innanverðum Grafarfirði kom gangandi yfir fjallið. Hann gekk inn í bæ Jóhanns Friðriks, hengdi hatt sinn og staf með hægð á ugluna í fordyrinu og varpaði kveðju á bónda. Þessi maður kvaðst heita Pétur Hansen. Hann hafði átt bernsku spor sín í Pajala, en verið fluttur til sölu í Noregi um svipað leyti og Jó- hann Friðrik. Hann hafði tekizt á hendur þessa ferð yfir fjöllin til þess að hafa tal af gömlum sveitunga á lík- um aldri og hann sjálfur. Þeir ræddu margt um bernsku sína og þær raunir, er hún hafði fært þeim. Pétur sagði honum, að þeir hefðu verið sendir brott smám saman, fjórir bræðurnir, og seldir í Noregi, því að faðir þeirra var dáinn, en móðir þeirra giftist drykkjumanni, sem só- aði eigum hennar, svo að hún gat ekki séð barnahópnum farborða í hall- ærinu á fjórða tug aldarinnar. Síðast fór móðirin sjálf á eftir þeim með yngstu börnin. Einn sonurinn var kominn á miðjan aldur, er hann hitti í fiskiveri mann, sem reyndist vera bróðir hans, og hann gat sagt honum, hvar móðir þeirra átti heima. Hann sleppti þá róðri til þess að heimsækja hana. En gamla konan var orðin blind, og hún kunni ekkert nema finnsku, er sonurinn var fyrir löngu búinn að týna niður. Hann gat með engu móti látið h^nni skiljast, hver hann var. Það lá við, að hann ör- vænti. En þá skaut því upp í huga hans, að móðir hans hafði vendilega kennt honum trúarjátninguna, áður en hún fékk hann Löppunum til for- sjár — það var líka tryggara, því að fyrirliði hópsins var hinn víðkunni hreindýraþjófur, Svarti-Pétur, sem sagt var, að hrafninn elti eins og skugginn hans, því að valurinn lá eft- ir hann, hvar sem hann fór. Drengur- in þurfti oft að leita sér hugsvölunar í trúarjátningunni, sem móðirin hafði sagt, að hann skyldi sífelldlega þylja fyrir munni sér, þegar hann ætti mót- drægt. Og nú rifjaðist upp fyrir hon- um ein setning eftir öll þessi ár — hið eina, er hann gat sagt á finnska tungu: — Mina uskon Pyhan-hengen pa- alle — ég trúi á heiiagan anda. Við þessi orð var sem gamla konan hrykki af svefni. Hún fálmaði í kring- um sig og þreifaði á gestinum, því að hún minntist þess, með hvaða vega- nesti hinn týndi sonur hennar hafði farið að heiman. Þannig gat sonurinn látið hina blindu móður sína renna grun í, hver hann var. Þeir höfðu frá mörgu að segja og um margt að tala þessir gömlu Kven- ir frá Pajala, sem forðum höfðu verið seldir á norsku ströndinni, og að lok- um sagði gesturinn, að Jóhann Frið- rik yrði að endurgjalda heimsóknina og koma yfir í Grafarfjörð, Þar væri margt aldrað fólk af kyni Kvena. Hann gat þess til dæmis, að meðal granna sinna væri roskimekkja, sem héti Eva. Bóndinn í Skifte leit upp, þegar hann heyrði þetta nafn. — Er hún með ör á enninu? spurði hann. Systir hans hafði nefnilega dott- ið af sleða í bernsku og meiðzt illa á höfði. Gesturinn sagði, að það væri rétt til getið. Jóhann Friðrik fylgdi gesti sínum á leið, er, hann sneri heim til sín. Litlu síðar fór hann sjálfur yfir í Grafarfjörð. Hann kom að kvöldi dags niður furuskóginn í hlíðinni ofan við Skoddebergsvatn og hélt rakleitt að snotrum bæ, er stóð ofan við elrikjarr- ið á vatnsbakkanum. Þetta var bær Evu. Ékkjan tók vingjarnlega á móti komumanni og bauð honum inn. Þau spjölluðu saman um stund, og Jóhann Friðrik starði fast á konuna. Hún var orðin gömul og þreytuleg, og þó fannst honum hann kannast við eitt- hvað, sem leyndist bak við hrukk- urnar á andliti hennar. Hann færði talið að Löppum og farandlífi hjarð- mannanna. Og konan sagði honum, að hún væri frá Pajala. Hún vissi líka/ að hún hafði farið að heiman með bróður sínum, en orðið viðskila við hann á leiðinni til Noregs. Nú sagð'i Jóhann Friðrik til sín. Margt kom upp úr káfinu, er systk- inin fóru að bera saman bækur sínar. Eva hafði alizt upp í norðurbyggðun- um á bæ, sem hét Slétta. Þegar hún var uppkomin, gerðist hún vinnukona í Rolley, unz hún giftist norskum manni, vinnumanni kaupmannsins. Þau systkinin höfðu verið þarna samtímis, og það gat varla leikið vafi 256 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.