Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 11
/ Ernest Hemingway afdráttarlaust til sín taka viðskipti einstaklingsins við þjóðfélagið. Stjórn inálin ólga í sögum hans, þær snúast um vandann, sem valdið skapar. Hvað Fahlkner snertir, er honum ábyrgð einstaklingsins gagnvart þjóð- félaginu svo hugstæð, að hann fæst við viðfangsefni sín á vettvangi sið- fræðinnar, en ekki stjórnmálanna. Að því er virðist er hann að skrifa um persónuleg vandamál, en í augum Faulkners er hvert persónulegt vanda mál tengt öðru meira. Þegar við höfum brotizt gegnum myrkrið í bók- um hans (sem þarf þó alls ekki að vera neitt myrkur, ef við aðeins erum fús til að hlusta), er boðskapur Faulkners alltaf sá sami: Það er glæp- ur að hafa í höndum nokkurt vald, glæpur, sem aðeins er hægt að bæta fyrir með ábyrgð. Ábyrgðin verður að vera glæpnum jöfn, svara til hans. Á sama hátt og persónur hans vaxa af skilningnum á glæpum sínum, þannig vex glæpurinn, unz því marki er náð, að hin ríka ábyrgðarþörf hlýt ur að hafa yfirhöndina á öllum sviðum mannlegrar viðleitni. Til þess að breyta þjóðfélaginu verð ur að breyta hjartalaginu, og þessi breyting er síður en svo auðveld. Hún er eilíft strit og krefst fullkominn- ar einurðar af hverjum þeim, sem er fús að leggja það á sig, og með því að vera fús til þess er hér átt við að fremja þann glæp að leita eftir því valdi, sem getur breytt þjóðfélag- inu, þegar röðin kemur að hverjum og einum. í Intruder in the Dust verða gömul kona og ungur drengur að ræna gröf í örvæntingu sinni að næturlagi til að forða stoltum negra frá lífláti. Þeir hvítu hafa tekið völd- in, negrinn lætur þeim ábyrgð sína eftir og vill ekki þiggja hana aftur, ekki einu sinni til að bjarga lífi sínu og öðlast frelsi. Það er þitt að gera það, segir hann við drenginn, þegar kemur að kjarna sögunnar. Bjargaðu mér, þvi að ábyrgðin er þín William Faulkner — eða þú hefur morð mitt á sam- vizkunni. f þessari bók, eins og öllum verkum Faulkners, er gerðum einstakl ingsins teflt gegn þjóðfélaginu, þetta tvennt er flækt saman. Amerískir rithöfundar gjalda auð- vitað galla sinna. Augljósasta ávirð- ing þeirra er sú, að þeir skrifa ekki eins vel og Bretar, sem skrifa fallega, eins og fuglinn flýgur eða skautamað- urinn rennir sér. Hinn frábæri prósastíll Willa Cat- hers 'hefur haft lítil áhrif á núlifandi skáldsagnahöfunda. Hið skarpa td- finninganæmi Fitzgeralds er alveg einstakt, og hin margstælda orðfæð Hemingways er tvíeggjað vopn í ann- arra höndum. Á meðal brezkra rit- höfunda eru þó auðvitað margir stíl- istar: Elizabeth Bowen, Elizabeth Taylor, Henry Green og undantekn- ingarlaust Virginia Woolf geta veitt lesandanum hreina nautn, sem ekki er á fseri nokkurs Ameríkumanns, því að Ameríkumönnum finnst það í sjálfu sér ekkert sérstaklega mikil- vægt, hvernig þeir skrifa. Gæti nokk- urri þjóð, sem alið hefur mann, eins Robert Penn Warren og Dreiser, fundizt það? Hins vegar eru þeir honum líkir í þeim skilningi, að þá langar til að segja eitthvað. Þeir eru lifandi annálsritarar og um- bótamenn. Þegar Ameríkumenn ganga lengst í þessu, verða til þessar óþolandi, tímabæru sögur um börn nútímans, sem eru gleymdar á morgun, og Bretum er að mínum dómi hlíft við. Lýsingar þeirra á persónusköpun er sviplaus, söguþráðurinn illa með far- inn, og þær eru fullar af siðaprédik- unum; það á að skrifa svona sögur eins og dæmisögur, en ekki skáldsc g- ur. Tilraunir tU að ljá þeim fagur- fræðilegan raunveruleikablæ eru ó- sannfærandi fyrir lesandann og hljóta að taka afskaplega mikið á taugar höfundarins. Hins vegar fær ameríska skáldsagan alveg sérstaka vídd vegna þeirra hug- sjóna, tilgangs og heimspeki, sem vakir yfir vötnunum og gegnsýrir amerisk nútímaskrif, og þess vegna virðast margar frábærar, brezkar sög- ur smáar við samanburð. Hér er þó Joyce Cary undantekning. Skáldsögtir hans eru jafnvíðfeðmar og hann get- ur gert þær, stundum virðast þær jafnvíðtækar og lífið sjálft. Það er freistandi að hugsa sér, að Cary sé í ákveðnum skilningi strandaglópur frá Vietoríutímabilinu, — að hinn írski uppruni haris og nýlenduvistin hafi alið hann upp í skóla eldri hefðar en flesta aðra brezka samtíðarhöf- unda. Það, sem skáldsagnahöfundurinn og reyndar sérhver listamaðui* verður að hafa, er listrænt vald yfir efninu. Því flóknara sem efni hans er, því meiri listamaður verður hann að vera. M ':r virðist það einkennandi villa hjá Ameríkumönnum að ætla sér ekki af, en reyna að þröngva allt of miklu efni til hlýðni við sig. Aftur á móti gerist það svo of oft, að hinn brezki skáldsagnahöfundur kæíir Framhald á 477. síðu. Elizabeth Bowen T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 46?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.