Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Síða 2
ERTÍJ MANNÞEKKJÁRI? Ein aðferð mannsins til þess að átta sig á umhverfi sínu og gera sér þag undirgefig er sú, að skipa fyrirbrigðum náttúrunnar niður í flokka. Þessi flokkunarástríða manns- ins, gömul og ný, er í dag orðin svo yfirgripsmikil, að einstakur maður þyrfti a.m.k. þúsund ár til þess að kynna sér allt, sem er á boðstólun- um. Mönnum nægir varla ein jarð- vist til þess að verða sérfræðingar í einhverri flokkun. ÖUu er skipað nið- ur í flokka, flokka-flokka og undir- flokka fyrir utan öll einstök atriði og undantekningar. Dýr merkurinnar eru flokkuð, fuglar himinsins og fiskar sjávarins, pöddur og köngul- lær, allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Og maðurinn hefur einnig bent flokkunarástríðunni að sjálfum sér, skipað eiginleikum sínum og útliti niður í mismunandi flokka til þess að leita orsaka og afleiðinga marg- víslegra gerða sinna og skapa sér handfestu og öryggi í ringulreig tíl- verunnar, inn á við og út á við. í þessu sambandi mættu lesendur minnast íslenzks kennara, sem birti fyrir 2—3 árum mannflokkaniður- stöður sínar, þar sem hann skipti mönnum í beinhyggju-, flathyggju- og rúmhyggjumenn. Það eru þó ekki kenningar hans, sem Sunnudagsbiað- ig birtir að þessu sinni lesendum sínum til gagns og gamans, heldur birtum við hér nokkra mannflokka, samkvæfnt kenningum þýzka lækn- isins og sálfræðingsins Ernst Kre- schmer, en mannflokkakenningar hans þykja bera af öðrum slíkum. Kreschmer skiptir mönnum í tvo heildarflokka, hringhuga og kleyf- huga og svarar ákveðin líkamsbygg- ing til ákveðinna skapgerðareigin- leika. Hringhugar eru í stórum drátt- um þykkvaxnir og hraustlegir, en kleyfhugar ýmist smávaxnir og grann ir eða hávaxnir, grannir og krafta- legir. Þá eru hringhugar frekar fé- lagslyndir og úthverfir, en kleyfhug- ar fremur ófélagslyndir og innhverf- ir. Margt annag kemur til greina, svo sem höfuðbygging og útlimir, en þetta verður látig nægja hér. Hér fara svo á eftir helztu undirflokkar h$nghuga og kleyfhuga og geta les- endur blaðsins borið manngerðirnar saman við þjóðkunna menn, kunn- ingja síná — og jafnvel sjálfa sig, og kannað á þann hátt mannþekkingu sína. Undirflokkar hringhuga: Heiztu afbrigði 1. flokkur: Masgefmr og glaS- lyndir menn Það heyrist til þessara manna á- Iengdar, og þeir eru jafnan fremstir í flokki, þar sem líf er í tuskunum. í hverri samræðu koma þeir að ein- hverri áberandi athugrsemd, og í hverri veizlu hafa þeir á takteinum langa ræðu og hávært grín. Þeim geðjast betur að leik og drykkju en ströngu vitsmunastarfi. eða harðræð- um og ávítuBum. Þeir eru fjörg- andi, léttir og yfirborðslegir, vel látnir og elskulegir, makráðir, líf- miklir og góðhjartaðir, en stundum þreytandi vegna skorts á háttvísi og fágun; gorts, barnalegrar eigingími og þrotlauss kjaftæðis. 2. flokkur: Rólyndir og gamansamir menn (án illkvitini) Þeir sitja álengdar án þess að segja margt. Þeim þarf að hlýna, áður en þeir gefi sig ag öðrum mönn- um. Öðru hvoru skjóta þeir inn at- hugasemdum, sem eru frábærar. Þéir eru fæddir frásagnarsnillmgar og í munni þeirra verður hver ein- faldur atburður þægilegur, blátt á- fram og „kyndugur". Þeir tala lítið, breitt og þægilega og án allrar gervi-áherzlu. í samkvæmislífi og starfi fyllast þeir oft eldmóði og verða þá stundum áhrifamiklir, á- kveðnir og óheflaðir. Þeir eru ánægð- ir með heiminn eins og hann er, og eru gæddir náttúrlegri góðvild gagn- vart mönnum og börnum, en lítið um grundvallarreglur og kaldrana- hátt gefið. Þeir eru tryggir vinir og leyfa mönnum að halda sínum hátt- um, og eru lagnir að fást við ein- staklinga. Þeim geðjast bezt að heið- arlegum og alþýðlegum lifnaðarhátt- um. 3. flokkur: Kyrrláfir og IsSíð- lyndir menn Bezti náungi, þunglamalegur, en hlýr í sér. Hreyfir sig með varfærnj og er ófús að taka ákvarðanir. Hann vekur samúð manna án þess að segja nokkuð og lifir í sátt og samlyndi vig allt og alla. Hann á fastan, þægi- legan kunningjahóp, er brosmildur, en einnig skjótur til tára. Hann tek- ur engu meg léttúg og færist ógjarna mikið í fang og kemur ekki miklu í verk. 4. flokkur: iakráo átvögi og vínsvelgir Vitsmunir eru takmarkaðir og upp- eldið fremur menningarsnautt. Oft koma þeir fram sem „útþynning“ af hinum „gamansama og blíðlynda manni“. Hér gætir einnig góðvilja og hlýlyndis og þægilegrar gaman- semi, en án dýpri alvöru og hugs- unar. En ódulin er ánægja þeirra á öllu efnislegu, áþreifanlegu, nálægu og hlutstæðu. Atvinna þeirra er oft eins konar tómstundavinna meg að- alstarfinu. Feitir af ofáti. 5. flokkur: Blendingsflokkur Sameinar fjör og trúnað og heil- brigða dómgreind annars og þriðja flokks. Hjartað er á réttum stað, og þeir geta aUs staðar orðið ag liði. Þeir eru í öllúm nefndum og hlaðnir störfum, vinna án þess að þreytast og hafa mikig og jafnan margt fyrir stafni og eitthvað nýtt annað slagið. Hneigjast ag hlutlægum og hagnýt- um störfum. Gengur mikið undan þeim. Þeir eru liprir að miðla mál- um, en þó ákveðnir. Segja skoðun sína skýrt og skorinort, en eru þó í góðu skapi. Sumir eru metnaðar- gjarnir, en fleiri eru þeir, sem vagga sér í öruggu sjálfstrausti og njóta sinna eigin verðleika og skeyta minna um frama og viðurkenningu en hress- andi starfsgleði. Þeim er lítið nm hugsjónarlegan eldmóð, ofsa og spennu. Festa sig aldrei við neitt, en fást við eitt og annað; en einnig er í þesspm hópi fólk, sem stjórnar umhverfi sínu með barnalegri stór- mennsku og hagnýtri sérgæzku. KSeyfhugar 1. flokkur: Fíngeröir, fágaöir menn Forðast allt auvirðilegt. Hættir til grashósta (ofnæmis). í samkvæmis- lífi umgangast þeir strengilega val- inn hóp. Þessum mönnum býður við þeim, sem eru meg hávaða og skríls- læti. Líkamssnyrting mjög vandvirkn- isleg. Leggja rækt við eigin persónu- leika og fylgjast grandgæfilega með 458 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.