Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Síða 4
Saga úr Reykjavíkurlífinu á 19. öldt Hanar Billenbergs og andlát maddömunnar i. í meira en hundrað ár hefur varð- veitzt heldur ómerkilegt vísubrot, sem geymir dálitla svipmynd úr Reykja- vik um miðbik nítjándu aldar: „Það hleypur i gegnum haus og merg, þegar hanarnir gala hjá Billen- berg. Ekki er skáidskapnum fyrir að fara. En minningin um þessa hávœru iioia hefur orðið lífseig, og þeir hafa e.i n,g haldið á loft nafni hins þýzka skt/ miðs, er þá átti, þótt raunar va-r hann um skeið á margra vör- u ,yrir annað, sem sögulegra var e. 'Uinaeldið. j.i hananna getur víðar en í þessu ví.-uo.óti. í bréfi, sem Benedikt G ndal skrifaði Jóni Guðmunds- syii', siðar ritstjóra Þjóðólfs, [ árs b;, /u.i 1852, er þessi frásögn: ..B llenberg hefur hér ógrynni ai h i.im, sem allir eru að reyna að herma eftir gamla hananum og góla á kálgarðinum milli Gunnlaugssens- húss og Billenbergshúss, og minna þc' Sir hanar mig þráfaldlega á þetta vers: Pétur þar sat í sal . . . “ ÞeSta heíur Benedikt Gröndal sagt satt. því að á göml.u blaði, sem kom izt hefur frá honum í eigu vinkonu ha-.':: Sigríðar i Brekkubæ, kcnu Ei ríks meistara Magnússonar í Cam- brtdge, er mynd af galandi hana, og þsíta tilvitnaða vers skrifaði til hlið- ar við teikninguna. Á þessu sama blaði er teikning af jómfrúnnj, dótt- ur Billenbergshjóna, með súp mik inn í hendi. Það sýnir enn fremur, hve BUlen be.gsfólkið hefur verið Benedik Gröndal hugstætt, að skósmiðnum bregður enn fyrir í „Tólf-álna-kvæð inu“, er hann flutti Sigríði í Brekku bæ á afmælisdegi hennar veturinn 1855. Segir þar svo, er hann lýsir gyðjunni Hern cg glæstum búnaði hennar: „Svo var hún gervöll smurð í merg. sólgljáandi hún leit við veðri, með fagra skó úr frönsku leðri, forsólaða af Billenberg.“ Þegar þetta var kveðið, var Billen berg skósmiður þó farinn úr landi fyrir allmörgum misserum. Hann skipaði sess við hliðina á þeim Hend- riksen lögregluþjóni, Hróbjarti brennivínsberserk og Þórði mala- koff, þegar gáski var í Gröndal. Þetta hlýtur að hafa verið óvenju- legur náungi. II. Skósmiður þessi var þýzkrar ættar, upprunninn 1 Mecklenburg. Hann hét fullu nafni Jóhann Jörgen Bill- enberg. Ha'nn barst til Kaupmanna- hafnar, ungur maður, og festj þar ráð sitt. Kona hans hét Lovísa Karó- lína, og áttu þau tvö börn, Hansínu Karólínu Matíu og Jóhann Lúðvík. Árið 1844 tóku þau hjón sig upp, þá bæði um fertugt og fluttust tii íslands méð börn sin. Þá var dótt- irin ellefu ára, en sonurinn sjö. Einhverjum efnum hefur Billen- berg verið búinn, því að hann keypti hús, sem stóð þar við hornið, er nú mætast Aðalstræli og Túngata, og seinna festi hann kaup á húsi, er stóð á lóð þeirri, er hús ísafoldar- prentsmiðju var síðar reist á. Voru þar íbúðarstofur niðri, en vinnusíofa skósmiðsins á loftinu. Fljótlega varð margrætt um Billen- bergshjónin. Maddaman var drykk- felld í meira lagi, og sambúð hjón- anna var mjög rysjug. Valdi Billen- berg konu sinni verstu orð, barði hana og hrakti, en hún var stundum ósjálfbjarga í ölæði srnu, svo að hún komst ekki úr rúminu til nauðþurfta sinna. Drengur þeirra hjóna var mál- laus og svo lamaður, að hann mátti sig ekki hræra, en ókunnugt er, hvort hann var þan-nig leikinn er hann kom hingað eða lamaðist eftir komuna. Qmhirða sú, sem hann naut, var í bágbornara lagi, en þó le'itazt við að skipta í rúmi hans annað veifið. Af þessu má ráða, að heimilig hafi eki verið til nernnar fyrirmyndar. Eigi að síður var Billenbergsfólkið þérað, og hefur því hlotnazt sú veg- semd fyrir þær sakir, að það var úí- lent. Vatnskerlingu hafði það einnig til þess að bera sér vatn, og þegar ekki var vinnukona á heimilinu, voru aakomukonur fe'ngnar til þess að þvo gólf á laugardögum. Íi3. Ekki höfðu Billenbergshjón verið lengi í Reyk-javik, er skósmiðurinn fór þess á leit við bæjarfógetann, að hann rannsakaði, hverju það sætti, að kona ein í bænum hafðb selt skó af maddömunni. Kom á ddginn, að maddama Billenberg hafði falið þess- Grendal ari konu aó seija sKona, og iét skó- smiðurinn sér þá vitneskju nægja, en lagði um leið bann við því, að kona þessi tæki að sér ag selja fleira fyrir hana. Þetta litla atvik segir sína sögu. Maddaman hefur ekki haft mikil umráð fjármuna hjá manni sín- um, enda langlíklegast, að hún hafi selt af sér skóna til þess að kaupa brennivín fyrir andvirðið Nú liðu aLlmörg ár, án þe.« aS til stórtíðinda drægi. Sýnilegt er þó, að sitthvað hefur drifið á daga maddöm- unnar. Hún varð fyrir ýmsum áföll- um, kannske bæði af völdum sjálfrar sín og manns síns. Hún datt úr stiga, og ör bar hún á íæti vegna áverka, er hún hafði hlotið í annað sinn Svo virðist sem þag hafi ekki verið fá- gætt, að hún hnigi út af og fengi krampa, og var það helzta ráð eigin- - mannsins að halda kamfóruglasi ; vitum hennar og dreypa-síðan á hana köldu vatni. Mánudag ernn í júlímánuði 1852 sat Billenberg skósmiður við iSju sína í vinnustofunni á loftinu, þar sem hann hafði þá einnig svefnstað sinn, því að þau hjón byggðu ekki lengur eina rekkju. Maddaman færði honum þangað kaffið, svo sem venja hennar var, þegar hún var verkfær. Stundarfjórðungi síðar fann skósmið- urinn hana liggjandi á gólfinu niðri í stofunni. Hafði hún þá ákafan krampa, svo að henni lá við köfnun, og vall froða um vitin. Sótti hann þá kamfóruglasið, og þegar krampinn stiiltist, lét hann hana í öllum föt- unum í rúmfleti það, sem hún svaf í ag jafnaði. Daginn eftir hafði dóttirin orð á því við vatnskerlinguna, Guðrúnu 460 lÍMlNN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.