Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 18
fyrir Krist, hafa fundizt og bera vitni um mikinn hagleik. Etrúskarnir voru búsettir í Ítalíu, áður en Rómaveldi kom til sögunnar. En eftir hrun Róma veldis má segja, að gervitennur hverfi úr sögunni um sinn, og virðist helzt mega ætla, að þær hafi af einhverj- um orsökum fallið í gleymsku. Kínverjar voru ekki eftirbátar Ev- rópubúa í læknisvísindum um þetta leyti. Það er til mikið og merkilegt rií frá því um 2700 f. Kr., sem fjallar um ýmsar greinar læknisvísindanna, og er þar að finna lýsingu á fjöida tannsjúkdóma ásami ieiðbeiningum um meðferð þeirra. Til gamans skal hér tilfærð eiri af ráðleggingum þessa læknisfræðirits varðandi tannpínu: — Skerðu þunna lauksneið, settu hana upp í þig, og tyggðu hana vand- lega. Þegar hún er orðin vel tuggin, skaltu blanda mulinni piparrót sam- an við maukið og hræra því síðan út í mjólk úr brjósti konu, þangað til það er or.ðið þykkt. Þá skaltu gera úr því pillur og stinga einni upp í þá nös, sem er fjær tönninni, sem tann- pínan er í. — Þannig hljóðar þessi lyfseðill, og er sennilegt, að flestum nútimamönnum væri um og ó að fylgja ráðleggingum hans. Hinar fornu menningarþjóðir Indí- ána í Ameríku hafa verið vel að sér á sviði tannlækninga ekki síður en öðrum. Það hefur ekki verið óalgeng sjón meðal þeirra að sjá tennur fyllt ar með gulli, bergkrystai eða gim- steinum. í kjálka eins af þegnum þess ara menningarþjóða fannst meira að segja gervitönn, sem höggvin var úr steini og virtist vera gróin við kjálk- ann. Um aldamótin 1700 hefjast tann- lækningar til vegs og virðingar í Ev- rópu á ný. Franskir hagleiksmenn gera tilraun til þess að skera út heila röð af gervitönnum í fílabein, og sagt er, að aðalsmaður nokkur hafi getað notazt við slíka smíð í tuttugu og fjög ur ár. Einnig eru tennur þeirra manna, sem eru svo óhamingjusamir að missa þær, teknar til handargagns og þær notaðar í gervigóma. í þessu skyni var safnað ógrynni af tönnum bæði í kirkjugörðum og á vígvöllum, því að menn sáu réttilega, að hinir dauðu höfðu ekkert að gera við tenn- ur sínar, og þá var eins gott, að hinir lifandi fengju notið góðs af þeim ■dauðu, sem betur voru tenntir. Tenn- urnar voru síðan flokkaðar niður eft- ir stærð, lögun og lit, svo að þeir, sem bættu sér tannleysið gengu oft og tíðum með tennur 10—15 dauðra manna í munninum. Svo mikil var eft irspurnin eftir heilum og fallegum framtönnum, að auglýst var eftir þeim í blöðum og fátæku fólki heitið ríkulegri greiðslu fyrir, ef það vildi láta draga úr sér heilar framtennur Og seíja þær. Er ekki að efa, að marg ur fátæklingurinn hefur þekkzt þetta tannlæknir i sjúkrávitjun á 17. öld. — Hann veður með töngina upp í sjúkling. inn sem bersýnilega er sárþjáður. Blessuð eiginkonan styður dyggilega við bakið á honum. en notar um leið tækifærið til þess að skoða pyngju hans. kostaboð, því að fátæklingunum hefur varla verið eins mikið í húfi og fyrir- fólkinu að geta brosað með heiltennt um munni. Postulínstennur koma til sögunnar og leysa tennur dauðra manna og fá- tækra af hólmi að nokkru leyti. Sjó- menn, sem siglt höfðu til Japanseyja, höfðu þá sögu að segja, þegar þeir sneru heim, að giftar konur í Japan hefðu sem tákn viröingar sinnar nn- aðhvort svartmálaðar tennur eða gervitennur úr postulíni. Þessar frá- sagnir urðu til þess, að evrópskir tann smiðir byrjuðu að smíða postulíns- tennur. En þeim tókst aldrei að gera þær svo vel úr garði, að viðskiptavin- irnir yrðu ánægðir. Eftir sem áður ollu gervitennur óþægindum og voru oftast til harla lítils gagns, þótt not- ast mætti við þær, þegar hefðarfólk þurfti að setja upp veizlubros. Til dæm is er til gervitanngómur, sem dansk- Framhald á 262. síðu. 258 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.