Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Síða 15
LjénahiiSið mikla. Þessi mykenska höggmynd er af tveimur skjaldarmerl;jadýrum, sem styðja helga, mínóska súlu. Þetta er elita höggmynd, sem tjl er frá Grikk- landi. um, skriftum og almennum lífsþæg- indum. Uppgötvanir, sem gerðar voru skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld, leiða í ljós, að ritlistin var allútbreidd. En málaralist og myndskurður eru ekki lengur unnin með snilligáfu Krít- verjans. Smáir listmunir eru fáséðir og grófir. Þjóð, sem hetjulegri var í sniðum en Krítverjar, var að rísa. Það er um þetta tímabil, sem Hómer skrifar, er hann lýsir riddaramennsku Mykenebúa, og harmleikaskáldið Es- kýlus sækir persónur sjónleikja sinna til mestu umbrotatímanna. Agamemn- on, Klytemnestra, Egisþus og Orestes eru frægar persónur, sem bæði skáld in þekktu. Konungar hinna voldugu borgríkja, Þebu og Orkómenus, birtast í ljóðum þeirra eins og risavaxnar per sónur í trylltri og riðandi veröld. Og við landamærin í norðri rís ský, dimmt og ógnvekjandi. Það ský, sem var fyrirboði stormsins. En með þessum mönnum bjó ævin týrahugur, og brátt tóku eirðarlaus- ir höfðingjar að leita víðari sjón- deildarhrings. Og sömu örlögin, sem biffu Krítar, vofðu yfir Mykene. Eins og Krítverjar yfirgáfu skjól eyjar sinnar, þannig lokkaði ævjntýrið Mykenebúa, svo að veldi þeirra dreifðist í þessum óþekkta heimi. Að þessu sinni var það ekki nálæg strönd, sem heillaði, né heldur land auðugra borgríkja í grenndinni, held ur var það hið ævagamla aðdráttar- afl Austurlanda, sem heillaði þá, ásamt sögnunum, sem ávallt gengu, um takmarkalaus auðæfi þeirra. Sigl- ingar höfðu, er hér var komið sögu, tekið stórstígum framförum, og Myk- enebúar sigldu nú skipum sínum til fjarlægra eyja, sem lágu undan Kýpur og ströndum Asíu. Ýmsir settust að á Rhódos og ná- lægum eyjum og bráðlega einnig á Kýpur. Þaðan færðist byggð þeirra yfir til strandar Asíu, sem lá um fimmtíu mílur í norður af Kýpur. Af frjósömum sléttum norðurhluta eyj- arinnar sést yfir til snævi þakinna fjallatinda í Tárus. Og það er ein- mitt á því svæði, sem mykenskir menn setjast að. Varffveitzt hafa skrifaðar frásagnir um heri þeirra og hershöfðingja. Sú þjóð, Hittítar, sem skrásetti þær frásagnir, var á- líka hernaðarsinnuð og skipulögð. Hún réð yfir megninu af Litlu-Asíu frá Svartahafi til Egevshafs og Le- vant. Hittítar stóðu á svipuðu þró- unarstigi og Mykenebúar. Báðar þjóð irnar heyra til bronzöld, þótt Hittítar væru teknir til við stórvirkar til- raunir með hinn nýja málm, járnið. Smíðisgripir úr járni virðast fyrst verða til í Litlu-Asíu norðanverðri, skammt frá höfuðborg Hittíta. Hitt- ítar bjuggu í víggirtum borgum, ekki ósvipuðum borgum Mykenemanna í útliti. Fyrir þeir réðu furstar, sem virðast hafa komið á eins konar ríkja sambandi milli furstadæmanna. Myk- enskir menn komu ekki til stranda þeirra með fasi sigurvegarans, held- ur sem innflytjendur, fúsir til að bjóða landsmönnum hernaðarreynslu sína og heri. Einhveriir árekstrar hafa orffið þeirra á muli í upphafi, en brátt komst á samvinna .Megnið af framkvæmdum Mykenemanna virð ist hafa verið fólgið í verzlun, land- námi, einangruðum hernaðarævintýr- um og almennri ásókn til Sýrlands- stranda, því að þrotlaus auðæfi Aust- urlanda lokkuðu þá eins og Grikki síðar, bæði á 6. öld f. Kr. og einnig á tímum Alexanders Makedóníu- konungs. Mykenskir landnámsmenn settust að á Kýpur og útbreiddu þar lífsvenj ur sínar, hina sérkennilegu letur- gerð, sem þeir erfðu frá Krít, og hófu verzlun og samskipti við Sýr- land, Palestínu og Efratdal, en Kýp- urbúar þekktu vel til þessara landa. Mykenskir menn leituffu einnig ævin týra í vesturátt. í' Suður-ítalíu og á Sikiley finnast merki þeirra, svo sem mykenskur varningur og listmunir. Svo er að sjá sem Egyptaland hafi haft einhver samskipti við megin- landið allt frá 15. öld f. Kr. Og á Rhódos og öðrum eyjum Egevshafs finnast mikil ummerki mykenskrar menningar. Og þannig endurtók Mykene sögu T I M I N N SIJNNUDAGSBLAÐ 471

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.