Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 13
mjöli, geitum, kvígum eða jafnvel kúm, allt eftir hvernig háttað var framboði, þörf og efnum. Þeir ólu börnin síðan upp, og þegar þau voru vaxin, urðu þau að endurgreiða upp- eldið með vinnu sinni. Sumir hafa kallað þetta þrælaverzlun. í þessum harðærum, sem ógnuðu bændabyggðunum á Lapplandi, varð einnig mikill hreindýrafellir hjá Löppum, því að beitilöndin voru oft ein hjarnbreiða. Lapparnir reyndu af fremsta megni að bjarga hreindýr- um sínum, en fengu oft ekki rönd við reist. Þeir felldu tré í skógunum, svo að hjarðir gætu nagað af þeim skófir, og sagt er, að horuö og kvið- strengd hreindýrin hafi þyrpzt að úr öllum áttum, þegar þau heyrðu axar- höggin og dyninn af falli trjánna. Eftir þessa víkingsvetur mátti rekja slóðir Lappanna gegnum skógana, því að fallin tré og beinagnndur hrein- dýra vörðuðu leið þeirra. Þegar læm- ingjamergðin var mest, gátu hrein- dýrin líka komizt í slíkt liungur, að þau réðust á þessi kvikindi, þar sem þau flæddu yfir, tröffkuðu þau sund- ur og átu innyfli þeirra. Það voru skófirnar, er læmingjarnir höfðu étið, er þau fíktust eftir. 1 þessum hallærum sáu fátækir farand-Lappar sér leik á borði til þess að bæta hag sinn lítið eitt. Það voru þeir, sem önnuðust barnaverzlunina. Þe . tóku börnin úr hungurbyggffun- um sænsku með sér til Noregs, er þeir héldu þangað á vorin i..eð hrein- dýr sín, og buðu þau þar til sölu á bæjum, er þeir komu til byggða. For- eldrarnir reyndu af fremsta megni að búa þessi börn vel að klæöum, er þau voru að heiman send án nokkurrar vonar um afturkomu, en Lapparnir vildu bera það býtum, er unnt var, fyrir ómak sitt. Þeir ristu fatnað þeirra sundur í húfur handa sér, en skiluðu ■þeim í Lappabúningum í hendur bændanna í fjörðum og dölum Noregs. Þeir . -ru mjög séðir í þessari verzl un, og héldu verðinu sem hæstu. — Stundum kom fyrir, að þeir gátu ekki losnað við börnin, og var þá ekki ann ars kostur en að fara með þau aftur til Svíþjóðar að hausti. En það var þeim óljúft, enda illt til afspurnar í sænsku byggðunum, að börnin gengju ekki út. Einkum voru brögð að þessu eftir að yfirvöldin höfðu gert gangskör að því að stöðva þessi viðskipti. Og þá gat komið fyrir, að Lapparnir gripu þess öyndisurræðis að drepa börnin. Eitt sinn var ungur Lappi, Jerpe Jouna, á leið til Svíþjóðar með dreng af kyni Kvena. Þessi drengur fannst dauður .eð skotgat á höfði örskammt frá byggð. Um svipað leyti kom Jerpe Jouna einn af fjalli til kirkju- staðarins í Jukkásjarvi. Hann var tekinn fastur og hálfshöggvinn við Jukkasjarvikirkju árið 1847. Fólkið í byggðarlaginu var látið slá hring utan um höggstokkinn, en inni í hringnum voru presturinn, sýslumað urinn, sökudólgurinn og böðullinn. Systir þessa manns, Jerp Gakaja, var fermd þetta sama ár í kirkju sjálfs Læstadíusar. Hún varð á unga aldri frægur predikari, einn þeirra, sem ruddi iðrun og yfirbót braut í Noregi, og þessi systir morðingjans ,,talaði orð lögmálsins í anda kenn- ara síns og meistara, og fólkið hrærð ist til gráts og iðrunar og leitaði eins og skjálfandi lömb eftir hinum nær- andi urtum, sem vaxa á Golgata og í Getsemane". Svo skammt var milli glæps og ofsatrúar meðál þessara náttúrubarna. Oft voru börnin látin af höndum án skírnarvottorðs. En það gat orðið fósturforeldrunum til mikilla óþæg- inda. Þetta vissu Lapparnir. Þess vegna komu þeir stundum árið eftir með skírnarvottorð og heimtuðu nýja borgun fyrir