Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 11
Með smyglurum . . . Framhald af 248. síðu. ana, en síðan varð kreppa á smygl- markaðinum. Eftir 1960 er aftur tekið ag rofa til á smyglmarkaðinum. ítalska ríkið hefur einkarétt á inn- flutningi, smásölu og framleiðslu á sígarettum og öðrum tóbaksvörum. Einn venjulegur ítalskur sígarettu- pakki með tuttugu sígarettum kostar um fjórtán krónur og innfluttar ame- rískar sígarettur eru enn dýrari. Sviss neskar sígarettur eru mun ódýrari en iþær ítölsku og amerísku sígaretturn- ar eru um það bil helmingi ódýrari þar en í Ítalíu. Að þessu athuguðu er ekki ag undra, þótt smygl eigi sér stað milli þessara ríkja. Eigendur smyglvarningsins hafa hver um sig 3—4 burðarmenn í 25 manna smyglleiðangri. Og þeir græða sem svarar 2000 krónum á hvern poka, en þetta er þó brúttóhagnað- ur, því að eigenaur smyglgóssins verða að borga burðarmönnunum, múta landamæravörðunum og auk þess þeim, sem geyma sígaretturnar þangpð til þær eru settar í umferð. Samt sem áður er gróði þessara „inn- flytjenda“ mjög álitlegur. Sekkurinn, sem kom í gegnum gat- ið á girðingunni með svo skjótum hætti er fljótlega horfinn út í nátt- myrkrið á baki burðarmannsins. Þessi fyrsti burðarmáður fer á undan hin- um, sem hreyfa sig ekki fyrr en góð stund er liðin. Hann er látinn kanna, hvort leiðin niður fjallið sé opin og enginn landamæravörður, sem ekki 'hefur verið mútað í námunda. Við leggjum við hlustirnar í næturmyrkr inu, en heyrum ekkert, hvorki hróp né skot. Þegar góð stund er liðin og allt virðist vera með felldu, kviknar skyndilega líf við gatið á girðingunni, og yfir tuttugu menn spretta upp úr jörðinni, hver með sinn poka, ýta honum gegnum gatig og skríða sjálfir á eftir. Að lokum er aðeins sá eftir, sem klippti vírinn í sundur. Hann verður eftir tifþess að „rimpa saman“ gatið, svo að ítalski gæzluforinginn, sem fer í eftirlitsferð með girðing- unni á hverjum degi, sjái ekki opið. Hann mun ekki gruna, að þetta gat hefur „lekið“ hálfri milljón sígarettna á einni næturstund. Skömmu eftir heimsstyrjöldina síð- ari fengu smyglararnir við Como-vatn- ið nýjan leiðtoga, sem endurskipu- lagði smyglstarfsemina frá grunni og varð fljótlega ríkur maður, vegna þess ag hann kunni að ávaxta það fé, sem honum áskotnaðist fyrir smygl- ið. Hann var líka í hávegum hafður meðal íbúanna í héraðinu, vegna þess að hann fetaði í fótspor Hróa Hattar og hjálpaði nauðstöddum og fátækum. Hann beig bana í bifreiðaslysi fyrir nokkrum árum, en starfsaðferðir þær, sem hann fann upp eru enn þá notað- ar. Hann átti meðal annars upptökin að varúðarráðstöfunum, sem smygl- ararnir nota, þegar þeir fara með smyglvarning til viðtakenda: Þá er lít ill, hraðskreiður toí-Il látinn fara fyrir smyglbílnum. Þeir, sem í honum eru, eiga að fullvissa sig um, að leiðin sé opin og engin hætta á ferðum, og það eru verðir með öllum vegum, sem láta vita með merkjamáli, hvernig á- statt er. Verðirnir eru kannske menn að vinna við vegaviðgerðir, eða „bændur“, sem eru að slá vegarbrún- ina, dytta að girðingum o. s. frv. — Merki þau, sem þeir gefa litla bílnum, eru óðara látin ganga til smyglbíls- ins, sem er stór og mjög hraðskreið- ur. Á eftir honum fer annar vagn, sem hefur það hlutverk að gera við- vart, ef smyglurunum er veitt eftir- för og tefja fyrir lögreglubílnum til þess ag bíllinn með smyglvarninginn komist undan. Viðtakendur fá tilkynningu um það snemma um morguninn, að nóttina áður hafi nýjar birgðir komið inn í landið og síðdegis er vörunum útbýtt. Ef um úr er að ræða, eru þau seld í almennum úrverzlunum eða sölu- mönnum, sem bjóða þau til sölu á veit ingahúsum eða börum, þar sem öllu er óhætt. Margur ferðamaðurinn hef- ur keypt úr á barnum, þar sem hann settist til þess að fá sér glas, án þess að hafa hugmynd um ag úrið var smyglað. Laun ítalskra embættismanna eru svo lág, að það er auðvelt að finna menn í sbkum stöðum, sem eru til með að horfa í aðra átt fyrir smá- vegis þóknun, þegar smyglflokkurinn fer með varning sinn niður fjallsgöt- urnar eða þegar hann er seldur í bæj unum. Laun landamæravarða eru mjög lág, en samt sem áður eiga marg ir þeirra bil og einbýlishús. Furði maður sig á þessu og þvi, að yfir- mönnum þeirra skuli ekki finnast | þessi velgengni þeirra grunsamleg, : fær maður að vita það hjá smyglur- unum, að ekki einungis landamæra- vörðunum sé mútað, heldur í mörgum tilfellum yfirnfönnum þeirra líka. Af ! þessu má sjá, hversu góðan grundvöll ; smyglararnir hafa skapað sér fyrir ! starf sitt. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ Kalmanstunga, I 251 !

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.