Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 21
Kóngstón Jéns berhenta Þegar Friðrik konungur VIII kom til landsins árið 1907, var í Biskups- tungum karl sá, er nefndur var Jón berhenti, einn svonefndra Langsstaða bræðra. Það var íþrótt hans að lofræðu, er hinn frægi og alþekkti tónari og þófari á íslandi, Jón Sigurðs son, sem er liðugur 77 ára gamall.“ Konungsfylgdin nam staðar á með an Jón tónaði. Brosti konungur, og var fé skotið saman handa karli, tíu eða tólf krónum, og varð Jón heldur skemmta með eftirhermum og tóni. Kóngskomuárið var hann fjósamaður Skúla læknis Árnasonar í Skálholti. Einhverjir höfðu orðið til þess að eggja Jón á að tóna fyrir konung, þegar hann kæmi austur, og samdi Skúli læknir. húsbóndi hans, fyrir hann textann. Leizt karli þetta ráð og lærði textann utan að, því að ekki var hann læs. Áðrir voru þeir, er ekki voru jafn ginnkeyptir fyrir þessu, og þegar kon- ungur kom austur að Geysi, lögöust margir á eitt að sporna við því, að Jón berhenti næði fundi konungs. Jón vildi þó ekki láta aftra sér, og þegar konungsfylgdin var á leið niður I-Irunamannahrepp, stóð Jón á þúfu skammt neðan við Skipholt með hatt sinn í hendinni. Þégar jöfur nálgað- ist, hóf Jón að kyrja kóngstónið af miklum móði. Það var á þessa leið með Jóns málfari: „Stopp, stopp! Stopp, yðar hátign, Friðrekur hinn áttundi! Eins og yðar hátign aér, stend ég hér meðfram hæðinni og heiðra yðar hátign og yð- ar samfylgd með minni viðurvist. í nafni íslands býð ég yðar hátign velkominn til vorrar afskeftu eyjar. Og ef vðar hátign ætlar að komast til Þjórsárbrúar í kvöld, þá bið ég þess hátt og í hljóði, að yðar hátign megi fá gott veður og blíðskaparveður. léttbrýnn við, því að svo mikið fé hafði hann aldrei fyrr haft í lófa sér um dagana. Ekki sár á bústofninn Guðrúnu Halldórsdóttur á Reyðar- vatni þótti bændurnir í sandsveitum Rangárþings setja djarft á útigang- inn. Árið 1882 varð stóríellir í hérað- inu, og er þá mælt, að Guðrúnu hafi orðið að orði, er menn voru að bera heim horskrokkana: — Þar kom sá, sem tímdi að lóga á Rangárvöllum. Síminn hringdi á fæðingardeild- inni, og þegar hjúkrunarkonan tók upp simtólið, kallaði æstur maður: — Þér talið við Jón Jónsson. Ég kem með konuna mína til ykkar eftir andartak. Ilún ætlar ag fara að eig'n- ast barn. — Fyrirgefið þér, en ég verð að fá nokkrar upplýsingar fyrst. Hefur konan yðar verki? — Já, þér talið við Jón Jónsson. Konan mín ... — Andartak herra minn. Er þetta fyrsta barn hennar? — Hvers konar eiginmann ætti ég að fá mér?~ — Þú ættir ag láta eiginmennina vera, en snúa þér að þeim einhleypu. Það ríkti mikil eftirvænting á skurðstofunni, þegar skurðlæknirinn og fæðingarlæknirinn hjálpuðu barni í heiminn með óvenjulega erfiðum keisaraskurði. Þegar allt var um garð gengið, spurði svæfingarlæknirinn: — Var það drengur eða stúlka? — Það hef ég ekki hugmynd um, svaraði skurðlæknirinn. — Ekki ég heldur, sagði fæðingar» læknirinn. Þá sagði hjúkrunarnemi, sem stóð þar nálægt, feimnislega: — Ef ég fengi að sjá barnið, gæti ég undir eins sagt ykkur það! Svefnganga hreppstjérans Hreppstjóri einn missti konu sina og tók sér ráðskonu. Gerðist brátt þægilegt þeirra á milli. Eitt sinn var hreppstjóri á embætt- isferð um sveit sína og kom seint heim. Var þá komin vinkona ráðskon unnar úr annarii sveit, og hafði ráðs- konan gengið úr rúmi fyrir henni. Hreppstjóri var teitur nokkuð og hugðist bregða sér í rúm til ráðskon- unnar, en varaðist ekki, að kominn var köttur í ból bjarnar. Vaknar gest konan við það, að hreppstjórinn er kominn fáklæddur upp á stokkinn hjá henni og farinn að þreifa um hana. Brást hún hart við, studdi höndum og fótum í þilið og hratt hreppstjóra fram úr með bakhlutan- um. Reis hann seint og þungt á fæt- ur af gólfinu og mælti um leið, stund arhátt: Þetta gamalmenni, sem hér er sam- an komið og flytur yðar hátign þessa — Nei, nei, þetta er eiginmaður hennar. — Guð hjálpi mér! Er ég nú farinn að ganga í svefni? T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 261

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.