Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 17
Etrúsk tannviðgerð. Gullspengdar tennur frá því um 500 f. Kr. TANNLÆKNINGAR FORNÞJÓÐA á, að þau höfðu oft sézt. Og um tugi ára hafði ekki verið nema dagleið á milli heimila þeirra. Eva dó skömmu síðar en þetta gerð- ist, en Jóhann Friðrik Mikkelsen, sem var óvenjulegur þrekmaður, náði háum aldri. Þótt hann ynni £ tvö ár fyrir þeirri menntun, sem honum var veitt í Rolley, kunni hann ekki að skrifa, nema hvað' hann gat klórað nafnið sitt. Kona hans hafði lært að þekkja stafina á sænskt stafrófskver, sem hún skildi þó ekki orð í. Þetta kver lét Jóhann Mikkelsen leggja í kistu hennar látinnar, því að hún hafði iðulega setið með það í höndum fram á elliár og virt fyrir sér orð og stafi, sem lúrð'u á seiðandi leyndar- málum, er hún fékk aldrei ráðið. Hann hefur hugsað, gamli maður- inn, að hún gæti haft það sér til dundurs í gröfinni, að ráða þessa leyndardóma, meðan hún biði lúður- hljómsins á degi dómsins. SJÖUNDÁRMÁL Framhald af 247. síSu. að bera vitni í málinu, og áfellisorð- um fór sýslumaður í dómi sínum um frammistöðu séra Jóns Ormssonar. Þessu næst fór málið fyrir lands- yfirrétt, þar sem dómur var kveðinn upp 4. maí vorið eftir. Var héraðsdóm- urinn að mestu leyti staðfestur. Þó var hertur dómurinn yfir Bjarna. Hann skyldi klipinn fimm sinnum og fluttur til aftöku með bert höfuð, snöru um háls og samanbundnar hendur. Séra Jón Ormsson skyldi sóttur til saka að tilhlutan biskups, og loks varð Guðmundur Scheving sjálf- ur að sætta sig við að sæta nokkrum kárínum. Hann var sektaður um tuttugu ríkisdali, því að landsyfirrétt- ur færði honum til hirðuleysis, að hann skyldi láta rannsókn málsins dragast svo sem raun bar vitni um, og ekki hirða um að grafa Guðrúnu upp og skipa lækni að skoða líkið. Þessum dómi var skotið til hæsta- réttar, svo sem jafnan var gert, þegar um stórglæpamál var að ræða. Hæsti- réttur staðfesti að mestu dóm lands- yfirréttar 2. nóvember um haustið. Þó álitu hinir dönsku dómarar, að öllu réttlæti væri fullnægt, ef Bjarni væri klipinn fjóiuni sinnum, en hönd hans og höfuð skyldi setja á stjaka. Dóm- inum yfir Steinunni var í engu hagg- að. Aðrir, sem landsyfirréttardómur- inn hafði náð til, skyldu hvorki verða fyrir hneisu né fjárútlátum. Þennan dóm mildaði konungur þó þegar, samkvæmt tillögum kansellís- ins, á þann veg, að Bjarni skyldi ekki pyntaður. Var svo jafnan gert um þetta leyti, þótt dómarar ákvörðuðu stórglæpamönnum refsingar sam- kvæmt ákvæðum gamalla og úreltra laga. Það er mál margra, að tannpína, ta'nnskemmdir og tannleysi fyrir ald- ur fram séu eins konar fylgikvillar menningarinnar, — þetta hafi fyrst komið fram, svo að nokkru nemi, þeg- ar aukins munaðar, óhófs og óholl- ustu tók að gæta í mataræði manna. Það er ekki vafi á því, að þessi orð hafa mikið til síns máls, en fráleitt er þó að skella skuldinni eingöngu á nútímann og síðustu aldir í þessu tilliti, eins og margur hefur freistazt til að gera. Tannskemmdir og þar af leiðandi tannpína vir'ðist nefnilega hafa þjáð mannkynið á öllum tímum, frá því er sögur hófust. í pýramídum Egypta hafa fundizt papírusstrangar' frá því um 4000 fyrir Krist, þar sem fjallað er um tann- pínu og skráðar eru með myndletri leiðbeiningar um að draga út skemmd ar tennur. Og um 500 fyrir Krist er þegar til fjölmenn læknastétt í Eg- yptalandi, sem meðal annars stundar tannlækningar. Egypzkir tannlæknar létu ekki sitja við það eitt, að losa sjúklinga sína við skemmdu tennurn- ar: Þeir reyndu með öllum tiltækunr ráðum að gera við tannskemmdirnar og bjarga því, sem bjargað varð, ekki síður en tannlæknar nútímans, þótt þeir væru skammt á veg komnir í læknisvísindum samanborið við tann- laékna nútímans. Þessu til sönnunar má geta þess, að í múmíum hafa bæði fundizt tennur, sem steypt hefur ver- ið í og gervitennur haglega gerðar úr gulli eða harðviði. í öðrum löndum við Miðjarðarhafið voru tannlækningar einnig stundaðar. Grikkinn Hippokrates, sem almennt hefur verið nefndur faðir læknislist- arinnar, var vel að sér í tannlækning- um og hafa fundizt eftir hann leið- beiningar um það, hvernig eigi að festa tönn, sem hefur losnað, við hlið- ina á næstu tönn. Etrúskarnir voru miklir hagleiks- menn. Þeir gátu smíðað gullspangir, sem þeir notuðu til þess að festa gervitennur við heilar tennur. Þær voru settar saman úr hringum, sem smeygt var á víxl um heilu tennurn- ar og gervitennurnar. Gullspangir af þessu tagi, sem eru frá því um 2500 Gervigómur frá þvf um 1700. Tannarað. irnar eru skornar út í einu lagi og sfð- an eru þær tengdar saman með málm- fjöður. 00 • Ooa ni Þetta er papírusstrangi, sem fannst í egypzkum pýramida. Hann er 2700 ára ganr all, og á hann er ritað með myndletri, hvernig eigi að meðhöndla skemmdal tennur. T í M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ 253

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.