Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 12
LÁRUS RIST „ÉGÆTLA ABSYNDA ★ f vistlegri setustofu á Hrafnistu situr fyrsti lærði leikfimiskennari landsins á móti mér. Enn er hann kempulegur á velli og beinn I baki, þrátt fyrir háan aldur, og hugsjóna- eldurinn logar glatt í brjósti hans. Hann hefur alla tíð verið vökull Is- lendingur, farið sínar brautir án þess að láta segja sér fyrir verkum, verið óhræddur við að hlýða kalli hjartans og samvizkunnar, og nú þegar snjó- hvítar hærurnar prýða kollinn, hefur hann enn ýmislegt að athuga við -hemiinn og tilveruna og er sýnu rót tæV.iri en margir jafnaldrar hans og þ- sem eiga að erfa landið. 'íð íþrótta- og sundkennslu smm viki- hann efla drenglund og heil brigði þjóðarinnar, en var frá fyrstu tír 'atursmaður þess metings og ofuv kar ;s, sem býr vitinu háska og ryð- u fgunum braut. ‘ ;nn fæddist í Kjósinni, en flutt ist ungur norður í Eyjafjörð með föð ur sínum, lauk prófi frá Möðruvalla skólanum ári fyrir aldamót, lagði síð- an leið sína til Askov og gegnum leik fimikennaraskólann í Kaupmannahöfn og gerðist að því búnu fyrsti leik finiiskennari síns gamla skóla, sem þá hafði flutzt til Akureyrar. Af ein stökum íþróttagreinum hefur þó sund ið alltaf verið honurn hugstæðnst, og saga sundkennslunnar á íslandi verð- ur ekki skráð, án þess að hans verði að góðu getið. Hann varð fúslega við þeirri beiðni að rekja spor sín aftur í tímann og sagist ekki hafa annað að gera. Og Lárus Rist kom sér þægi- lega fyrir í stólnum og fékk sér i nefið. Svo strauk hann grátt tjúg- skeggið eins og kóngur og byrjaði að segja frá: — Ég er fæddur í Seljadal í Kjós 19 júní 1879. Föðurfólk mitt er allt úr Borgarfirði, en móðir mín var úr Kjós. Faðir minn var Jóhann Svein- bjarnarson Guðmundssonar frá Hvít- árvöllum og 'Skyldur Sveinbirni tón- skáldi Sveinbjörnssyni og Þórði há- yfirdómara, en móðir mín var Jako- bína Jakobsdóttir frá Sogni í Kjós. Þegar ég fæddist, voru þau búin að búa tvö eða þrjú ár, en móðir mín dó úr mislingum 1882, ásamt ný- fæddri systur minni. Síðast bjuggu foreldrar mínir að Hvammi í Kjós. og þar dó hún. Þá var ég þriggja ára og var á hrakningi með föður mínum á Læk í Leirársveit og mikið á Akra- nesi til átta ára aldurs. Þá var það frænka föður míns, Þórunn Stefáns- dóttir, kona séra Jónasar á Ifrafna- gili, en þau bjuggu þá á Stokkahlöð- um, sem bauð föður mínum að koma norður með strákinn. Þau voru systk- inabörn, faðir minn og Þórunn. Þang- að fórum við svo. Þá bjó á Stokka- hlöðum ekkja Sveinbjarnar Þorsteins- sonar hreppstjóra, Þóra Þorkelsdóttir, og tókust ástir á milli þeirra föður míns fljótlega eftir að norður' kom, og þau giftu sig. En við það missii ekkjan ábúðarréttinn á Stokkahlöðum, og þau urðu að hrekjast þaðan. Ári síðar fékk faðir minn ábúðarrétt á kotinu Botni, þar sem ég Olst upp tii sautján ára aldurs. — Og hvað tók þá við? — Þá var það Möðruvallaskólinn í tvo vetur og kaupavinna á sumrin. Ég kom í skólann haustið 1897, en lauk þaðan prófi vorið 1899. Haustið 1903 fór ég ásamt Oddi Rafnar að Askov í Danmörku. — Hvað geturðu sagt mér um Möðruvallaslcólann? — Þegar ég var þar, voru nemend- ur um 40, mig minnir, að við værum 42, en kennararnir þrír, Hjaltalin, Halldór Briem og Stefán Stefánsson. Og þessir kennarar mótuðu skólann um langa framtíð, og áhrifa þeirra gætti lengi, eftir að hann fluttist til Akureyrar. Andi Hjaltalíns lifði lengi í Gagnfræðaskólanum og Menntaskól- 468 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.