Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 20
hann. „Þafj hlýtur að vera til betri staður “ Jeanette horfði á hann. „Stattu þarna á milli styttanna," sagði hún. „Lofaðu mér að nudda litnum betur inn í andlitið og höfuðið á þér. Þá getur enginn sé?( mun á þér og hin- um styttunum.“ Ef Paul fjárhaldari hefur efazt um ágæti þessa ráðs, þá sagði hann það ekki. Augnabliki síðar stóð hann á milli tveggja stytta í fullri líkams- stærð af dýrlingi og djöfli. „Haltu á þessum örvum í hendi þér,“ sagði Jeanette. „Þeir álíta þig þá heilagan Sebastian.“ Augnabliki síðar opnaði hún dyrn ar og mennirnir ruddust hávaðasam ir inn. „Berðu fram nýja vínið, Jeanette,“ kallaði Pierre og veifaði. „Eg er bú- inn að selja styttu í kapellu heilags Georgs." Þeir voru búnir úr flöskunni, þeg ar einn af vinum Pierres leit á stytturöðina og hrópaði: „Pierre! Hvag heldurðu, að biskupinn segi, þegar hann sér þessa feitu styttu af heilögum Sebastian? Hún er svo eðli leg En þú hefur gleymt að setja á hana laufblaðið.“ Pierre velti þessn fyrir sér. Jean- ette sagði þá: „Eg sagði honum að gera hana ekki svona eðlilega eða að minnsta kosti að setja laufblað á hana en hann vildi ekki hlusta á anig “ „Jæja, Pierre,“ sagði einn mann- anna, „eitthvað verðurðu ag gera. Ef biskupinn sæi nokkru sinni það, sem þú lætur sjást, þá mundi hann loka verkstæðinu þínu.“ „Heldurðu í raun og veru, að hann mundi gera það, Jean Daniel?“ „Eg er alveg viss um það. Þú verður að setja á hana laufblað.“ Pierre yppti vandræðalega öxlum. „Eg get það ekki,“ sagði hann. „Eft- ir að gipsið er harðnað, er ekkert hægt að festa vig það.“ „Jæja, eitthvað verðurðu að gera.“ „Það er ein leið,“ sagði Pierre, eftir ag hafa velt málinu fyrir sér „Þegar ekki er mögulegt að bæta við, er hægt ag taka af. Jeanette, réttu mér beitta meitilinn minn og stóra hamarinn.“ Þegar hann gekk að styttunni, lifnaði hún skyndilega við og stökk til dyranna. Hún skildi eftir sig hvít fótspor, straum af blótsyrðum og sjö manneskjur, sem voru svo yfir- komnar af hlátri, að þær gátu ekki hætt. Viku seinna fékk klaustrig nýjan fjárhaldara, og allir eiginmenn hér- aðsins drógu andann léttara. Glens og gamansögur Guðs börn og binir Séra Björn Jónsson, sem flúði frá Hólmaseli í Síðueldum, varð síðar prestur í Hrepphólum. Hann var drykkjumaður, og ölvaður lét hann margt fjúka, bæði utan kirkju og inn an. Þóttist liann þurfa að hafa pelann með sér í stólinn til þess að örva sig. Talaði hann blaðalaust og gleymdi stundum, hvar hann var kominn. Kall aði hann þá til konu sinnar: — Hvar var ég við, Elín? Sjálfur sagði hann, að hættast hefði hann eitt sinn verið kominn í Hólma- selskirkju: — Þá gleymdi ég mér og sagði: Þú skalt taka þér enn fram — það er upþhaf á Buslubæn í Bósaiímum. Þá stóð hún Elin mín upp og sagði: Gáðu að þér, maður. Þá sneri ég því svona: Já, þér, guð minn. Eitt sinn kvörtuðu sóknarbörn hans í Árnessýslu við biskup yfir lang- mælgi h-ans í kirkjunni í skammdeg- inu, og kom biskup að máli við hann um þetta. — Guðs börnum þykir aldrei of langt, svaraði séra Björn, — um hina kæri ég mig ekki. Hlver áfti siff Kristín Magnúsdóttir, kona Gott- sveins gamla, lét mikið af guðrækni sinni og las húslestur úr Vídalíns- postillu á hverjum helgum degi. Skaut hún stundum inn einhverju frá eigin brjósti og heimfærði það, sem er henni þótti bragð að, til þeirra, er henni komu í hug. Þegar talað var um börn djöfulsins, sagði hún við mann sinn: — Þetta átt þá, Gottsveinn. Þegar nefnd voru heimsins börn, sagði hún við börn sín: — Þetta eigið þið, krakkar. En þegar guðs börn bar á góma í húslestrinum, sagði hún: — Þetta á ég sjálf. Hermt var, að hún hefði oft látið orð að því liggja við mann sinn, að ekki þyrfti hann við að hlífast í gerð- um sínum — hann ætti ekki svo góðs að vænta hinum megin, hvort eð væri. Stigvélaöi kötturinn Erambjóðandi einn í Árnessýslu taldi sér hafa tekizt upp með ræðu á framboðsfundi. Hann gerði sér því ferð heim til séra Gísla Skúlasonar á Eyrarbakka, er var samherji hans, til þess að lofa honum að heyra kjarn- ann úr ræðunni. Séra Gísli sat hljóður á meðan fraimbjóðandinn þuldi vizku sína og kjarnyrði, en leit upp og tók til máls, er hinn þagnaði: — Það er annars nógu góð bók, Stígvélaði kötturinn, sagði hann. Illa skædd Maður nokkur var að leita hófanna við stúlku. — Heldurðu, að þú vildir ganga með mér veg allrar veraldar? spurði hann. — Eg er hrædd um, að ég sé skó- lítil til þess, svaraði stúlkan. 260 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.