það, að jafnaði sauð- kind. 0 Stundum var börnum rænt, ef sölu- horfur voru góðar í Hafríkinu. Sara litla Hansdóttir í Ylitalo í Soppero, gekk einn dag út að vökinni á bæjar- læknum með krús í hendi. Hún var þriggja eða fjögurra ára. Þetta var síðla vetrar, og það heyrð ust köll og hundgá í öllum áttum, því að Lapparnir voru að leggja af stað til Noregs. Sara gekk fram á skör- ina, lagðist á hnén og sökkti krús- inni í valnið. í sömu andrá var þrifið í hana aftan frá. Klút var brugðið um vit hennar og henni varpað á hreindýrasleða, þar sem hún var bundin. Þegar telpan kom ekki inn aftur, varð móðirin hrædd. Lapparnir voru í birkiskóginum í grenndinni, og henni voru kunnar sögur um barna- rán þeirra. Hún hljóp hrópandi af stað, en hreindýrasleðana bar fljótt undan. þetta sama leyti fór að snjóa, og þá sáust úlfaslóðir í grennd við bæinn. Vaknaði þá sá grunur, að ' vargurinn hefði drepið barnið. En enginn vissi vissu sína um þetta Það var af Söru að seg'ja, að Lapp- lnn hélt með hana til Noregs. Þar seldi hann hana rosknum, barnlaus- um hjónum. Hann leiddi kvígu úr hlaði, þegar hann fór — andvirði telpunnar. Þarna ólst Sara upp. Þegar hún var gjafvaxta, hóf ungur bóndasonur, Ottesen að nafni, landnám á þessum slóðum. Dóttir efnaðs bónda var heit bundin honum, en hún vildi ekki fiytjast til hans, fyrr en hann hefði reist bæ og búið vel í haginn. Otte- sen fékk Söru fyrir bústýru um stund arsakir. En af því hlauzt, að Sara varð konan hans, ekki dóttir efna- bóndans, og er nú af þeim komin fjölmenn ætt. Foreldrar Söru héldu í áratugi uppi spurnum um nöfn Kvena í Haf- ríkinu, hvenær sem menn komu frá Noregi, en samt dou þau án þess að vita afdrif dóttur sinnar. Svo gerffist það eitt haust, að fólk í Soppero heyrði þess getið, að í nci. ri bvggð, sem nefnd var Lækjarbotn, væri kona, er héti Sara, af kyni Kvena. Tvö systkin Söru héldu næsta vor með skyldulið og nokkra gripi til Noregs, og með aðstoð kunnugra Lappa tókst þeim au finna Söru. Seinna eignuðust þau jörð í nágrenni við hana. En Sara kunni ekki framar finnsku og systkin hennar ekld norsku, svo að þau gátu aldrei talað saman nema með bendingum. Á svipaðan hátt rændu Lappar Maren fögru á barnsaldri. En það vitnaðist aldrei, hvaðan hún var. Hún var ekki af Kvena-ættum, trú manna var, að hún hefði verið af sænsku fyrirfólki komin. Lapparnir færðu telpuna í Lappaföt, og í Lappabún- ingi var hún alla ævi. Hún giftist Lappa, sem b; ^ í Labergsdal í Noregi. Þar var hún ljósmóðir og í miklu áliti. Það var sagt á bæjunum þegar sagan af henni barst í tal í rökkr- inu, að Lappinn, bóndi hennar, lefði gefið henni sukku-juoma, ástardrykk, soðinn af rótum brönugr^ss. Það var eitt af því, sem Lappafólkið kunni. Maren var öllum kur.um fríðari, há og grönn með tignu fasi. En stund um greip hana þunglyndi, og þá fór hún einförum og grét. Á þeim stund- urú sótti fast á hana óljós endurminn ing um það, að hún hefði leikið sér smátelpa fyrir utan stórt, hvítt hús. En sjálf vissi hún ekki fremur en aðrlr, hvaðan hún var ættuð né hvérj- ir foreldrar hennar voru. Enginn kunni heldur skil á Lappa þeim, sem hafði komið með hana til Noregs. Þriðja dæmið um barnarán af þessu tagi er saga Jóhanns Péturs Mikkelsens. Faðir hans var Kveni, Óli Mikkelsen að nafni, og átti heima ofarlega við Tornefljót. Hann var í / HAFRÍKINU T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 253

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.