Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 14
MENNINGARSKEIB KRÍTAR OG M YKENE --- SÍÐARI HLUTS FRÁSA6HARINNAR Loks um I4u0 f. Kr. hafði þunga- miðjan flutzt frá Krít til Mykene og Þebu. Hinar miklu hallir Krítar voru hrörnandi, og margt bendir til þess, að Krít hafi raunverulega þurft að gjalda furstadæmunum á Grikklands- skaga skatt. Þannig var hlutunum alveg snúið við. í stað þess að áður galt meginlandið Krit skatta, eins og ályktað er af hinni fornu sögn um Þesevs og Ariadne, sagnar, sem nær allt aftur til 1700 eða 1600 f. Ki\, var Krít nú háð sínum fyrri nýlendum á Grikklandsskaga. Nýir ættflokkar höfðu að öllum líkindum blandazt íyrstu Krítverjunum, sem þangað fluttust, o,g þeir voru frumstæðari, harðgerðari, ómenntaðri og fram- gjarnari en hinir siðuðu, ef til vill of- siðuðu Krítverjar. Þetta sama á sér stað að nokkru leyti í sögu Spánar. Hinar amerisku nýlendur Spánar náðu svo langt að-segja skilið við ættlandið, meðan veldi þess hnignaði og var ekki hresst við með nýjum nýlendum eða öðru framtaki. Þetta endurtók sig einnig að vissu marki í sögu býzanska konungdæmisins í Trebizond, sem blómstraði, löngu eftir að móðurborg- in var liðin undir lok. Um 1450 f. Kr. hefst því annað skeið egevskrar mennin.gar, sem sagnfræð- ingar kalla „mykenska" menningu. Hún er einnig nefnd „hómersk“. Það er ekki gert út í hött, því að Hómer, sem uppi var um fimm öldum eftir að henni lauk, greinir trúverðugt frá tilveru hennar og bakgrunni. Hið mykenska menningarskeið stóð að vísu ekki lengi, en það hóf göngu sína með miklu forskoti. Svo er að sjá sem Krít hafi verið rænd dýrgripum sínum og auði.Hinar miklu grafhvelfingar mykenskra konunga í Mykene sjálfri og á mörgum öðrum stöðum Grikklandsskaga frá Orkómen us, skammt frá Þebu, til Mideu nærri Naupliu, bera öll vott um hina miklu lotningu, sem mykenskum þjóðhöfð- ingjum hefur verið sýnd, svo og auð- æfi þeirra. Grafhvelfingarnar eru glæsileg byggingarafrek gjörólík bygg ingum Krítar — já, og reyndar hvar í heiminum sem var. Þær eru mykensk uppfinning, eins og svo margar aðr- ar byggingar þeirra.Vegalagnir, áveitu kerfi, sem stórum jók frjósemi Böótíu- sléttunnar, og varnarkerfi þeirra bera þess ljósan vott, að konungar þessa nýja heims voru framsýnir og skipu- leggjendur góðir. Þair voru raunsæir og þekktu veröld þá, sem þeir byggðu, og hættur hennar. Þeir námu jafnvel land á nærliggjandi eyjum og reistu þar útvirki. En þeir voru eftirbátar Krítverja í hinum fíngerðari list.grein Austurströnd Kýpur er sendin og láglend. Mykenskir landnámsmenn settust þarna að. 470 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.